Húnavaka - 01.05.1998, Side 63
U Ú N AVA K A
61
Þess er einnig getið í úttektinni að skemma hafí verið norðan bæjarins,
9x5 álnir með dmburstafni í vestur og þar fyrir norðan annað geymslu-
hús, 7 3/4 x 5 álnir.
Þegar úttekdn var gerð árið 1848, bjuggu í Sólheimum Jón Pálmason,
Jónssonar og Salóme Þorleifsdótdr. Jón flutti í Stóradal en við búi tók
Ingvar Þorsteinsson frá Grund og Ingiríður, systír Pálma.
Vitað er að faðir Jóns gerði breytingar á bænum í búskapartíð sinni.
Vel má vera að bærinn hafl áður verið einungis þrír samhliða skálar með
risi sem sneru í norður og suður. Pálmi setti ris á bygginguna norðan
gangsins og þiljaði stafninn sem inngangurinn var á. Þrjú af húsunun
voru alþiljuð innan, suðurhúsið í baðstofunni, stofan og lofdð yfir henni.
Pálmi hefur því snúið inngangnum í bæinn frá því sem áður var og sneri
nú inngangur bæjarins í vestur.
Síðasti torfbærinn í Sólheimum
Síðari bærinn, sem byggður var á 19. öld, var reistur á árunum 1875 til
1880. Hann var byggður af meiri efnum en sá gamli. Afi minn, Ingvar
Þorleifsson, lét byggja bæinn og var hann mikið mannvirki síns tíma.
Timbrið var allt rekaviður, fluttur á klökkum frá Skagaströnd. Flutningur-
inn hefur verið erfiður því tímbrið var mikið og sumt stór tré sem varð að
hafa í drögum á hestum og hefur líklega verið flutt á ís um vetur. Versti
farartálminn var Blanda en yfir hana var farið á vaði, varð þá að láta hest-
ana vaða upp í strauminn svo drögurnar settu hestana ekki um. Hef ég
heyrt að 10-12 hestar, allir gráir, hafi verið í stöðugum lestarferðum heilt
sumar í timburflutningum. Mikið verk og vandasamt hefur verið að
hlaða torfveggina en þeir voru þykkir og háir svo ekkert smáræði hefur
þurft af torfi og grjóti í þá. Utveggirnir voru þykkir neðst en smá mjókk-
uðu upp. Þeir voru hlaðnir í lóð að innan en höfðu fláa að utanverðu.
Að neðan var mikið grjót í veggnum og torflög á milli en er ofar kom í
veggnum minnkaði grjóthleðslan og efst var eintómt torf.
Ekki mun bærinn hafa verið allur í smíðum í einu heldur teknir fyrir
hlutar af honum og var fyrst hafin smíði á baðstofunni en við hana var þó
bætt síðar einu stafgólfi til norðurs. Baðstofan var sérstök heild í bæn-
um, sneri þvert við frambæinn og lá nærri stefnu frá suðri til norðurs.
Þykkir torfveggir voru að henni á allar hliðar, um þriggja álna þykkir.
Baðstofan stóð nokkru hærra en meginbærinn og voru tvær tröppur upp
í hana. Dyr voru nálægt miðju að vestan. Gluggar voru fremur litlir með
sex rúðum hver. Voru fimm á austurhliðinni og þykkir torfkampar mynd-
uðu gluggakistuna, settíst oft snjór þar í. Öll var baðstofan þiljuð í hólf og