Húnavaka - 01.05.1998, Síða 64
62
H U N AVA K A
gólf, sperrureist. Komu sperrurnar saman í þvertré efst. Stoðir við veggi
náðu í öxl á fullorðnum manni en risið var mikið. Ofan á súðinni var
hríslag og síðan torfþak. Öll var baðstofan sjö stafgólf.2 Hvert stafgólf var
um ein rúmlengd og víða voru föst rúmstæði út við veggina.
Sperrurnar komu niður úr súðinni og þverböndin á þær. Súðin var
síðan timburklædd. Myndaðist því bil milli súðar og sperranna, kallað
sperrubil. Þar var gott að geyma ýmsa hluti, svo sem blöð og bækur og
margt fleira. Lausholt voru út við veggina, var þar líka góður geymslu-
staður fyrir ýmislegt smávegis, væru þau ekki þiljuð.
Baðstofunni var skipt í þrjú hús, norðurhús, miðhús og suðurhús. Suð-
urhúsið var tvö stafgólf á lengd og málað þegar ég man fyrst eftir. Allstór
gluggi var á suðurstafni en hann var úr timbri ofan til miðs. Herbergið
var notað sem svefnherbergi og var í því kolaofn. Miðbaðstofan var upp-
haflega þrjú stafgólf en síðustu árin var nyrsti hluti hennar hólfaður af og
gerður að eldhúsi. Inngangurinn í miðbaðstofuna var þar og stóð klæða-
skápur til hægri handar þegar inn var gengið. Fjalir voru uppi yfir inn-
ganginum og skápnum og mynduðu stóra hillu þar sem ýmislegt var
geymt og kenndi þar margra grasa. Þrjú föst rúm voru lengst af í bað-
stofunni, tvö sitt með hvorum vegg suður við skilrúmið að suðurhúsinu
og eitt við vegginn móti innganginum. Norðurhúsið var tvö stafgólf og
tveir gluggar til austurs eins og á baðstofunni. Norðurhúsið var notað
sem eldhús eins og áður er sagt.
Gangurinn fram bæinn var langur og dimmur því aðeins einn gluggi
var á honum að framan yfir bæjardyrunum og hann lítill. Ganginum var
skipt í þrennt með hurðum, þó var síðast ekki nema ein hurð í, kölluð
skellihurð. Eins og nafnið ber með sér lokaðist hún sjálfkrafa á hæla þess
sem um hana gekk. Hékk lóð í trissu sem dró hurðina að stöfum. Hurð-
in var innarlega á ganginum, næst baðstofuhurðinni. Sá hluti gangsins
var með torfvegg á báðar hliðar en gólfið var úr timbri. Um miðbik
gangsins var gólfið steypt og þiljað til hliða og lofts. Þar yfir myndaðist
geymslupláss sem var hægt að nýta úr hlóðaeldhúsinu og kompunni. Var
plássið kallað fjalir eða fjalaloft.
Útidyrnar voru tvær vængjahurðir og framan við þær var síðar byggð-
ur skúr, nokkurs konar forstofa. í miðhluta bæjarins var maskínuhúsið,
það var upphaflega lítið en stækkað þegar veggur, sem lá þvertyfir suður-
bæinn, var rifinn, voru þá stundum tvö eldhús þar, kölluð innra og
fremra eldhús. í fremra húsinu var moldargólf en því innra trégólf,
Gluggar voru á mæni. Loft og veggir voru þiljaðir nema veggurinn inn
við baðstofuna, þar var gengið niður í kjallara. I maskínuhúsið var vatns-
leiðslan fyrst lögð en síðan flutt um bæinn eftir þörfum. Úr fremra mask-
ínuhúsinu var stigi upp á svokallað kattaloft. Kattaloftið var mjög lágt.
Ekki hærra en það að maður varð að vera á hnjánum til að reka sig ekki