Húnavaka - 01.05.1998, Page 76
74
H Ú N A V A K A
Þegar Kristján vann í Rækjuvinnslunni var þar einnig Sigrún Lárus-
dótdr frá Neðra-Nesi á Skaga. Einn daginn skaut hann eftirfarandi vís-
um að henni:
Þetta bull á blað ég lét
ber það keirn af Stjána.
Upp þá kannski æst ég get
í þér kvæðaþrána.
Máski telst þó glettni grá,
gleði dagsins þyngja.
Ef að gömul ýlustrá
ætla að fara að syngja.
Sú mín fremsta óskin er
engu hulin grómi.
Að þú seinna svarir mér
svona í góðu tómi.
Nágranni Kristjáns kvartaði yfir hundi sem Ki istján átti svo varð að
farga honum. Börn Stjána gerðu hróp að grannanum fyrir að verða til
þess að þau misstu hundinn. Brá þá svo við að hann fór að fara aðra leið
fram hjá húsi Kristjáns, Grund. Þá varð þetta til.
Af skyldurækni skaut ég hund,
skálkur einn var feginn.
Síðan fráleitt fram hjá Grund
fer hann sjávarmegin.
ALMENNT TIL SPARIBRÚKUNAR
Kvenfólk er almennt til sparibrúkunar klætt í bláa frakka af fínu vaðmáli eða
klæði, og sumar hafa einhverslags kjólasnið á þeim, á höfðinu brúka þær hatt með
fjöðrum, líka þeim sem brúkast í Danmörk. Almennt eru þessir hattar svartir, saum-
aðir af flaueli utan um hnappa eða þykkan pappír samanlímdan, sumir lxka danskir,
af flóka. - Einstöku gamlar konur halda enn við þann íslenska, gamla kvenbúnað,
hverjum ég ei þarf að lýsa. Hvörndag og spari er kvenfólk almennast klætt í bláa
prjónapeysu, blátt vaðmálspils og foi klæði af innlenskum eða útlendum dúkum,
röndótt eða með skáborðum. Á höfðinu brúka þær bláa prjónahúfu með grænum
silkiskúfum og þær fátæku, sem engin efni hafa til að kaupa sér hatt, ganga líka með
þær til kirkju sinnar.
Sýslu- og sóknarlýsingar Húnavatnssýslu. Bjöm Auöunarson Blöndal sýslumaöur 1840.