Húnavaka - 01.05.1998, Page 94
92
H Ú N A V A K A
Heldur vaxa höppin mín,
hafa traustar rætur:
Asa litla, ung og fín,
undrið gerast lætur.
Glaður ég hjá Gerði dvel,
gleymum rúmi’ og tíma,
látum okkur líða vel,
lokum Pósti og síma.
Og nú er búið að loka Pósti og síma í alvörunni.
Fjárhús eru nú að verða sjaldgæf, hann Þóri á eitt af þeim síðustu í fallegu
túni undir Miðholtinu. Við göngum hjá og þar finnum við sitt af hverju í
gróðri, verkfærum og heyskaparháttum sem brátt tilheyrir liðnum tíma.
Þegar ég hjá Þóra gekk,
þar óx stör og fífa,
leit í túni fangaflekk,
fundið orf og hrífa.
Músaveiðar eru, eins og aðrar veiðar, óskemmtileg „íþrótt“ og ekki
hættulaus því gildran reyndist mér tvíeggjað vopn.
Elta nú veiðimann óhöppin stór,
ýmislegt hefí ég kannað.
I ólukku gildruna fingurinn fór,
feginn það var ekki annað.
Eftir bardagann við gildruna fór ég í apótekið og keypti eitur sem ég
varð að kvitta fyrir. Þetta rifjaðist upp þegar ég löngu seinna fékk giktar-
pillur, væntanlega baneitraðar eins og músaeitrið, því kvitta varð fyrir
þær á sama hátt og eitrið forðum. Samt gleypi ég eina pilluna en ekki al-
veg ósnortinn af alvöru málsins.
Lítil skreytir líf mitt trú
langa þreyti myllu,
legg á reitinn, loka nú,
litla eiturpillu.
Til að hressa upp á trúna er gott að horfa yfir haf og land frá sjónskíf-
unni á Miðholtsbrúnum.
\