Húnavaka - 01.05.1998, Side 98
96
H Ú N A V A K A
raun að spyrja þá á Tjörn um ýmiss konar hluti sem mann vantaði skýr-
ingar á en í þessu tilfelli komum við að tómum kofunum. Skrýtið þótti
okkur að vita ekkert um þetta sem var svo að segja í túnfætinum hjá þeim
en eiga það svo til að liggja úti á varpa á stjörnubjörtu haustkvöldi, með
hendur undir hnakka, starandi upp í stjörnur og norðurljósin, þylja upp
ýmis nöfn þeirra og veita okkur alls kyns fróðleik um gang himintungla
en vita ekki af hverju álgöt stöfuðu.
En aftur að Birni. „Eg hef áhuga á að fá að rannsaka þetta með þér“,
sagði ég og skýrði honum frá mínum kynnum af álgötum. ,Ja, ja, já, þú
getur það“, svaraði Björn og ánægjan skein út úr svip hans yftr þessum
miklu viðbrögðum og áhuga sem ég sýndi þessu nýjasta hugðarefni hans.
Við ræddum það frá ýmsum hliðum hvernig best yrði að standa að þess-
um athugunum. Okkur var báðum ljóst að þetta nýja áhugamál okkar
yrði ekki auðleyst.
,Já, við förum í góðu veðri strax og vötn leggur“, sagði Björn. Guð-
mundur, bróðir hans, bætti við og kímdi. „Ef þið sæjuð nú álgöt í þessari
fyrstu ferð ykkar yrðuð þið þá einhverju nær um myndun þeirra? Varla.“
Við vorum að vísu samþykkir því. „En við rannsökum þetta ekki heima
við eldhúsborðið“, sagði Björn. „Nú er ekki hægt að fá einhverja vit-
neskju um þetta í bókum eða annars staðar?" spurði Guðmundur. ,Ja,
mér hefur ekki tekist það“, svaraði Björn. Við þetta féll talið niður um
stund en síðan ákváðum við að fara svo fljótt sem aðstæður leyfðu.
Svo var það einn bjartan laugardag í nóvember að okkur fannst að að-
stæður væru ákjósanlegar miðað við þær hugmyndir sem við vorum bún-
ir að gera okkur. Við lögðum af stað með mikinn vísindabúnað sem
samanstóð af þrem hlutum, stunguskóflu, málbandi og oddhvassri járn-
stöng. Fyrst var farið að Hnausatjörninni. Við stigum út úr bílnum og
gengum yfir túnið. Mér fannst Björn heldur seinn yfir svo að ég
skondraði með áhöldin eins og kátur seppi í krákustígum um túnið á
meðan við mösuðum saman og gerðum að gamni okkar. Þegar við nálg-
uðumst ísinn tók ég allt í einu eftir því að ég var farinn að ganga við hlið-
ina á Birni. Þá voru samræður okkar orðnar að hljóðskrafi eins og við
værum að ganga inn kirkjugólf. Þessi breyting á okkur var báðum áreið-
anlega ómeðvituð að ég held. Eftirvæntingin hafði breytt hegðun okkar
beggja.
Hvað mundum við sjá? Hvers yrðum við vísari? Nú finnast mér þessi
hughrif sem gagntóku okkur í þessari fyrstu skoðunarferð okkar vart
skiljanleg og þó. Fyrir sjálfum mér var þessi kennd ekki ósvipuð eins og
að læðast að styggri bráð. - Mundi ég - eða mundi ég ekki. Þess vegna var
farið með fýllstu gát.
Þessi fyrsta ferð okkar þarna að Hnausatjörninni sýndi okkur ekki
nema sléttan og fallegan ís. Engin álgöt. Þetta urðu viss vonbrigði en við