Húnavaka - 01.05.1998, Page 100
98
H Ú N A V A K A
Nú fóru í hönd heldur daufir dagar í akademíunni. Við fórum að vísu
fleiri skoðunarferðir en þær leiddu ekkert nýtt í ljós. Þetta olli okkur
miklum vonbrigðum því að við sáum ekkert framhald á því hvernig við
æduðum að nálgast þetta áhugamál okkar sem við höfðum þó, nokkrum
mánuðum áður, verið vissir um að við myndum ráða við. Já, glens okkar
hafði víst frosið fast við ísinn. Eg fann til uppgjafar en það var ekki mik-
inn bilbug á Birni að finna. Hvað var nú hægt að gera og hvernig verður
framhaldið? „Við skulum sjá til. Eg get ekki svarað því nú en ég geri eitt-
hvað“, sagði Björn.
Eg fylgdist nú álengdar með rannsóknum Björns sem voru býsna at-
hyglisverðar. Hann fór að frysta vatn í alls konar ílátum og á meðan vatn-
ið var að frjósa gaumgæfði hann það stöðugt til þess að sjá hvernig ísinn
myndaðist ef það gæti leyst gátuna eða hluta af henni.
Hann hjó upp svo að segja heilt álgat á Hnausatjörninni. Hjó það síð-
an í flögur og geymdi í plastpokum í frysdkistunni hennar Ingibjargar i
Oxl. Það var nú ekki vel séð af eiganda sem vonlegt var. Þó var mælirinn
fullur þegar Björn neyddist til að flytja dollurnar inn í frystikistu þegar
frosdaust var orðið úti.
Það sakar kannski ekki að ég segi hér frá skondnu atviki sem kom fyr-
ir í sambandi við þessar dlraunir Björns. Hann var vel þekktur hjá stofn-
un Háskólans þar sem Sigurður Þórarinsson réði ríkjum. Þeir Sigurður
höfðu oft hist og rætt ýmis mál, svo sem rústamyndun heiðanna. Nú
fannst Birni dlvalið að fá þá þarna á stofnuninni til þess að rannsaka og
skoða álgata dósaísinn. Hugsanlegt væri að þeir gætu dregið einhverjar
ályktanir af því.
Dag nokkurn féll óvænt dl góð ferð til Reykjavíkur þar sem Björn gat
tekið ísinn með. Hann fór í frystikistuna, setti plastpokana í pappakassa
og fór með hann suður með hraði. Sigurður var ekki við þegar Björn
kom með pokana en hann skildi þá þar efdr og voru þeir settir í frysd.
Honum var sagt að koma aftur eftir tvo daga. Þeir mundu þá vera búnir
að athuga gögnin. Björn mætti síðan á tilteknum tíma, eftirvændngar-
fullur og ákafur. Sigurður, vinur hans, sem var alla jafna kátur og hress,
tók á mód honum en var nú fremur daufur í dálkinn og vissi Björn ekki
lengi vel af hverju deyfð hans stafaði. Loks fékk hann að vita að í pokun-
um hefðu verið nokkur ýsubrýni og lúðuhausar sem Björn hefði líklega
villst á í frysdkistunni.
Björn vildi lítið um þetta tala þegar heim kom en hélt sinni rómuðu
rósemi vísindamannsins þótt svona hefði farið í þetta sinn. Þegar Björn
var að frysta vatnið í dósunum komst hann að þeirri mikilvægu staðreynd
að vatnið frýs í stuðlum. Það gaf þá vísbendingu sem leiddi síðar dl lausn-
ar gátunnar.