Húnavaka - 01.05.1998, Page 104
H Ú N A V A K A
102______
ÚR 7. BEKK:
SUNNEVAJASMIN RAIMUNDSDÓTTIR, Litla-Búrfelli:
Leitin að folaldinu
Hún frísaði og hljóp síðan óróleg meðfram girðingunni í leit að stað sem
hún kæmist yfir. Hún hafði ekki fundið ró í sínum beinum síðan folald-
ið hafði verið tekið frá henni. Fallega, stóra, rauðtvístjörnótta merfolald-
ið hennar. Af hverju þurfti endilega að taka folaldið hennar? Þetta var
fyrsta folaldið hennar og með þeim efnilegri í stóðinu. Hún hafði bara
séð fimm hryssur sem höfðu fengið að halda folöldunum sínum. Þær
stóðu fegnar og þétt upp við folöldin sín en samt voru þær örvæntingar-
fullar, það vissi engin hvað gæti gerst. Hún man hve fegin móðir hennar
hafði verið þegar hún fékk að halda henni en hún hafði ekki verið glöð
því að hinar hryssurnar, sem misstu folöldin sín, voru daprar og reiðar og
sættu sig ekki við sitt hlutskipd.
En hvað gátu hryssurnar gert gagnvart mannskepnunni sem stal alltaf
folöldunum þeirra? Hún man einnig að móðir hennar hafði sagt henni
að vera glöð yfir því að lifa. Hvernig átti hún að vera glöð yfir því að lifa
núna? Hún leit til stóðsins og þar sá hún móður sína sem var ekki með
folald núna. Kannski var hún eina barnið hennar sem hún hafði fengið
að halda.
Þar sem hún brokkaði þarna hugsandi meðfram girðingunni sá hún
útundan sér þar sem gömul, grá hryssa kom töltandi í átt að henni. I
fyrstu lét hún sem hún tæki ekki eftir henni en eftir að Grána var búin að
hlaupa dálítinn tíma samsíða henni spurði hún hana hvað hún vildi. „Eg
sá að þú ert miður þín og þess vegna ákvað ég að tala við þig“, sagði
Grána en hélt svo áfram. „Eg hef eignast 16 folöld en ekki fengið að
halda nema tveimur, þannig að ég þekki þetta allt af eigin raun. Folaldið
mitt var líka tekið núna en ég er farin að venjast því að þau séu tekin en
ég sakna þeirra alltaf rnikið. Eg hef þó samt grun um að sum þeirra séu
ennþá lifandi og hef styrkst mjög í trúnni síðan ég sá einn son minn uppi
á heiðinni fyrir rúmum sex árum. Hann er brúnn og var þá þriggja vetra
en er núna líklega orðinn góður reiðhestur á einhverjum bænum í sveit-
inni.
Einnig hef ég séð gráskjótta hryssu, sem ég ól fyrir fnnm árum, síðast-
liðin fjögur ár á heiðinni og einmitt á þessu ári var hún með fallegt,
bleikálótt hestfolald. Eg fór að spjalla við hana og hún sagði að Brúnn
minn væri á bænum hennar. Og þegar við vorum rekin í réttirnar í haust