Húnavaka - 01.05.1998, Page 110
108
HÚNAVAKA
Ég hripa þessa frásögn niður í þeim tilgangi að þeir sem kunna að sjá
hana fái örlitla innsýn í daglegt líf okkar sem skipuðu sviðið íyrir rúm-
lega hálfri öld. Fjöldamörgu og hliðstæðu væri hægt að segja frá en þessi
jólaferð okkar Jónasar í Forsæludal varð fyrir valinu, fyrst og fremst vegna
þess að nú eru allir, bæði eldri og yngri, að búa sig undir jólahátíðina.
Breytingarnar eru meiri en að minnsta kosti síðustu kynslóð getur grun-
að. Það skal tekið fram, eins og raunar allir hljóta að sjá, að hvorki er
getið dagseminga eða ártala og rýrir það ekki gildi frásagnarinnar sem er
í aðalatriðum raunhæf og sönn og því nokkur aldarspegill.
Ekki man ég hvort við Jónas gátum tekið heim með okkur epli til jól-
anna í þessari ferð sökum frosts en þau voru raunar eina sælgætið sem
fólk leyfði sér og átti kost á að kaupa fyrir jólin. Þótti það sjálfsagt og
vissulega var ilmurinn af þeim góður er hann barst í bæinn. Hann var
boð um að jólin væru skammt undan.
Skiifad í desember 1997.
VIÐ HEYRÐUM ÆGILEGAR DRUNUR
Ýmsar loftsjónir eru tíðar á Norðurlandi, sérstaklega eldingar og önnur eldfyrir-
brigði, sem stafa frá stórjöklunum inni í landinu og öðrum eldgjósandi fjöllum. Loft-
ið verður þá alrautt eins og af logandi eldi, en stundum sjást eldhnettir eða
óreglulegar eldhríslur, sem óvíst er af hverju stafa, þjóta um loftið.
Arið 1755 um mánaðamót september og október sáu nokkrir menn norðanlands,
einkum þó í Húnavamssýslu, þess háttar loga í loftinu. Hefir það sennilega verið eins
konar fyrirboði frá Kötlugjá, áður en gos hennar raunverulega hófst um miðjan októ-
ber. A undan því fór landsskjálftinn, sem hristi allt Norðurland 11. september sama
ár.
Við vorum þá staddir á Höfðaströnd. Fyrstu kippirnir, 5 eða 6 að tölu, komu kl. 8
um morguninn en fleiri og harðari kippir rétt fyrir kl. 9. Fyrst heyrðist hvinur í lofti
en því næst tók jörðin að hreyfast, í fyrstu með stórum og hægum, en síðar með áköf-
um og óreglulegum hreyfingum. Tjaldið sem við lágum í hoppaði upp og niður og
jörðin gekk í öldum. I sama bili heyrðum við ægilegar dunur, og þegar við hlupum út
úr tjaldinu sáum við, að öll fjöll nær og fjær voru hulin þoku. Skriður féllu úr öllum
fjöllum. Stórir klettar hröpuðu en aðrir sprungu sundur.
Hinum megin Skagafjarðar, í þriggja mílna fjarlægð, sáum við að sjórinn skvettist
hátt upp og olli því grjóthruni úr sjávarhömrum þeim sem heita Ketubjörg á Skaga.
Hamrar klofnuðu og hrundu í sjó í Málmey og Drangey og varð einkum tjón af því í
fuglabjörgunum í Drangey. Ur Þórðarhöfða, sem eins og eyjar þessar er úr sandsteini,
hrundu stórir klettar og í hann komu djúpar sprungur. Við mældum eina þeirra
uppi á höfðanum og var hún eitt fet á breidd. Landskjálftar þessir urðu eigi eins ákaf-
ir í Húnavatnssýslu.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar.