Húnavaka - 01.05.1998, Page 118
116
H U N AVA K A
staði. Tölur yfír útheysforðann á öðrum jörðum ættu að gefa nokkuð
góða mynd af því hvað mikið var heyjað þaðan á Eylendinu.
Alla tíð var stundaður mikill heyskapur á Eylendinu af öðrum en þeim
sem áttu land þar og ítök og því gefa tölurnar ekki nákvæma mynd af
heildarheyskapnum á Eylendinu ár hvert. Margir Blönduósingar heyj-
uðu t.d. meira og minna á Eylendinu og ennfremur var heyjað þar frá
bæjum á Asum, t.d. Húnsstöðum, Hjaltabakka, Holti, Hæli og Meðal-
heimi. Ennig var heyjað frá bæjum í Þingi svo sem Uppsölum, Skólahús-
inu, Haga og Leysingjastöðum. Oljóst er hins vegar hve reglulega þetta
var og nákvæmlega hvenær og því er ómögulegt að komast að heildar-
magni heyja af enginu. Fór ég frekar þá leið að taka alltaf heyskapartölur
frá sömu jörðunum með í reikninginn, þ.e. þeim jörðum sem eiga land
á Eylendinu. Það gefur möguleika á því að bera saman heyskapinn á
þessum býlum frá ári til árs. Treysti ég á að tölurnar í súluritinu gefí
nokkra mynd af því hversu stór hluti heyforðans var af Eylendinu og að
þær varpi þar með ljósi á mikilvægi hans fyrir búskap á viðkomandi jörð-
um. Undirstrika verður að ýmsar ytri aðstæður valda því að breydlegt var
frá ári til árs hve stórt hlutfall engjanna var nýtt frá þessum jörðum. Það
sem ekki var slegið af ábúendum var gjarna lánað.
Heimildarmenn segja að Eylendið hafi langoftast verið fullnýtt þau ár
sem athugunin nær til enda var ræktað land enn lítið. Þess vegna ber að
varast að túlka samdrátt í heyfeng þeirra jarða sem land eiga á Eylendinu
alltaf sem minni heildarheyfeng af svæðinu. Jósef í Steinnesi sagði að
mörg ár hefði ekki verið eftir nokkur ósleginn hólmi á Eylendinu.
Nefndi hann sem dæmi um gjörnýdngu engjanna að jafnvel Kílarnir svo-
nefndu, sem eru afar blaut svæði í Brekkukots- og Brekkuengjum, hefðu
verið slegnir. Sumir báru heyið úr þeim á þurrt á handbörum því ekki er
hægt að fara út í þá með hest. Sérstaklega voru þetta menn sem ekki
höfðu hesta til umráða. Aðrir notuðu sleða á langri taug og höfðu hesta
fyrir til að draga ækið á þurrt en drógu síðan tóman sleðann sjálfir út í.
Þeir sem slógu þarna sögðu að þetta hey hefði verið kýrgæft, því var hey-
skapur þar svo fast sóttur. Aðrir heimildarmenn nefndu að Forirnar
svokölluðu í Axlarengjum hefðu verið nýttar á sama hátt með mikilli fyr-
irhöfn. Enn eitt dæmi um mikla nýdngu Eylendisins nefndi Jósef. Efdr að
hann var kominn að Þingeyrum um miðjan 6. áratuginn minnist hann
þess að Sverrir Markússon dýralæknir á Blönduósi hafi viljað fá slægjur
og ekki fengið neitt nema mjög blautt slægjuland sem hann þó nýtti.
Olafur Dýrmundsson ráðunautur gat þess að þegar hann var sumarstrák-
ur í Hnausum á sjötta áratugnum hefðu þeir sem vildu fá slægjur hjá
Hnausabændum ekki getað fengið neitt annað en það sem ekki var vél-
tækt.