Húnavaka - 01.05.1998, Page 119
H Ú N AV A K A
117
BÚFJÁRFJÖLDIÁ AKRI, KRINGLU, SKINNASTÖÐUM, UTLU-GILJÁ, BREKKU, BREKKUKOTI, ÖXL, HNAUSUM, BJARNASTÖÐUM, STEINNESI
OG ÞINGEYRUM.
1917 1922 1926 1931 1936 1941 1946 1951 1956 1961
Nautgripir 58 61 56 56 64 83 104 101 166 175
Sauðfé 2489 1809 2248 2792 2497 1698 1715 1865 2942 3478
Hross 455 445 424 306 329 539 532 310 262 287
Túlkun talna um heyforða
Það er athyglisvert hve sveiflurnar á heyforða eru miklar árin 1915-63.2
Skýringar á því eru eflaust ýmsar. I fyrsta lagi verður að líta til þess að
veðrátta og grasspretta hefur verið mjög misjöfn og sumar sveiflurnar
skýrast eflaust fyrst og fremst af því. Mjög áberandi niðursveiflur eru t.d.
árin 1918, 1934 og kringum 1950. Frostaveturinn 1918 er frægur og sum-
arið eftir var mikið kal í túnum. Sumarið 1934 var afburðaslæmt og
hröktust hey þá mikið. Arið 1949 var mjög vont og olli miklu kali í túnum
sem skýrir vafalaust að verulegu leyti minnkandi töðufall næstu ár.
Onnur skýring á eflaust einnig oft við en það eru breytingar á búskap
á einstökum jörðum með tilheyrandi sveiflum í heyskap. Ajörðum, eins
og Þingeyrum og í Steinnesi, þar sem heyskapur var gríðarmikill, ekki
síst á Eylendinu, munar mest um slíkar breytingar í samtölunum. T.d.
var tvíbýli í Steinnesi árin 1929-40 og það hafði að sjálfsögðu mikil áhrif
á heildarheyskap á þeirri jörð miðað við önnur ár. Talsverðar sveiflur eru
á heyskapnum á Þingeyrum sem skýrast trúlega fýrst og fremst af ábú-
endaskiptum og búskaparbreytingum. Þar var lengst af feiknamikill hey-
skapur. A tímabili eru þrír bændur í Hnausum (1929-33). Annars eru
þeir tveir.
Hver er þá niðurstaðan um mikilvægi Eylendisins í heyöflun í Þinginu
og hvaða máli skiptu framkvæmdir á svæðinu? Þegar litið er eins og kost-
ur er fram hjá sveiflum sem mjög líklega skýrast fyrst og fremst af ofan-
nefndum áhrifaþáttum virðist eftirfarandi þróun koma fram.
Fram til ársins 1933 sýnist heyskapur í heildina stöðugt aukast og kem-
ur aukningin fyrst og fremst fram í engjaheyskapnum. Nýrækt er tiltölu-
lega lítil og aukið töðufall er takmarkað. Tölur fyrir úthey af áveitu- og
flæðiengi hækka aftur á móti ört eftir 1923. Arið áður er heyskapur á Ey-
lendinu greinilega í lágmarki en það er einmitt sumarið sem áveitufram-
kvæmdirnar standa yfír. Arið 1931 er úthey af áveitu- og flæðiengi