Húnavaka - 01.05.1998, Page 128
126
H Ú N A V A K A
aukinni framleiðslu þar til túnin voru orðin það stór að meginheyskapur-
inn gat farið fram á þeim.
A síðustu áratugum hafa slægjur á Eylendinu verið varaforði fyrir bæði
Þingbúa og aðra þegar spretta á túnum hefur verið í minna lagi. Allt það
tímabil sem hér hefur einkum verið til umræðu heyjuðu utansveitar-
menn, Blönduósingar, Asamenn og fleiri, á Eylendinu bæði reglulega og
óreglulega.
Spyrja má hvort Eylendið muni áfram þjóna hlutverki forðabúrs sem
sótt er í þegar óvenju illa árar. Er mjög líklegt að svo verði svo lengi sem
til eru tæki sem hægt er að nota þar við heyskap en það gerist nú æ örð-
ugra eftir því sem vélar verða þyngri og umfangsmeiri. Það er þó ekki
dæmalaust að heyjað hafi verið með nýjustu tækni á Eylendinu á síðustu
árum.
Ef áhersla á grænan landbúnað eykst á næstu árum er vel mögulegt
að engi verði aftur mikilvæg heyskaparlönd. Má vel ímynda sér að ein-
hverjir muni hugsa gott til þess að nýta sér heyskaparmöguleika á Eylend-
inu. Þar er land sem ekki er borið á og mundi því falla vel að grænum
landbúnaði.
AFTANMÁLSGREINAR:
1 Eftirtaldar jarðir áttu slægjur á áveitusvæði Aveitufélags Þingbúa: Skinnastaðir,
Kringla og Akur í Torfalækjarhreppi og Litla-Giljá, Brekka, Syðri-Brekka, Brekkukot,
Oxl I, Oxl II, Hnausar I, Hnausar II, Bjarnastaðir, Steinnes og Þingeyrar í Sveins-
staðahreppi. Geirastaðaheyskapur er talinn í búnaðarskýrslunum með heyskap á
Þingeyrum frá og með 1944. Arið 1928 fór Þingeyrabóndi að nýta tún og engi á
Geirastöðum þótt heyskapurinn þar væri talinn sér fram áfram. Til að samræmi sé í
tölum var heyskapur og búfjárfjöldi á Geirastöðum alltaf tekinn með í samtölurnar.
2 Tölur í súluriti og töflu um heyfeng og búfjárfjölda sem fylgja þessum kafla eru
teknar úr búnaðarskýrslum fyrir Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppa sem varðveittar
eru á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og að nokkru leyti einnig á Héraðsskjalasafninu á
Blönduósi. Tölur um túnstærð eru unnar úr útreikningum á vegum Búnaðarfélags
Islands sem varðveittir eru í skjalasafni félagsins á Þjóðskjalasafni ogjarðabótaskýrsl-
um fyrir jarðir í Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppum sem varðveittar eru á Þjóðskjala-
safninu og að nokkru á Héraðsskjalasafninu á Blönduósi.
3 I köflunum um heyskap á Eylendinu er farið hratt yfir sögu og þróun vinnubragða
við heyskap á Eylendinu lýst gróflega. Vísa má til greinar í Húnavöku árið 1996 um
heyskap á hestavinnuöld um nánari lýsingu á heyskap á tímabilinu 1920-1960.