Húnavaka - 01.05.1998, Side 138
HALLAJOKULSDOTTIR, Efri-Mýrum:
Sjötti desember 1996
Ég sit hér í eldhúsinu að morgni dags og fletti Morgunblaðinu frá því í
fyrradag sem ég hef ekki haft tíma til að líta í fyrr. Fyrir mér verður minn-
ingargrein og mynd sem vekur minningar sem hrannast upp og ég ákveð
að rifja upp á blaði.
Sumarið 1978 var ung móðir á sínum bernskuslóðum, Núpi á Laxár-
dal, með fjórar dætur sínar og reyndar fleiri börn að láni. Daginn man
ég ekki nákvæmlega nema að hann var bjartur og fallegur og dalurinn
minn skartaði öllu því sem hann átti fallegast til. Aðeins leikur barnanna
og niðurinn í ánni rauf kyrrðina.
En svo bættist við bílhljóð. Ekki áttí ég von gesta enda kom bíllinn ekki
heim heldur fór neðan túnsins og hélt áfram. Einn að villast, hugsaði ég.
Það var nokkuð algengt á þessum árum að menn færu fram Laxárdal og
héldu sig vera að fara Þverárfjallið tíl Sauðárkróks. En þarna endar vegur
í ruddri slóð og hún var slæm þetta sumar, jafnvel kunnugum. Nú, svo
gat þetta verið gamall Laxdælingur að vitja bernsku sinnar, svipað og ég
var að gera, búandi í gamla bænum pabba og mömmu á sumrin, þrátt
fyrir þægindi af skornum skammtí.
Dagurinn seig áfram og ég gleymdi þessum ferðalöngum þar til elsta
dóttir mín kom hlaupandi með þau tíðindi að það væri að koma gang-
andi fólk sunnan götu. Mikið rétt hjá fjörkálfinum mínum rauðhærða
sem fátt fór framhjá. Þarna voru fullorðin hjón að koma sem gengu brátt
í hlaðið, heilsuðu og kynntu sig. Höskuldur og Aslaug hétu þau.
Maðurinn horfði á hópinn minn, síðan á mig og spurði svo: Attu þetta
allt? Þetta var eðlileg undrun hjá honum, þarna voru alls sjö börn á vappi
og ég leit ekki þá út fyrir að vera degi eldri en ég var, 26 ára gömul. Nei,
svaraði ég brosandi, ekki í raun. Fjögur þeirra á ég ekki, er bara með í
láni en eitt sem ég á til viðbótar þessum þremur sefur hér inni, þriggja
mánaða.
Ég bauð þeim til bæjar að gömlum sveitasið, gestir voru sjaldan hafðir
lengi úti á Núpi hér áður fyrr og þar báru þau upp erindi sitt. Bílinn
höfðu þau misst ofan í drullusvað í vegarslóðanum, tæpum þremur kíló-
metrum framan við Núp eftir lýsingu að dæma og höfðu ekki náð hon-