Húnavaka - 01.05.1998, Page 141
HÚNAVAKA
139
morgna en fengumst lítið við grautargerð. Heima hjá mér var slátrað
hálfvöxnu nauti rétt áður en við fórum á heiðina og hafði ég með mér
birgðir af ágætu kjöti. En heldur var nú nýjabragðið farið af tudda síð-
ustu dagana.
Lokið var við að setja niður staurana miðvikudaginn fyrir 21. sumar-
helgina. Hélt þá hver til síns heima. Nú var eftir að flytja vír og milli-
staura og var ætlunin að fara í það um vorið. En mæðiveikin lét ekki að
sér hæða. Um veturinn gerði hún svo áþreifanlega vart við sig austan
Blöndu að vonlaust var að hindra framrás hennar þar og var þá ákveðið
að hætta girðingaframkvæmdum við Blöndu. Horfið var að því ráði að
efla varnir við Héraðsvötn með girðingum. Var ráðgert á tímabili að flytja
staurana austur að Jökulsá en hætt var við það og þeir seldir bændum í
Svartárdal.
DRÝGT SÖMU VTLLUNA
I mynni Vatnsdals hafði sýslumaður valið tvær jarðir til kornyrkju, sína hvorum
megin árinnar, eða As og Marðarnúp, og sett þar niður jóska bændur. Hér höfðu
menn drýgt sömu villuna og valið holtamó fyrir akurstæði, og óx þar ekkert. Sveitin
umhverfis er fögur og grasgefm og virtust þar ótal aðrir staðir heppilegri tíl tilraun-
anna. Næstí og helstí staðurinn var sýslumannssetrið sjálft á Þingeyrum. Þar var stór
garður sem í var ræktað kál og fleiri matjurtír, sem voru þar allvel sprottnar eins og á
tveimur síðastnefndum stöðum.
Matjurtagarðar hafa verið á Þingeyrum um langan aldur en í mestum blóma stóð
matjurtaræktin þar um 1700. Þar bjó þá danskur lögmaður, Lauritz Gottrup, sem
stundaði búskap að íslenskum hættí, en einnig eftír erlendum fýrirmyndum, eftír því
sem honum þótti henta og arðvænlegast reyndist. Sat hann staðinn með prýði og
gerðist þar auðugur. Núverandi sýslumaður er Bjarni Halldórsson. Hann hefir látíð sá
korni þar á tveimur stöðum. Annar akurinn er norður frá bænum í holtamó, líkum
og þegar hefir verið lýst. Jarðvegur þar er mjög blásinn, eins og títt er á slíkum stöð-
um, og stafar það af því að þrálátír vindar rífa flög í hinn þurra og lausajarðveg. Við
það þornar moldin enn meira en hún er í eðli sínu þurr og rykkennd og fýkur hún
síðan burt. Til þess að hindra frekari uppblástur hafði hann látið bera dálítið á akur-
inn, en það er vissulega bráðnauðsynlegt á slíkum stöðum, og meira að segja þarf
áburðurinn að vera bæði mikill og góður ef duga skal. En hér var notuð kúamykja en
henni fylgir mikill arfi og annað illgresi. Auk þess er hún hvorki nógu frjóefnaríkur
né hlýr áburður til þess að gera aurinn eða hina járnblöndnu leiijörð nægilega fijóa.
Kornstangirnar voru allháar í akri þessum en enginn kjarni í öxunum.
Hinn akurinn var heima við bæ í túninu í góðum, fijóefnaríkum jarðvegi og hall-
aði honum til suðurs. Akurblettur þessi var lítill en vel sprottinn. Stangirnar voru í
meðallagi háar og allstór kjarni í öxunum, en þar sem hann harðnaði ekki til fulls var
hann, ásamt hálminum, gefinn skepnum.
Ferdabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar.