Húnavaka - 01.05.1998, Page 144
142
H Ú N A V A K A
verða upphæð til upphitunar í kirkjunni og gaf henni, ásamt allmörgum
öðrum aðilum, veglegan skírnarfont.
Kvenfélagskonur hafa sameinast um pantanir á blóma- og matjurta-
plöntum og einnig pantað vörur úr heildsölu. Gamla fólkið á Héraðs-
hælinu hefur verið heimsótt, oft með góðgjörðum, upplestri og söng.
Jólatréssamkoma hefur verið haldin fyrir börnin um hver jól, nú síðari ár
í félagi við Kvenfélag Sveinsstaðahrepps vegna fækkunar barna í sveitun-
um. Lengri og skemmri ferðir hafa verið farnar til gagns og skemmtunar
svo sem á grasafjall o.fl. Konur hafa boðið eiginmönnum sínum út að
borða og á samkomur. Þá hafa félagskonur komið nokkrum sinnum sam-
an fyrir jól og páska til að búa til skreytingar. Eitt sinn fyrir nokkrum
árum voru bakaðar kleinur í eldhúsi félagsheimilisins, gengið í hús og
selt. Þá hefur verið tekin upp sú venja að kvenfélagskonur hafa á Þor-
láksmessu farið um sveitina klæddar jólasveinabúningi með jólapóstinn.
Er þeim fagnað af öllum og eru þetta oft hinar skemmtilegustu ferðir.
Þá hefur félagið um skeið borið kostnað af uppeldi lítillar indverskrar
stúlku og hyggst gera svo áfram.
Mikil breyting varð er Flóðvangur, hús það er veiðifélagið lét byggja í
Þórdísarlundi, kom til sögunnar. Stóð til á sínum tíma að félagið gerðist
eignaraðili að ofurlitlum hluta þess. Af því varð þó ekki en félagið hefur
jafnan fengi þar inni fyrir starfsemi sína þegar ekki er veiðitími.
í dag eru félagskonur 13, þar af 9 í sveitinni, hinar búsettar á Blöndu-
ósi.
Engum efa er það bundið að kvenfélögin voru, og eru enn, lyftistöng
fyrir byggðarlögin og hafa átt sinn þátt í að auka menningu þeirra. Fyrr
á árum voru ekki bílar á hverjum bæ, eins og nú tíðkast, að maður tali
ekki um myndbönd og sjónvörp. Var því öll tilbreyting kærkomin í
fásinninu.
Margar konur hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu kvenfélaganna
þó nú á síðari árum hafi félögunum hnignað mjög bæði vegna fólksfækk-
unar og annars.
Núverandi stjórn skipa: Harpa Eggertsdóttir formaður, Kristín Mar-
teinsdóttir ritari og Ástríður Erlendsdótdr gjaldkeri.
Konur er gegnt hafa formannsstöðu:
Rannveig Stefánsdótdr Flögu.
Helga Helgadóttir Flögu.
Theódóra Hallgrímsdótdr Hvammi.
Agústína Grímsdótdr Haukagili.
Lilja Halldórsdóttir Haukagili.