Húnavaka - 01.05.1998, Side 149
11 IJ N A.VA K A
147
Pétur Hafsteinn Björnsson,
Skriðulandi
Fœddur 15. mars 1907 - Dáinn 19. janúar 1997
Pétur Hafsteinn Björnsson fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi. For-
eldrar hans voru hjónin, Björn Stefánsson og Sigurbjörg Pétursdóttir.
Systkini Péturs voru: Stefán, sem lést ungur maður, Guðrún, húsfreyja á
Gunnsteinsstöðum, lést 1974, Einar á Móbergi, lést 1992, Anna, nú á elli-
deild sjúkrahússins á Blönduósi og Steingrímur, búsettur á Skriðulandi.
Pétur var þriðji elstur systkinanna.
A bernskuárum Péturs flutti fjölskyldan
milli bæja þar sem foreldrarnir voru í vinnu-
mennsku og börnin fæddust hvert á sínum
stað. Lengstan tíma var fjölskyldan í Kálfárdal.
Ungur að árum fór Pétur að vinna fyrir sér
hjá Hafsteini Péturssyni á Gunnsteinsstöðum
og fór einkar vel á með þeim. Þeir urðu síðar
mágar.
Pétur hóf búskap sinn í Mjóadal og bjó þar
ásamt foreldrum sínum. Síðar kom einnig
Anna, systir hans. Frá Mjóadal fluttu þau aftur
í Langadal, í Hólabæ og síðar Strjúgsstaði,
uns Pétur fór að búa á Móbergi og keypti
hálfa jörðina á móti Einari, bróður sínum.
Þeir bjuggu þar saman, Einar, ásamt konu sinni, Helgu Aradóttur og
börnum þeirra og tengdamóður Einars og Pétur og Anna, ásamt foreldr-
um þeirra þriggja. Ung að árum komu þar líka börn Steingríms, bróður
þeirra, þau Guðlaug, Stefán og Valdimar og ólust upp á heimilinu.
Reyndust Pétur og Anna þeim sem bestu foreldrar. Pétur hvatti börnin til
dáða bæði í vinnu, íþróttum, námi og félagslífi. Þar var sungið með börn-
unum og lesið fyrir þau.
Pétur var áhugasamur og drífandi bóndi en varkár gagnvart nýjung-
um. Dýrin og ræktunin voru honum ekki aðeins vinna, hann lagði sjálfan
sig í verkefnin af áhuga og hafði ánægju af. Skriður og melar breyttust í
tún og trjálundi. Allt fram á níræðisaldur ræktaði hann og gróðursetti
tré og standa skógarreitir á nokkrum stöðum í Langadal sem minnisvarð-
ar um starf hans.
Pétur var gestrisinn og félagslyndur, áhugasamur ungmennafélags-
maður og lengi formaður Vorboðans. I stafni Vorboðans stóð hann fyrir