Húnavaka - 01.05.1998, Page 150
148
H Ú N AV A K A
íþróttum og hvatti ungu kynslóðina og tók sjálfur þátt í fótbolta á bökk-
um Blöndu langt fram eftir aldri. I Vorboðanum fékk hann einnig unga
fólkið með sér til gróðursetningar.
Pétur hafði yndi af ferðalögum og fór í margar ferðir fram á síðustu ár.
Attræður var hann fararstjóri í göngu á Móbergsfjall á degi fjölskyldunn-
ar. Þar var hann kunnugur hverjum bletti og hól enda hafði hann lengi
safnað örnefnum úr umhverfi sínu og sent Ornefnanefnd. Kirkjustarfíð
átti einnig hug Péturs. Hann sat í sóknarnefnd og var formaður um ára-
bil. Afengisvarnarmál voru meðal þess sem hann lagði lið.
Nýbýli á Móbergshelmingi Péturs fékk nafnið Skriðuland. Þar bjó
hann í aldarfjórðung ásamt Onnu, systur sinni, Guðlaugu, bróðurdóttur
sinni og manni hennar, Guðsteini Kristinssyni, ásamt sonum þeirra og
síðustu árin einnig með Steingrími, bróður sínum.
Síðustu árin dvaldi Pétur á ellideild sjúkrahússins á Blönduósi.
Útför Péturs Hafsteins Björnssonar fór fram frá Holtastaðakirkju 25.
janúar.
Sr. Stína Gísladóttir.
Hrafnhildur Auður Ágústsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 5. júlí 1942 - Dáin 21. janúar 1991
Hrafnhildur Auður Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru hjónin, Sigríður Laufey Guðlaugsdóttir og Ágúst Jónsson
bifreiðarstjóri en þau bjuggu lengst af við Langholtsveg í Reykjavík. Hjá
þeim ólst Auður upp ásamt fjölda systkina en alls eignuðust foreldrar
hennar 10 börn. Þar af komust 9 til fullorðinsára. Var Auður áttunda
barn þeirra. Systkini hennar eru: Guðlaugur Gunnar sem býr í
Grímsnesi, Olafur Helgi sem er látinn, Vigdís Sigurbjörg sem dó í
bernsku, Victor Sævar, Vigdís Elín og Skúli sem öll búa í Reykjavík, Unna
Svandís sem býr í Hafnarfirði, Ingi Björgvin og Aldís sem bæði búa í
Reykjavík.
Á unglingsárum fór Auður að vinna fyrir sér en fór einnig á námskeið
í Húsmæðraskóla í Reykjavík. Þegar hún var nálægt tvítugu giftist hún
Hjalta Skaftasyni frá Skagaströnd og stofnuðu þau heimili í Reykjavík.
Þau eignuðust einn son, Guðlaug, sem nú býr í Reykjavík. Áður hafði
Auður ættleitt son Hjalta, Matthías Ingvar, sem býr í Reykjavík og gengið
honum í móðurstað.