Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 152
H Ú N AVA K A
150
Ólafur Þorbjörn, drukknaði ungur 1950, Hulda sem lést 1992, Erla Mar-
grét, búsett í Reykjavík og Reynir, búsettur í Reykjavík.
Átta ára gömul missti Helga föður sinn en sjórinn tók hann eins og
bróðurinn. Eftir það reyndi mikið á dugnað móðurinnar að annast börn-
in sex. Tvö þau yngstu, Helga og Reynir, fóru
mörg sumur í sveit að Enni. Móðirin giftist
síðar Steindóri Nikulássyni sem reyndist börn-
unum vel.
Eftir skólagöngu í Miðbæjarskóla vann
Helga m. a. við verslunarstörf.
Hún gekk að eiga Sigurð H. Þorsteinsson
frá Enni 2. mars 1957.
Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau í
Reykjavík en fluttu síðan til Blönduóss og
bjuggu í Ásgeirshúsi, litlu húsi andspænis
gömlu kirkjunni. Fjölskyldan stækkaði og
börnin urðu sex en litla húsið rúmaði allan
hópinn auk margra gesta sem komu við, borðuðu og gistu. Síðar flutti
fjölskyldan í rúmbetra húsnæði á Holtabraut sem varð heimili þeirra upp
frá því.
Börn Helgu og Sigurðar eru:
Margrét, maður hennar er Hörður G. Ólafsson. Þau eru búsett á Sauð-
árkróki. Helga, maður hennar er Þorsteinn Högnason. Þau búa á
Blönduósi. Þorsteinn, kona hans er Elín Hrund Jónsdóttir. Þau búa í
Reykjavík. Hulda, maður hennar er Þorsteinn Örn Björgvinsson, búsett á
Neskaupstað. Sigursteinn, kona hans er Alda Björg Ármannsdóttir, bú-
sett á Neskaupstað. Birna, maður hennar er Ólafur Páll Jónsson og eru
þau búsett í Reykjavík.
Helga bjó manni sínum og börnum gott heimili. Hún var myndarleg
húsmóðir, sterkiyf persónuleiki með þroskaðar, sjálfstæðar og rökfastar
skoðanir. Allt $ém Helga gerði bar merki um sköpunargáfu, listfengi og
umhyggju. Hún kom miklu í verk og verk hennar voru hvorki hálfunnin
né flausturslega gerð. Það var sama hvort það var handavinna, heimilis-
störf, barnauppeldi, vináttuverk eða störf sem matráðskona á sjúkrahús-
inu. Nákvæmni og trúmennska einkenndi það allt og ljúft viðmót hennar
gerði nærveru og samstarf eftirminnilegt. Þessir eiginleikar Helgu komu
einnig kvenfélaginu til góða. Hún var traust félagskona í Vöku og gjald-
keri um skeið. Útsjónarsemi hennar og dirfska að reyna eitthvað nýtt
kom sér vel og hún hafði ávallt eitthvað gott að leggja til málanna.
Helga var vinföst og raungóð kona. Það var gott að leita til hennar og
hún skapaði sátt og frið í kringum sig. Hún hafði gaman af að gera öðr-