Húnavaka - 01.05.1998, Page 153
H Ú N A V A K A
151
um gott og veita vel. Umhverfi hennar, heimili og garður ber vott um
umhyggju og ræktarsemi. Sérkennilegir og fagrir munir kringum hana
báru þess merki að hún var fagurkeri sem safnaði ýmsu og blómin
spruttu vel, úti og inni.
Síðustu árin báru einkenni sjúkdóms en það sást yfirleitt ekki. Helga
var hörð og beit á jaxlinn, allt til hinstu stundar.
Utför Helgu Astu Olafsdóttur fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4.
mars.
Sr. Stína Gísladóttir.
Ragnheiður Rósajónsdóttir,
Steiná
Fædd 10. nóvember 1908 -Dáin 31. mars 1997
Ragnheiður Rósa Jónsdóttir fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal, dóttir
hjónanna, Jóns Olafssonar (f. 1866, d. 1936) og Unu Sigríðarjónsdóttur
(f. 1872, d. 1967), sem þar voru í húsmennsku. Síðar bjuggu þau á
Skottastöðum, þar sem Ragnheiður ólst upp.
Systkini Ragnheiðar voru Sigurlaug Olöf,
fædd 1914 og lést sama ár og bróðir sem
fæddist andvana árið 1918.
Ung að árum fór Ragnheiður að heiman dl
vinnu og náms. Var hún þá m.a. á Akureyri og
lærði fatasaum. Síðar var hún um tíma á Foss-
um hjá frændfólki sínu.
Þann 16. júlí 1934 giftist Ragnheiður Stef-
áni Sigurðssyni á Steiná, þar sem þau bjuggu
upp frá því. Hjá þeim voru foreldrar þeirra
beggja, meðan þeir lifðu og einnigjakob,
bróðir Stefáns.
Ragnheiður var af kunnugum nefnd Ragna. Þau hjón eignuðust þrjú
börn: Jóna Anna, gift Ólafi Jónssyni. Þau bjuggu áður á Steiná en eru nú
búsett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Oskar á Steiná, Eydís í Svíþjóð, Stef-
án á Blönduósi og Ragnheiður Rósa í Reykjavík.
Sigurbjörg Rannveig, gift Sigurði Pálssyni, búsett í Kópavogi. Börn
þeirra eru: Guðrún Margrét og Una Aldís á Sauðárkróki og Stefán Þórar-
inn í Kópavogi.