Húnavaka - 01.05.1998, Page 154
152
H U N A V A K A
Sigurjón, kvæntur Katrínu Grímsdóttur. Þau búa á Steiná. Synir þeirra
eru Grímur í Reykjavík og Jakob á Hóli í Svartárdal.
Fósturdóttirin, Helga Agnars Jónsdóttir, ólst upp hjá Ragnheiði og
Stefáni frá þriggja ára aldri.
Auk eigin barna voru fjölmörg sumarbörn sem komu ár eftir ár og
urðu sem meðlimir fjölskyldunnar. Öll fengu börnin sérstaka umhyggju
húsmóðurinnar. Hún gerði allt fyrir börnin og naut þess að hafa þau í
kringum sig.
Gestrisni einkenndi heintilið. Kunningjar og ókunnugir á ferð fengu
umhyggju og næringu. Ragnheiður átti mikið að gefa. Ljúflyndi hennar
og hlýja duldist engum sem umgekkst hana. Hún var sívinnandi og ávallt
glöð. Það var auðvelt að vinna með henni og vinnugleði hennar var smit-
andi. Börnin lærðu af henni að þjóna öðrum af fúsleika. Hún laðaði
fram hið besta í fari þeirra sem á vegi hennar voru.
Ragnheiður vann hin venjubundnu heimilisstörf við frumstæðar að-
stæður; saumaði, mjólkaði, rakaði, aðstoðaði við sauðburð og barnsfæð-
ingar. Allt lék í höndum hennar. Létt í spori hljóp hún um brekkurnar til
að smala. Hún hafði einnig gaman af að þeysa um á hestum og uppá-
haldshesturinn hét því táknræna nafni, Glaður.
Ragnheiður tók þátt í félagsstarfi í dalnum. Hún söng í áratugi í
kirkjukór Bergsstaðakirkju og hún var einn af stólpum Kvenfélags Ból-
staðarhlíðarhrepps og heiðursfélagi. Þá ferðaðist hún talsvert bæði inn-
anlands og utan.
Frá haustinu 1993 dvaldi Ragnheiður á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þar
sem hún lést á annan dag páska.
Utför Ragnheiðar Rósu Jónsdóttur fór fram frá Bergsstaðakirkju 5.
apríl.
Sr. Stína Gísladóttir.
Ingibjörg Stefánsdóttir
frá Gili
Fœdd 8. maí 1907 — Dáin 11. apríl 1997
Ingibjörg Stefánsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir, var fædd að Mjóadal á Lax-
árdal í A-Hún. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson, bóndi og bú-
fræðingur í Mjóadal, síðar hreppstjóri á Gili í Svartárdal og Elísabet
Guðmundsdóttir, bónda og hreppstjóra á Æsustöðum og síðar í Mjóa-
dal.
\