Húnavaka - 01.05.1998, Page 155
HUNAVAKA
153
Eina systur átti Ingibjörg, Sigurbjörgu, en maður hennar var Sigfús
Sigurðsson frá Nautabúi í Skagafirði.
Ingibjörg flutti með foreldrum sínum frá Mjóadal að Gili í Svartárdal
árið 1923. Arið 1926 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og nam þar
um eins árs skeið og síðar í Laugaskóla í S-Þing. Þaðan lauk hún prófi
eftir tveggja vetra nám vorið 1931.
Hún lauk prófi við ljósmæðraskólann vorið
1935 og átti ljósmóðurstarfið eftir að verða
ævistarf hennar. Var hún ráðin ljósmóðir í
Bólstaðarhlíðarumdæmi frá 1. október sama
ár.
Næstu árin starfaði hún sem ljósmóðir víða
í héraðinu og gegndi m.a. ljósmóðurstörfum í
Bólstaðar-, Torfalækjar-, Engihlíðar-, As- og
Sveinsstaða- og Svínavatnsumdæmum, auk
starfa við Sjúkrahúsið á Blönduósi og síðar við
Héraðshælið.
Þann 12. júní árið 1932 gekk hún að eiga
Þorstein Jónsson frá Eyvindarstöðum og
bjuggu þau að Gili á móti foreldrum Ingibjargar allt til ársins 1945 er
hún flutti með fjölskyldu sinni til Blönduóss þar sem maður hennar gerð-
ist sýsluskrifari.
Þorsteinn Jónsson var fjölhæfur hæfileikamaður. Hann var lengi org-
anisti \dð Bergsstaða- og Bólstaðarhlíðarkirkju svo og \ið Blönduósskirkju
og söngkennari á Blönduósi. Auk þess fékkst hann nokkuð við lagasmíð.
Hann var einn af frumkvöðlum tónmenntar í Húnaþingi. Hann starfaði
með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem hann stjórnaði um langt skeið.
Eignuðust þau hjón tvö börn en þau eru: Hængur, tannlæknir í
Reykjavík en kona hans er Hanna Lára Köhler frá Göttingen í Þýskalandi
og eiga þau fjögur börn og Elísabet, meinatæknir í Kiel í Þýskalandi en
maður hennar er Klaus Holm, arkitekt og eiga þau tvo syni.
Auk annasamra starfa vann Ingibjörg að félagsmálum í sveit sinni og
síðar á Blönduósi. Hún var félagi í Heimilisiðnaðarfélagi Bólstaðarhlíðar-
hrepps, starfaði í Kvenfélaginu Vöku á Blönduósi og var fyrsti formaður
mæðraorlofsnefndar A-Hún.
Mann sinn missti Ingibjörg árið 1958. Starfaði hún sem ljósmóðir á
Blönduósi næstu árin en hún flutti til Reykjavíkur árið 1968. Við Heilsu-
hæli NLFI í Hveragerði starfaði hún á árunum 1969 -1976 en flutti aftur
til Reykjavíkur og vann þar á saumastofu næstu fimm árin þar til hún lét
af störfum.
Frá árinu 1992 dvaldi hún á Laugaskjóli og síðar á Eir, heimili aldr-
aðra í Reykjavík, þar sem hún lést þann 11. apríl nær níræð að aldri.
L