Húnavaka - 01.05.1998, Page 156
154
H Ú N A V A K A
Með Ingibjörgu Stefánsdóttur er gengin mikilhæf og merk kona. Allir
sem þekktu hana vissu að þar fór mikill persónuleiki sem með persónu-
töfrum sínum, höfðinglegu yfirbragði og framkomu haíði mikil áhrif á
samferðamenn sína. Hún var traust og mikil húsmóðir, höfðingi heim
að sækja, auk þess að gegna erilsömum ljósmóðurstörfum um langt
skeið.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju þann 26. apríl.
Sr. Arni Sigurdsson.
Jón Karlsson,
Blönduósi
Fœddur 18. ágúst 1912 -Dáinn 20. apríl 1997
Jón Karlsson, fyrrum starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi,
var fæddur á Gunnfríðarstöðum á Bakásum. Hann var fjórði af tíu börn-
um hjónanna, Karls Jónssonar bónda á Gunnfríðarstöðum er lengst af
bjó í Holtastaðakoti og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hamri í
Svínavamshreppi. Lifa fjögur systkini hans: Anna og Ingibjörg, búsettar á
Blönduósi, Guðni, búsettur í Þorlákshöfn og Pálmi á Akureyri.
Jón ólst upp í foreldrahúsum og var alls
átta mánuði á fjórum árum í farskóla í Svína-
vatnshreppi, eins og hann segir sjálfur frá.
Hann fluttist með foreldrum sínum frá Gunn-
fríðarstöðum árið 1921 en næstu árin bjuggu
þau m.a. á Mosfelli, frá 1921-1926, á Kirkju-
skarði 1926-1931, á Refstöðum 1931-1934 og
loks að Holtastaðakoti 1934-1946 eins og áður
er að vikið. Arin 1946 -1960 var Jón heimilis-
fastur á Holtastöðum.
Þann 15. ágúst 1935 greindistjón með löm-
unarveiki er varð örlagavaldur í lífi hans og
starfi upp frá því. Þrem árum síðar fékk hann
berkla í vinstra lungað og dvaldi þá á Vífilsstöðum um nokkurra mán-
aða skeið. Tíu árum síðar tóku berklarnir sig upp í hægra lunga og fór
hann þá aftur á Vífilsstaðaspítala þar sem hann dvaldi í tæpt ár.
Jón vann almenn sveitastörf meðan heilsa og geta hans leyfðu og fór
einnig á vertíð í Grindavík á árunum 1933 -1935. Á unglingsárum sínum
vann hann á Sláturhúsi Sölufélags A-Hún. á Blönduósi og eftir að hann
veiktist, ýmis störf er voru honum meðfærileg.