Húnavaka - 01.05.1998, Síða 160
158
HÚNAVAKA
Rækjuvinnslunni vann hún allt frá stofnun hennar árið 1972 þar til hún
varð að hætta að vinna vegna heilsubrests. Tæpu ári áður en hún lést
kom í ljós að Sigurbjörg var alvarlega veik og átti hún eftir það í baráttu
við þann sjúkdóm.
Sigurbjörg var næm á það sem gott er og fagurt og fólki leið vel í návist
hennar. Hún var létt í lund og hress í hópi þeirra sem hún þekkti og átti
auðvelt með að koma fólki í gott skap. Vinnufélagar hennar og vinir
muna fallegu brosin, glettnina, hláturinn, skemmtilegar samræður og
frásagnir um allt milli himins og jarðar. Um leið var hún allt frá
barnæsku ákveðin og stóð mjög fast á sinni skoðun. Þar sem erfiðleikar
steðjuðu að eða sorgin knúði dyra miðlaði hún óspart hljóðlátri
samkennd, hlýhug og stuðningi. Hún bar umhyggju fyrir þeim sem
minna máttu sín og sýndi hana í verki.
Sigurbjörg las alla ævi mikið af bókum. Hún var einnig mikil
hannyrðakona og ber allt sem hún gerði vott um natni og finlegt
handbragð. Heimili þeirra Sigmars var fullt af gróskumiklum blómum
enda hlúði hún jafnvel að þeim og öðru.
Útför hennar var gerð frá Hólaneskirkju 19. september.
Sr. Egill Hallgrímsson.
Lilja Halldórsdóttir Steinsen
frá Haukagili
Fœdd 15. janúar 1923 - Dáin 29. september 1997
Lilja Halldórsdóttir Steinsen fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru
hjónin, Þorfmnur Júlíusson og Hólmfríður Jónsdótdr. Tveggja ára göm-
ul var hún gefin Halldóri Steinsen lækni og alþingismanni og konu hans,
Guðrúnu Katrínu Jónsdóttur og bjó eftir það fyrst í Ólafsvík og frá 11
ára aldri í Reykjavík. Halldór og Guðrún Katrín áttu einn son, Vilhelm,
sem var 20 árum eldri en Lilja. Hann er látinn.
Tveimur árum eftir að þau hjón tóku Lilju sem kjörbarn, lést Guðrún
Katrín. Systir Halldórs, Katrín, kom þá og annaðist heimilið næstu tvö
ár en síðan kvæntist Halldór kornungri konu, Lilju Einarsdóttur. Eignuð-
ust þau einn son, Halldór Steinsen sem nú er læknir í Reykjavík.
Þorfinnur, faðir Lilju, átti áður tvær dætur: Úlfhildi og Sólveigu. Þær
eru báðar látnar. Hólmfríður, móðir Lilju, átti áður soninn Hilmar
Grímsson. Saman eignuðust þau hjónin níu börn á árunum 1919-1929.
Þau voru: Hjalti, Hulda, sem er láún, Hólmfríður, sem er látin, Lilja, sem