Húnavaka - 01.05.1998, Page 161
H U N A V A K A
159
var gefin, tvíburarnir Sólveig og Júlíana, en Sólveig er látin, önnur stúlka
með Lilju nafni, Aslaug og Jóna OlaíTa.
Fjárhagur fjölskyldunnar var bágur, vinna stopul og húsnæðið lítið svo
það var neyðarúrræði að gefa eina dótturina sem þá var yngst.
Lilja tók gagnfræðapróf í Reykjavík og lærði hárgreiðslu í Iðnskólan-
um og vann við hana um tíma. Sumarið 1947
réðst hún sem ráðskona norður í Haukagil í
Vatnsdal og var þá með nokkurra mánaða
gamlan son sinn, Sævar Orn Stefánsson, sem
nú býr í Reykjavík, með sér. Ari síðar giftist
hún bóndanum á Haukagili, Konráð Má Egg-
ertssyni. Urðu þau samhent hjón, sem bjuggu
snyrtilegu myndarbúi. Þau eignuðust fimm
börn sem eru nú öll farin úr sýslunni. Þau
eru: Eggert Konráð er búsettur í Kópavogi.
Kona hans er Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir.
Guðrún Katrín býr á Dalvík. Maður hennar er
Guðmundur Ingi Jónatansson. Agústína Sig-
ríður býr á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Mað-
ur hennar er Halldór Sigurðsson. Inga Dóra býr á Akureyri. Maður
hennar er Aðalsteinn Guðmundsson. Hólmfríður Margrét (Gréta) býr á
Alftanesi. Maður hennar er Andrés Bjarnason.
Lilja var glaðvær, jafnlynd og hógvær kona sem lagði sig fram um að
hlúa að börnum sínum, fjölskyldu og öllum sem voru nálægt henni. All-
ir sem kynntust henni mættu hjálpsemi og hlýju viðmóti. Hún var auð-
veld í umgengni en samt ákveðin, hafði ákveðnar skoðanir án þess að
vera afskiptasöm, var ræðin og glettin. Lilja var mikil prjónakona, hafði
yndi af ferðalögum og lagði kvenfélaginu í Vatnsdalnum lið. Börnum
sem voru í sveit á Haukagili leið þar vel og þau leituðu aftur heim til
Lilju.
Arið 1976 flutti fjölskyldan á Blönduós. Þar vann Lilja í sláturhúsi og á
hótelinu en lengst þó á sjúkrahúsinu.
Konráð og Lilja fluttu í íbúð fjTÍr aldraða á Flúðabakka árið 1991. Þar
áttu þau saman fjögur ár í góðum félagsskap íbúanna eða þar til Konráð
lést sumarið 1995. Eftir það átti Lilja enn tvö góð ár í vinahópnum á
Flúðabakka en vorið 1997 greindist hún með krabbamein sem varð
hennar banamein.
Utför Lilju Halldórsdóttur Steinsen var gerð frá Blönduósskirkju laug-
ardaginn 4. október.
Sr. Stína Gísladóttir.