Húnavaka - 01.05.1998, Page 165
H Ú N A V A K A
163
Sambýliskona Gests á Guðrúnarstöðum árin 1967-1973 var Hrafnhild-
ur Pedersen og eignaðist hann dæturnar, Guðrúnu og Hafrúnu Ebbu
með henni þar.
Gestur var mikill bókamaður, safnaði þeim og átd í þúsundatali. Marg-
ar voru gamlar og sumar fágætar. Hann dvaldi oft á sumrin hjá föður sín-
um á Hveravöllum á Kili. Þar var Eysteinn vörður Sauðfjárveikivarna í
nokkur sumur. Kunni Gestur vel við sig þar í fjallakyrrðinni milli svip-
mikilla jökla því að hann var mikill náttúrunnandi.
Utför Gests fór fram í kyrrþey og hann var jarðsettur í Hjallakirkju-
garði í Olfusi.
Stefán A. Jónsson.
Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir
frá Engihlíð
Fcedd 11. júní 1902 - Dáin 22. nóvember 1997
Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Engihlíð og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum, Guðmundi Einarssyni, er lést 1936 og Ingibjörgu Stef-
ánsdóttur er andaðist 1950. Elísabet átti þrjú eldri systkini: Vilborg var
elst. Hún giftist Arna Guðmundssyni og varð
húsfreyja á Miðgili. Hún lést 1968. Sigurður
var kennari og bjó lengst af í Engihlíð og lést
1943. Jakobína bjó alla ævi sína með Elísabetu
og dó 1980.
Vilborg var 17 árum eldri en Elísabet og því
hálfgerð aukamamma og þar sem hún flutti
aðeins bæjarleið, þegar hún stofnaði fjöl-
skyldu, urðu dætur hennar mjög nánar
systkinunum í Engihlíð. Dætur Vilborgar eru
Guðrún, sem dvelur nú á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík, Ingibjörg, búsett á Selfossi,
Elísabet, búsett á Akureyri og Anna, búsett á
Blönduósi.
I Engihlíð ólst einnig upp drengur að nafni Astvaldur Kristófersson
sem er nú aldraður maður á Seyðisfirði.
Elísabet gekk að jafnaði undir nafninu Beta. Hún fór til náms í
Kvennaskólann á Blönduósi og lærði síðan saumaskap í Reykjavík. Ann-
ars var hún bóndi heima í Engihlíð. Eftir fráfall foreldranna voru þær
systur, Beta og Bína (Jakobína), stundum með ráðsmann og yfirleitt voru