Húnavaka - 01.05.1998, Side 166
164
H Ú N AVA K A
þar sumarbörn. Búskapurinn var fjölbreyttur upp á gamla móðinn: Kýr
og kindur, hestar, hænsni og endur, kartöflurækt og rabarbari.
Beta var vel lesin og fróðleiksfús eins og foreldrar hennar og systkini.
Hún var músíkölsk og söngelsk og spilaði bæði á orgel og harmoniku.
Hún var hagmælt og setti saman margar vísur. En kannski var Beta fyrst
og fremst hannyrðakona. Hún var vandvirk og afkastamikil við fatasaum
og alls konar hannyrðir, eins og Bína sysdr hennar. Handavinna þeirra
þótti fjársjóður.
Beta í Engihlíð var sérstæð kona sem setti sterkan lit á tilveruna. Hún
var barnsleg og hreinskilin og þorði að vera hún sjálf, óháð skoðunum
annarra. Börnum þótti vænt um hana því hún var vinur þeirra. Hún var
trygglynd, vingóð og skoðanaföst. Ekkert ljótt þreifst í návist hennar.
Gleði, nægjusemi og þakklæti einkenndu líf hennar.
Árið 1964 fluttu Beta og Bína í húsið Lindarbrekku á Blönduósi, þar
sem þær bjuggu saman meðan Bína lifði og Beta síðan ein meðan hún
gat. Síðasta áratuginn dvaldi hún á sjúkrahúsinu á Blönduósi, á sjúkra-
deild og ellideild. Sjónin var orðin léleg en heyrnin var góð og minnið
ótrúlegt.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju föstudaginn 28. nóvember.
Sr. Stína Gísladóttir.
Eyrún Gísladóttir,
Blönduósi
Fædd 17. janúar 1931 - Dáin 2. desember 1997
Eyrún Gísladóttir, prestsfrú og hjúkrunarkona á Blönduósi, var fædd í
Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Gísli Vilhjálmsson útgerðar-
maður á Akranesi og Hildur Jóhannesdótdr frá Neskaupstað. Tveggja
ára að aldri flutdst hún með foreldrum sínum að Litla-Bakka á Akranesi.
Arið 1940, er hún var níu ára gömul, missti hún móður sína en eftir það
ólst hún upp hjá móðurömmu sinni, Ingveldi Arnadóttur á Litla-Bakka.
Þann 30. mars 1952 giftist Eyrún, Arna Sigurðssyni síðar sóknarpresd
á Blönduósi. Haustið 1953 er eiginmaður hennar vígðist aðstoðarprestur
að Hvanneyri í Borgarfirði fluttust þau þangað. Síðan tók hann við
prestsstarfi á Hofsósi og bjuggu þau þar á árunum 1955 - 1962, á Nes-
kaupstað 1962 -1967. Eitt ár bjuggu þau á Akureyri er sr. Arni var kenn-
ari við Menntaskólann. Þau fluttust til Blönduóss 1968 þegar Arni tók
við starfi sóknarprests og bjuggu þar síðan.
Eyrún varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi vorið