Húnavaka - 01.05.1998, Page 171
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1997.
Janúar.
Janúarmánuður hófst með góð-
viðri og var frostlaust þrjá fyrstu
dagana. Síðan var frostlaust dag-
ana 20., 28. og 29. Hlýjast varð
þann 29., + 8,3 stig en kaldast aftur
á móti 18. dag mánaðarins, 13
stiga frost og 12,9 stiga frost 19.
janúar. Hægviðri var fram um 21.
en eftir það nokkuð vindasamt,
mest skráð átta vindstig af SA 23.
janúar. Suðlægar áttir voru að
meiri hluta og skýjað. Snjólag var
gefið allan mánuðinn en aldrei
mikið svo jafnan var greiðfært en
nokkur svellalög á vegum. Ur-
komu varð vart í 21 dag en 13
mælanlegir, alls 28,7 mm, 7,3 mm
regn og 21,4 mm snjór.
Mánuðurinn var í heild mildur.
Hagar nægir íyrir hross, en nokk-
uð erfitt sjóveður síðari hlutann.
Febrúar.
Fyrsti dagur febrúar var hlýr,
sem lokadagur janúar eða átta
stiga hiti. Kaldast varð aftur á móti
þann 3., 14,9 stiga frost og svo 26.,
14,5 stiga frost. Vetrartíð var allan
mánuðinn og nokkuð umhleyp-
ingasamt. Snjór var lítill í fýrstu en
mikill í mánaðarlokin. Samgöngu-
truflanir voru þá vegna veðurs og
snjóa. Hvassast varð af NA þann
10., sjö vindstig en léttskýjað og
logn 25. Urkoma var öll snjór og
féll á 17 dögum en af þeim voru
þrír dagar ekki mælanlegir. Alls
varð úrkoman 44,5 mm.
Vetrarríki var í mánaðarlokin og
stórhríð síðasta daginn.
Mars.
Samfelld vetrartíð var í mars-
mánuði, mikill snjór og tíðarfar
umhleypingasamt. Þó voru aldrei
veruleg hvassviðri. Hlýjast varð 6,6
stiga hiti þann 4. en 2. mars fór
frostið niður í 15 stig. Frostið varð
16 stig þann 14. og 16,1 stig 15.
Attin var norðanstæð í byrjun
mánaðarins en síðan að meiri
hluta suð- eða suðvestlæg. Hæg-
viðri var um miðjan mánuðinn en
hvassast sex vindstig af suðri þann
9., af suðvestri 10. og af norðaustri
18. Urkoma varð alls 56,6 mm,
38,6 mm snjór og 18 mm regn. Ur-
koma var skráð í 20 daga en 19
mælanlegir. Samgöngur urðu fýrir
töfum en tepptust aldrei í hérað-
inu sjálfu.