Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 172
170
H Ú N A V A K A
í mánaðarlokin var landið klætt
í samfelldan fannahjúp nema þar
sem næst sjó lá að flekkótt mátti
teljast.
Apríl.
Aprílmánuður var hagstæður.
Urkomulítið, hægviðrasamt og 17
dagar frostlausir. Urkoma var
skráð í 18 daga en aðeins sjö mæl-
anlegir. Regn nam 23 mm. Sex
daga var snjór úr lofú en ekki mæl-
anlegur. Hæstur hiti varð 10,5 stig
dagana 27. og 28. Frost varð mest
12,2 sdg þann fimmta. Aldrei var
logn heilan dag en mestur vindur
aðeins Q°gur vindstig af suðri
þann 17. Léttskýjað var fyrstu
fimm daga mánaðarins og síðan
frá 20. til 23. Annars var skýjað og
áttir oftast suðlægar. Snjólag var
gefið út mánuðinn og jörð flekkótt
og fjöll einnig nema fyrstu vikuna
að þau mátti telja hvít. Aðeins vott-
aði fyrir gróðurnál í mánaðarlokin
og jörðin virtist klakalítil.
Maí.
Maímánuður var hægviðrasam-
ur en kaldur og þurr lengst af.
Norðanstæðar áttir voru til 27. og
lágmarkshiti í mínus í alls 11 daga.
Mest frost varð 7. maí, 4,9 stig og
frost allan daginn þann 6. Hlýna
tók upp úr 20. og síðasta dag mán-
aðarins var 17 stiga hiti.
Hvassast var 31. maí, fimm til
sex vindstig af suðri og suðvestri.
Urkomu varð vart í 17 daga en að-
eins sjö mælanlegir. Snjór var úr
lofti átta daga en ekki mælanlegur.
Sýndi þetta ótvíræðan loftkulda.
Alls varð úrkoman 16,4 mm regn. í
mánaðarlokin máttu tún kallast
græn, úthagi grár yfir að líta og
brum á trjágróððri að opnast.
Kartöflur voru settar niður í mán-
aðarlokin og örfáar lóðir sáust
slegnar við hús á Blönduósi. Tíðar-
far mánaðarins var hagstætt til
allra verka.
Júní.
Júnímánuður var bæði þurr og
kaldur. Engin úrkoma var fyrstu sjö
dagana en heildarúrkoman 32,6
mm, 19,2 mm regn en 13,4 mm
snjór. Urkomudagar urðu 11 en
aðeins 9 mælanlegir. Hæsta hita-
stig var 18 stig þann 3. en lægst,
einnar gráðu frost, þann 13. Frost
mældist einnig 7. og 8. Snjólag var
gefið 8. og 15. en hvarf samdæg-
urs. Norðlægar áttir voru mjög
ríkjandi en yfirleitt hægar, mest 5
vindstig gefin þann 3. Gróðri mið-
aði lítið og ekki hægt að telja við-
unandi bithaga fyrr en í
mánaðarlokin. Kal var ekki áber-
andi um héraðið nema á nokkrum
jörðum og gras á túnum leit út fyr-
ir að verða sæmilegt. Fjallvegir
voru opnaðir síðast í mánuðinum.
Júlí.
Júlímánuður einkenndist af
miklu skýjafari, þokusæld og vætu.
Loftvog stóð þó nokkuð hátt og
jafntyfir 1000 mb, hæst 1021,1 mb
þann 17. Urkoma var skráð í 24
daga, alls 41,5 mm. Hægviðrasamt
var og mesti vindur mánaðarins
aðeins 4 vindsdg. Attin var að jafn-
aði norðanstæð nema þrjá fyrstu