Húnavaka - 01.05.1998, Side 174
172
H Ú N AVA K A
ur af SSA þann 25. og loks sjö vind-
sdg af NNV síðdegis þann 29. með
snjókomu. Urðu fjöll þá alhvít.
Skýjaö var yfirleitt nema frá 12. til
18. að loftlétt var. Norðanstæðar
áttir voru til 5., þá S - SV til 9. og
síðan norðanstæðar áttir til 17. en
suðlægar áttir til síðari hluta dags
þann 29.
Misjafnlega gekk í fjárleitum
vegna veðurs og frostskemmdir
komu fram í kartöflum.
Október.
Október reyndist óvenju úr-
komusamur, alls 95,3 mm og féll á
23 dögum, aðeins 0,7 mm snjór.
Snjólag var gefið 1. og 12. eða að-
eins tvo daga í mánuðinum. Fjöll
voru skráð flekkótt allan mánuð-
inn en snjólína há. Loft var yfirleitt
skýjað, átt suðlæg fyrstu þrjá dag-
ana og síðan norðlæg frá 4. til 10.
Eftir það breytileg út mánuðinn.
Vindur varð mestur af NA þann 8.,
sex vindstig. Hiti var 11 stig 2. og
3. en mestur 12,2 stig þann 29.
Frost var skráð í alls sjö daga mest
6,3 stig þann 11. Bleytur töfðu
haustverk og vegagerð á röku
landi og áburðardreifing á tún
varð illframkvæmanleg. Frost var
ekkert í jörðu í mánaðarlokin.
Lömb reyndust fremur góð til frá-
lags og fullorðið fé vænt. Lömb
voru víða tekin á hús fyrir mánað-
arlokin.
Nóvember.
Nóvember var hægviðrasamur
og mildur. Mátti heita hlýtt fyrstu
þrjár vikurnar. Hámarkshid mán-
aðarins varð 7,1 stig þann 23. en
tveir síðustu dagarnir kaldastir og
lágmarkshiti 7,5 stiga frost þann
30. Frostlaust var til þess 5. en síð-
an skráð frost í 13 daga. Logn var
3., 12., 21. og 25. og alveg heiðskírt
þann 29. Snjólag var gefið dagana
10., 15., 16. og 17. og fjöllin sjaldn-
ast hvít. Urkomu varð vart í 16
daga en 13 mælanlegir, 8,5 mm
regn og 13,6 mm snjór eða slydda,
alls 22,1 mm. Loft var yfirleitt skýj-
að fyrstu þrjár vikurnar en léttskýj-
að úr því. Vindur var yfirleitt
hægur, mest gefin fimm vindstig
10. og 11. af NA. Veðurlag var
mjög hagstætt til allra verka, jörð
frostlítil en lítils háttar hálka á veg-
um vegna hélu. Sauðfé lá víða úti.
Desember.
Desember var óvenju mildur og
hagstæður. Urkoma féll á 17 dög-
um en aðeins 14 mælanlegir, alls
37,2 mm, þar af 18,9 mm þann 14.
og voru 34,4 mm í formi regns en
2,8 mm snjór. Snjólag var gefið 6.
til 11. og síðan 13., 28. og 29. en
mjög lítið. Fjöll voru flekkótt nema
dagana 14. dl 16. og síðan 22., 25.,
26. og 30. eða í 7 daga. Loft var að
mestu skýjað nema í lok mánaðar-
ins að heiðríkt var. Attir voru oftast
suðlægar, nema dagana 24. til 28.
að þær voru norðlægar. Hægviðra-
samt var dl 15. en þá voru átta
vindstig af SA en sjö vindsdg af NA
þann 24. og 6 vindstig af SA þann
30. Logn var frá hádegi þess 31.
Samgöngur á sjó og landi voru
auðveldar, jörð mjög klakalítil og
áramótaveður svo sem best verður