Húnavaka - 01.05.1998, Side 191
H U N A V A K A
189
Notkun safnsins hefir aukist og
menn koma að til þess að afla sér
heimilda. Sagt hefir verið, að bók-
vitið verði ekki í askana látið, en
nú er að því komið að segja mætti
að það verði gert. Fyrirtækið Is-
lensk erfðagreining hf., sem orðið
er stórfyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða, byggir tilveru sína á skráðri
og óskráðri þekkingu Islendinga á
ættfræðinni. En skjalasafnið varð-
veitir einmitt heimildirnar, efnið
fyrir söguna, handrit, skjöl, skrár
og prentaðar heimildir, auk mynd-
anna af mönnum, atburðum og
mannvirkjum, sem verður gull-
náma fyrir sagnfræðinga og
grúskara framtíðarinnar.
Safnið á marga góða stuðnings-
menn bæði heima í héraði og út
um allt land, sem koma eða senda
gögn til varðveislu. Of langt mál er
að tilgreina það allt, en skrá yfír
gefendur fylgir hér á efdr. Það sem
upp úr gnæfír á árinu er afhend-
ing Þóru Sigurgeirsdóttur, ekkju
Snorra Arnfínnssonar, á tveimur
málverkum eftir Kjarval, annað af
Snorra og hitt landslagsmálverk
frá Vestfjörðum. Þóra gaf þessar
myndir 1983 til afhendingar síðar
og er þeim ætlað að fara á Lista-
safn sýslunnar þegar þar að kemur.
Þá hefir Dómhildur Jónsdóttir enn
bætt við skjölum og bókum úr búi
þeirra séra Péturs. Sem dæmi um
gjafir frá burtfluttum Húnvetning-
um má nefna loftmynd af Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal þar sem örnefni
hafa verið merkt inn.
Þegar ljósprentun af Föðurtún-
um var gefín út var ekki prentuð
bókarkápa með mannamyndunum
úr bókinni eins og gert var þegar
upphaflega útgáfan var sett á
markað. Var þetta af sparnaðar-
ástæðum. En tækninni fleygir fram
og það sem þá var dýrt er nú fram-
kvæmanlegt án mikils kostnaðar.
Safnið lét því prenta nýja kápu og
fylgir hún þegar bókin er keypt nú
og einnig er hægt að fá þessa kápu
keypta sérstaklega.
Tæplega hundrað gestir skráðu
sig í gestabók safnsins á árinu. Auk
þess eru fjölmargir sem leita sím-
leiðis eftir upplýsingum eða fá fýr-
irgreiðslu á safninu. Að lokum
minni ég enn á þau sannindi að
myndir, skjöl eða bækur, sem
menn þurfa að losa sig við eru bet-
ur komin hjá safninu heldur en í
gröfum upp af Draugagili.
Jón Isberg.
Skrá yfir gefendur og þá sem afhent hafa
safninu myndir, skjöl og muni.
Sr. Arni Sigurðsson Blönduósi.
Björn Björnsson Ytra-Hóli.
Dómhildur Jónsdóttir Blönduósi.
Grímur Gíslason Blönduósi.
Guðlaugur Guðmundsson frá
Sunnuhlíð, Reykjavík.
Guðrún Sæmundsen Reykjavík.
Hallgrímur Guðjónsson frá
Hvammi, Reykjavík
Hannes Guðmundsson frá Auðkúlu.
Hannes Þorsteinsson frá
Eyjólfsstöðum, Reykjavík.
Haukur Eggertsson
frá Haukagili, Reykjavík.
Heiðar Kristjánsson Hæli.
Jóhann Guðmundsson Holti.
Jóhanna Thorlacíus Reykjavík.
Jón Arason Blönduósi.
Jón Arnijónsson Sölvabakka.