Húnavaka - 01.05.1998, Page 196
194
H U N A V A K A
ardóttir fulltrúi lét af störfum og
var Kristinn Halldórsson ráðinn í
hennar stað. A árinu varjafnframt
sagt upp öllum hreppstjórum inn-
an umdæmisins nema hreppstjór-
unum á Hvammstanga og
Skagaströnd. Stafaði það af
minnkandi fjárveitingu en jafn-
framt hefur verkefnum þeirra
fækkað mjög hin síðari ár.
Afram var unnið að sameiningu
almannavarna á svæðinu og hinn
1. janúar 1998 tók til starfa ein al-
mannavarnanefnd fyrir Húna-
vatnssýslur. Hana skipa Guðmund-
ur Guðmundsson sveitarstjóri
Hvammstanga formaður, Kjartan
Þorkelsson sýslumaður varafor-
maður, Skúli Þórðarson bæjar-
stjóri, Magnús B. Jónsson sveitar-
stjóri, Bragi Arnason slökkviliðs-
stjóri, Haukur Arnason bygginga-
tæknifræðingur, Kristján Guð-
mundsson læknir og Guðmundur
Ingþórsson frá björgunarsveitun-
um. Þetta fyrirkomulag hefur þeg-
ar hlotið samþykki dómsmála-
ráðherra og er nú unnið að nýju
skipulagi í samráði við Almanna-
varnir ríkisins.
Á síðari árum hefur ákæruvald-
ið verið að færast meira til lög-
reglustjóranna og í flestum málum
gefur embættið nú út ákærur og
sækir fyrir dómstólum. Er þessi
starfsemi vaxandi þáttur hjá emb-
ættinu. Tölvuvæðing hjá lögreglu
hefur aukist ört og 1. janúar 1998
var samræmt sektarkerfi tekið í
notkun í tengslum við punktakerfi
sem kynnt hefur verið á síðustu
mánuðum.
Hér á efdr verður gerð grein fyr-
ir málafjölda á nokkrum sviðum.
Sifjamál (skilnaðir, sambúðarslit,
umgengnismál o.fl.) ............ 40
Dánarbú......................... 27
Nauðungarsölubeiðnir
á fasteignum.................... 69
þar af sölur .................... 4
Nauðungarsölubeiðnir á lausafé 33
Aðfararbeiðnir................. 248
Þinglýsingar................. 1.277
Leyfisveitingar................ 562
Kjartan Þorkelsson.
FRÁ LÖGREGLUNNI.
Ársins 1997 verður líklega, með-
al annars, minnst fyrir gott veður-
far en það er eitt af því sem allir
verða varir við. En fleira var gott
við þetta ár, til dæmis það að um-
ferðaróhöppum og slysum innan
umdæmisins fækkaði verulega frá
árinu 1996. Slíkt er alltaf ánægju-
efni enda fátt ömurlegra fyrir við-
komandi en ferð eða frí sem endar
með slysi eða öðrum óþægindum.
Mörg umferðaróhappanna urðu
við eða á einbreiðum brúm á þjóð-
veginum þrátt fyrir að markvisst
hafi verið unnið að því að bæta
merkingar við slíkar brýr að und-
anförnu. Gerð hefur verið lang-
tímaáætlun um það að breikka
brýr á þeim vegum þar sem um-
ferð fer yfir viss mörk og er mikil-
vægt að þar verði ekki slakað á og
þeirri aðgerð flýtt sem mögulegt
er. Umferðaróhöpp eru mjög fá
innan þéttbýlisstaðanna og slys