Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 199
H Ú N A V A K A
197
Sú breyting varð á verslunum fé-
lagsins á Blönduósi að hluti hús-
næðis dagvörudeildar, þar sem
bækur og gjafavara hefur verið, en
þar áður lager, var leigður út til
óskyldra aðila, annars vegar Sport-
myndar og hins vegar Bæjarblóms-
ins. Með þessu er nýtingu
aðalverslunarhúss breytt, og er
vonast til að þessi aukna starfsemi í
húsinu skili sér í bættri þjónustu
við viðskiptavini.
Félagið stóð í mikilli fjárfest-
ingu miðað við undanfarin ár. I
Vilko var keypt ný pökkunarlína,
sem gefur aukna hagkvæmni og
fleiri framleiðslumöguleika. I dag-
vörudeild voru sett upp ný kæli-
borð fyrir ávexti, grænmeti, osta
og kjöt. Kassakerfi var endurnýjað
og ýmsar lagfæringar gerðar á
skipulagi sérvöru. Heildar fjárfest-
ing félagsins var 18,7 milljónir
króna. Laun og launatengd gjöld
námu á árinu 71,7 milljónum.
Ekki er gert ráð fyrir neinni fjár-
festingu á þessu ári. Ætlunin er að
nota árið til þess að bæta ytra útlit
fasteigna svo sem kostur er, fyrst og
fremst aðalverslunarhúss á Blöndu-
ósi og á gamla verslunarhúsinu á
Skagaströnd.
Rekstur félagsins er í góðu jafn-
vægi og gera áætlanir ráð fyrir svip-
aðri afkomu, sem ræðst þó að
verulegu leyti af því hvernig íbúa-
þróun verður í héraðinu á næstu
árum.
Guðsteinn Einarsson.
f^jl
I I SÖLUFÉLAG
| m V | AUSTUR
HÚNVETNIN GA.
Sauðfjárslátrun hófst 29. júlí og
síðasta slátrun á árinu 1997 var 9.
desember. Slátrað var samfellt frá
16. september til og með 17. októ-
ber eða í 24 daga. Sláturfé varð alls
28.438 sem er ljölgun um 287
kindur frá fyrra ári, eða 1 %. Dilk-
arvoru 26.943 að tölu, geldfé 121,
ær 1.351 og hrútar 23. Innvegið
kindakjöt varð 435.887 kg. Þar af
tóku framleiðendur til eigin nota
19.811 kg og 40.531 kg voru út-
flutningsskyld. Meðalþyngd dilka
var 14,92 kg sem er lítið breytt frá
fyrra ári. Eins og verið hefur und-
anfarin ár þá gekk slátrun mjög
vel, og þrátt fyrir mjög breyttar að-
stæður við slátrun með nýrri slátr-
unar- og fláningslínu skilaði
starfsfólkið sérstaklega vandaðri og
góðri vinnu við meðferð kjötsins.
Dilkakjöt flokkaðist ágætlega, og
í eftirfarandi hlutföllum.
Dlúrval................ 1,26%
DIA................. 87,18%
DI B................ 5,74 %
DI C................ 2,41 %
DII................. 2,80 %
DIII................ 0,61 %
DIV................. 0,00 %
Slátrað var flestu sauðfé frá Mið-
húsum, alls 875 kindum, þyngsta