Húnavaka - 01.05.1998, Page 200
198
HÚNAVAKA
Eftir vúklar endurbætur á sláturhúsinu var þad opnað almenningi til sýnis.
Ljósm.:Jón Sig.
dilkinn átti Guðmundur R. Hall-
dórsson í Finnstungu, og meðal-
þungi dilka varð hæstur á Auðkúlu
II, 19,82 kg. Sala sauðfjárafurða
gekk með ágætum hjá SAH.
A árinu var slátrað 1.058 hross-
um, eða 40 færri en árið 1996 sem
er fækkum um 3,64 %. Folöld
voru 867 að tölu, tryppi 28 og full-
orðin hross 163. Meðalþungi fol-
alda var 73,78 kg sem er lítils
háttar lækkun meðalþyngdar frá
fyrra ári. Mjög góð sala hefur ver-
ið í folaldakjöti og heildsöluverð
hærra en liðin ár. Japansmarkaður
má heita lokaður og engum hross-
um verið slátrað á þann markað í
ár. Af öðrum erlendum mörkuð-
um er það að segja, að til Italíu
hefur á liðnum misserum verið
flutt dálítið af kjöti. Hrossunum er
slátrað á Hvammstanga og hafa
bændur í Austur Húnavatnssýslu
farið með hross þangað til slátrun-
ar.
Nautgripaslátrun var jöfn og
þétt allt árið, og gekk sala allvel. Þó
varð að úrbeina nokkurt magn til
að jafna sveiflur í sölunni. Slátrað
var 1.073 nautgripum sem er 28
gripum færra en árið 1996 eða
2,54 %. Ungneyti urðu 632, alikálf-
ar 4, ungkálfar 108 og kýr 329.
Meðalþungi ungneyta var 203,79
kg og hafði hækkað mikið á milli
ára eða um 11,31 kg.
Slátrun svína dróst saman um
232 gripi eða 17,53 % á milli ár-
anna 1996 og 1997. Slátraðir grísir
voru 1.067, gyltur 11 og geltir 13.
Alls var því slátrað 1.091 svíni.
Meðalþungi grísa varð 64,51 kg á
árinu, hækkaði á milli ára um 6,11
kg. Sala svínakjötsins gekk bæri-