Húnavaka - 01.05.1998, Page 206
204
H Ú N AV A K A
Kýrnar á Hnjúki í Vatnsdal láta ekki
liaustsvip náttúrunnar slá sig út af
laginu. Ljósm.: Jón Sig.
eftir vetrarfóðraða á. Sauðfjársæð-
ingar voru í desember og sæddar
184 ær. Mikil aukning var á notk-
un ómsjár til að mæla þykkt fitu og
vöðva á baki sauðfjárins, einnig
hefur notkun ómsjár aukist mikið
við fangskoðun á hryssum.
Jón Sig.
GRUNN SKÓLINN Á BLÖNDUÓSI.
Skólastarf hófst 6. janúar í góðu
veðri en vetur þessi var með ein-
dæmum snjóléttur og veðralítill.
Hefðbundið skólastarf var stundað
af fullum krafti þar til í byrjun
febrúar en þá var haldin Nem-
endavika, þar sem nemendur
völdu sér viðfangsefni utan hefð-
bundins starfsramma; svo sem
förðun og tísku, hestamennsku,
kvikmyndir, dans, keramiklist og
fleira.
Grímuball var haldið 11. febrú-
ar og tókst vel að vanda. Arshátíð
var haldin í síðustu viku fyrir páska
og þar var sýnt leikrit Davíðs Þórs
Jónssonar; Þú ert í blóma lífsins,
fíflið þitt. Arleg söngvakeppni,
Blönduvision, var haldin þar sem
Anna Dögg Emilsdóttir bar sigur
úr býtum.
Sumarskemmtun, þar sem nem-
endur 1.-7. bekkjar önnuðust
skemmtiatriði, fór fram á sumar-
daginn fyrsta samkvæmt venju.
Skólastarfi lauk síðan með úti-
hátíð, vorferðum nemenda, þar
sem hæst bar lokaferð 10. bekkjar
um Suðurland og Reykjanes og
lokaprófum áður en sumarleyfi
hófust.
Um sumarið var unnið að verk-
legum framkvæmdum; skipt var
um gler og sólbekki á suðurhlið
nýja skólans og gluggar málaðir að
utan. Myndmenntastofan var tekin
í gegn og leiktæki á skólalóð
fundu fyrir málningarpenslum.
I haustbyrjun voru 165 nemend-
ur í skólanum. Starfandi voru 15
kennarar og leiðbeinendur við
skólann auk skólastjóra og aðstoð-
arskólastjóra. Töluverð starfs-
mannaskipti urðu við skólann á
þessu hausti.
Samstarf skólanna í Austur-
Húnavatnsssýslu var aukið þegar
skólarnir héldu sameiginlegan
starfsfund kennara þar sem rætt
var um lestrarkennslu og lestrar-
átak auk þess sem kennarar hittu