Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 211
HÚNAVAKA
209
sóknarprestur sr. Árni Sigurðsson
en hann lét af störfum 1. nóvem-
ber. Höfðu þá einungis þrír prest-
ar setið Þingeyraklausturspresta-
kall í 110 ár, en þeir eru: sr. Bjarni
Pálsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason
og sr. Arni Sigurðsson.
Hinn nývígði prestur Þing-
eyraklaustursprestakalls sr. Svein-
björn R. Einarsson er Reykvík-
ingur, fæddur 3. febrúar árið 1953.
Hann útskrifaðist frá Guðfræði-
deild Háskóla Islands 17. júní
1995. Hann var skipaður sóknar-
prestur frá 1. nóvember að telja.
Eiginkona hans er Ingibjörg Jóns-
dóttir fædd 6. febrúar 1959 í
Reykjavík, hjúkrunarfræðingur að
mennt. Eiga þau hálfs árs dóttur,
Guðrúnu Dóru. Hinum nýju
prestshjónum fylgja góðar óskir
um farsæld og velgengni í starfi.
U.A.
FERÐAMÁLAFÉLAGIÐ.
Starfsemi Ferðamálafélags A-
Hún. hefur verið með hefðbundn-
um hætti undanfarin ár. Aðsókn
að tjaldstæðinu eykst frá ári til árs.
Upplýsingamiðstöð ferðamála í
Brautarhvammi var rekin í sam-
vinnu við Glaðheima, sem lagði til
einn starfsmann á móti ferðamála-
félaginu.
A miðju ári hætti Ofeigur Gests-
son störfum sem ferðamálafulltrúi.
Félagið hélt ferðamálaráðstefnu
Ferðamálaráðs í september á
Blönduósi og tókst hún með ágæt-
um. Sóttu hana um 120 manns.
Undirbúningur ráðstefnunnar var
að mestu í höndum Valgeirs Bald-
urssonar starfsmanns INVEST.
Auglýst var eftir ferðamálafull-
trúa og bárust átta umsóknir. Ekki
var búið að taka afstöðu til um-
sóknanna fyrir áramót.
Hallur Hilmarsson.
FRÁ særúnu og nökkva.
Rækjuvinnsla Særúnar ehf. tók
við tæpum 2.500 tonnum af rækju
til vinnslu á árinu 1997, fyrir um
197 milljónir króna. Framleiðsla
ársins var rúm 850 tonn að verð-
mæti um 400 milljónir króna.
Vegna þess hve rækjuverð á heims-
markaði er lágt var verksmiðjan
ekki rekin með meiri afköstum en
minnkunin nemur um 15% miðað
við árin 1995 og 1996.
Aðalseljendur rækjuaflans til
Særúnarvoru: Nökkvi HU-15 með
1.018 tonn, verðmæti 82 milljónir,
Gissur hvíti HU-35 með 725 tonn,
verðmæti 57 milljónir, Húni HU-
62 með 197 tonn, verðmæti 14
milljónir, Naustavík EA-151 með
79 tonn, verðmæd 6 milljónir, Ey-
borg EA-59 með 76 tonn, verð-
mæti 6 milljónir, Dagfari ÞH-70
með 61 tonn, verðmæti 5 milljónir.
Aðrir bátar voru með minna en frá
öðrum verksmiðjum voru keypt
172 tonn, verðmæti 15 milljónir og
innflutt rækja 39 tonn, verðmæti 5
milljónir króna.
I rækjuvinnslu félagsins og á
skrifstofu störfuðu að jafnaði 35
starfsmenn í 31 stöðugildi, auk