Húnavaka - 01.05.1998, Page 237
H Ú N A V A K A
235
ember og heimsóttu þar Vestur-
bæjarskólann, lestrarmiðstöð
Kennaraháskólans og Námsgagna-
stofnun.
Svo sem fram kemur hér á und-
an þá hefur Foreldrafélagið stutt
vel við starfsemi skólans, m.a.
styrkt leiksýningar og tölvukaup.
Einnig fékk félagið, í samvinnu við
Foreldrafélagið á Blönduósi,
Hugo Þórisson sálfræðing til að
koma og flyþa fyrirlestur um ung-
linga.
Haustönninni lauk svo að venju
með litlu jólunum.
Kvenfélagið Eining varð 70 ára
þann 27. febrúar. Fyrstu stjórn þess
skipuðu Emma Jónsdóttir sem var
forstöðukona, Björg Karlsdóttir rit-
ari og Karla Helgadóttir gjaldkeri.
I tilefni þessara tímamóta gaf kven-
félagið blómvönd inn á hvert
heimili á Skagaströnd til að þakka
velvild og stuðning í garð félagsins
alla tíð.
Að öðru leyti var starfsemi fé-
lagsins með hefðbundnu sniði,
þorrablót, kaffísala á sumardaginn
fyrsta og við fleiri tækifæri, föndur-
kvöld fyrir jólin og eldri borgurum
bæjarins var boðið í ferðalag.
Starfsemi Ungmennafélagsins
Fram snýr að langmestu leyti að
íþróttum og yngstu kynslóðinni. A
vetrum eru innanhússæfingar í
körfubolta, knattspyrnu, frjálsum
íþróttum og badminton. Allt að
70-80 % barna og unglinga á
staðnum tekur þátt í þessum æf-
ingum.
Meginuppistaðan í körfuknatt-
leiksliðum USAH er frá Fram.
Vegna aðstöðuleysis heima fyrir
æfðu liðin tvisvar í viku á Blöndu-
ósi. Körfuknattleiksliðin hafa tekið
þátt í Islandsmótum í sínum flokk-
um og hefur árangur liðanna ver-
ið með ágætum. Þá tóku 10-12 ára
iðkendur þátt í minniboltamóti á
Sauðárkróki og 6. flokkur keppti í
innanhússknattspyrnu á Blöndu-
ósi.
Víðavangshlaup, knattspyrna,
sund og frjálsar íþróttir eru svo að-
algreinarnar á sumrin. Þá voru tvö
leikjanámskeið sem einnig nutu
vinsælda. Keppt var í ýmsum mót-
um í knattspyrnu og frjálsum og
ýmist keppt undir nafni Fram eða
USAH.
I lok ársins var svo að venju flug-
eldasala, blysför og brenna.
Golfarar höfðu næg tækifæri til
að iðka sína íþrótt, sumarið var
þeim hagfellt og hægt var að spila
langt fram á haust.
Framkvæmdir hjá Golfklúbbi
Skagastrandar voru með minna
móti en þó var ný flöt á þriðju
braut tekin í notkun og allar flatir
voru gataðar ásamt tilheyrandi
fræsáningu, áburði og sandi. Þá
var keypt ný flatarvél.
Mótahald heima fyrir var með
minna móti. Þó var Opna Búnað-
arbankamótið haldið í samvinnu
við GOS og Minningarmót um
Karl Berndsen var haldið í annað
sinn. Blönduósingar unnu Héraðs-
mótið. Héraðsmeistarar voru Ad-
olfH. Berndsen GSKí karlaflokki,
Bryndís Bragadóttir GOS í kvenna-
flokki og Frosti Bjarnason GOS í
unglingaflokki. Skagastrandar-
L