Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Qupperneq 2
Ólíkir hagsmunir stjórnarflokkanna varð- andi þingkosningar og aðildarumsókn að Evrópusambandinu verða æ sýnilegri. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokk- anna takast á fyrir opnum tjöldum og hafa í hótunum. Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðiprófessor telur ómögulegt fyrir ríkisstjórnina að sitja án þess að segja upp mönnum í Seðlabankanum, Fjármálaeftir- litinu eða jafnvel að ráðherrar segi af sér. mánudagur 5. janúar 20082 Fréttir Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þykir að sér þrengt með ummæl- um Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, oddvita samstarfsflokksins í rík- isstjórn, um þingkosningar í vor samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Á sama tíma ítrekar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kröfuna um kosningar og kveðst vilja rauðgrænt samstarf við Samfylkinguna. „Ég er ennþá bjargfast þeirrar sannfæring- ar að rétt sé að mynda hér rauðgrænt bandalag,“ segir Steingrímur í opnu- viðtali við DV um helgina og undir- strikar að stjórnmálin endurheimti ekki traust til endurreisnarstarfs nema með þingkosningum. „Ein frumforsenda þess að það gangi er að málin verði gerð upp á heiðarleg- an hátt, í kosningum ekki síst... Það mun aldrei takast með ríkisstjórn sem er með þjóðina upp á móti sér... Það verða kosningar á þessu ári. Ég er sannfærður um það vegna þess að annað væri óráð. Menn sjá að lok- um að það er forsenda þess að okkur takist að leysa viðfangsefnið.“ Ólíkir hagsmunir stjórnarflokkanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjáflstæðisflokksins, segir að menn verði að hafa atburðarásina í huga. Alþingi gæti tekið ákvörð- un um að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Sömuleiðis yrði að breyta stjórnarskránni til að geta deilt fullveldi með öðrum þjóðum. „Þetta tekur 12 til 16 mánuði og við yrðum alltaf að efna til þingkosninga til þess að nýtt þing geti fullgilt breyt- ingar á stjórnarskrá. Ég er vantrúuð á að unnt verði að kjósa tvisv- ar á einu ári til Alþingis. Við blasir erfiður og vaxandi vandi í at- vinnulífinu og ég veit ekki hvort þetta er heppi- legt.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, tekur í svip- aðan streng. „Það mætti hugsa sér að nýta mikinn þingstyrk á bak við nú- verandi rík- isstjórn og tengsl henn- ar við samtök launamanna og atvinnurek- endur til þess að koma atvinnulífinu í gang. Það færu alltaf tveir mánuðir í snarpa kosningabar- áttu og myndun nýrrar ríkisstjórnar og mér finnst það ekki fýsilegt eins og ástatt er. Atvinnuleysi er enn vax- andi og heimilin miklu skuldsettari en þau voru árið 1994 þegar atvinnu- leysið fór einnig upp í 7 prósent.“ Af þessum sökum telur Illugi óheppilegt að setja pressu á stjórn- arsamstarfið með kröfu um þing- kosningar samhliða hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópu- sambandsmálin. „Við vitum að krónan verður hér enn næstu misserin þótt við öðlumst aðild að ESB og út af fyrir sig er það ágætt. Það er hagstætt sjávarútveg- inum og öðrum útflutningsgreinum að búa við veika krónu á misserum. Það getur örvað rekstur fyrirtækja og dregið úr atvinnuleysi.“ Útspil Geirs ýfir Samfylkinguna Lúðvík Bergvinsson, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, segir ekk- ert athugavert við tillögu Ingibjargar Sólrúnar um þingkosningar sam- fara þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Þess má einnig geta að á nýliðnu ári kváðust tveir ráðherrar Samfylking- arinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson, hlynntir þingkosningum á þessu ári. Lúðvík er ekki sammála Þorgerði Katrínu og segir að ef efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB sé einnig sjálfsagt og eðlilegt að efna samhliða til þingkosninga. „Ef vilji er til þess að hefja aðildarviðræður er vandalaust að samþykkja breyt- ingar á stjórnarskrá á Alþingi, efna til þingkosninga og stað- festa breytingarnar á nýkjörnu þingi. Ef þjóðfélagið þolir þjóðarat- kvæðagreiðslu þolir það einnig þing- kosningar.“ Óþol í sjálfstæð- ismönnum Nokkrir þingmenn og ráðherr- ar Sjáfstæð- isflokksins hafa lýst megnri óánægju með viðbrögð Ingi- bjargar Sólrúnar við hugmynd Geirs H. Haarde, formanns Sjáflstæðis- flokksins, um að til greina komi að taka sérstaklega afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sækja eigi um aðild að ESB. Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra efast um heilindi Ingibjargar Sólrúnar í stjórn- arsamstarfinu í pistli á vefsíðu sinni: „Auðvitað eru þetta alveg sjálfstæð viðfangsefni; annars vegar hvort efna eigi til þjóðaratkvæðis um ESB og hins vegar hvort slíta eigi núver- andi stjórnarsamstarfi og efna til þingkosninga. Það að for- maður Samfylkingarinnar tengi þetta saman með þessum hætti, bend- ir ekki til þess að mikil heilindi séu í stjórnar- samstarfinu lengur af hennar hálfu.“ Sigurður Kári Kristjánsson sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að sjálf- stæðismenn létu ekki Samfylk- inguna stilla sér upp við vegg með hótunum. Undir þetta tekur Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, á vefsíðu sinni og segir efnislega að með um- mælum sínum leggi Ingibjörg Sólrún stein í götu ESB-málsins og afgreiðslu þess á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok mán- aðarins. „Það er rökrétt að draga þá ályktun af ýmsum ummælum Ingibjargar Sólrúnar að formaður stjórnin hangir á bláþræði JÓHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þorgerður katrín Gunnarsdóttir „Ég er vantrúuð á að unnt verði að kjósa tvisvar á einu ári til alþingis.“ Stjórnarsamstarfið Stjórnarflokkarnir eru hvorki samstiga í ESB-málinu né um þingkosningar. „Ef þjóðfélagið þolir þjóðaratkvæðagreiðslu þolir það einnig þing- kosningar.“ „Ef Evrópumálin leysast ekki er stjórnar- samstarfið búið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.