Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Page 16
mánudagur 5. janúar 200816 Sport Æfingamót í Svíþjóð Svíþjóð B - Ísland 36–28 Mörk Íslands: Logi Geirsson 8/3, Sigurbergur Sveinsson 4, Sturla Ásgeirsson 4, Aron Pálmars- son 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Róbert Gunnarsson 1, Sverre Jakobsson 1, Þórir Ólafsson 1, Vignir Svavarsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Einar Hólmgeirsson 1, Ragnar Óskarsson 1, Rúnar Kárason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10/1, Hreiðar Levy Guðmundsson 4. EnSki bikarinn Hartlepool - Stoke 2–0 1-0 Michael Nelson (49.), 2-0 David Foley (76.). Arsenal - Plymouth 3–1 1-0 Van Persie (47.), 2-0 Gray (50, sjálfsmark.), 2-1 Duguid (53.), 3-1 Van Persie (85.). Cardiff - Reading 2–0 1-0 McCormack (57.), 2-0 Ledley (83.). Charlton - Norwich 1–1 1-0 Shelvey (20.), 1-1 Lupoli (71.). Chelsea - Southend 1–1 1-0 Kalou (31.), 1-1 Clarke (90.). Coventry - Kidderminster 2–0 1-0 McKenzie (52.), 2-0 Best (82.). Forest Green - Derby 3–4 1-0 Smith (14.), 2-0 Lawless (20.), 2-1 Hulse (40.), 2-2 Albrechtsen (45.), 3-2 Stonehouse (72.), 3-3 Green (76.), 3-4 Davies (87, víti). Hull 0-0 Newcastle Ipswich Chesterfield 3–0 1-0 Walters (50, víti.), 2-0 Counago (53.), 3-0 Stead (88.). Kettering - Eastwood Town 2–1 1-0 Westcarr (24.), 2-0 Seddon (58.), 2-1 Robinson (60.). Leicester - Crystal Palace 0–0 Macclesfield - Everton 0–1 0-1 Osman (43.). Man City - Nottingham Forest 0–3 0-1 Tyson (38.), 0-2 Earnshaw (42.), 0-3 Garner (75.). Middlesbrough - Barrow 2–1 1-0 Alves (23.), 2-0 Alves (62.), 2-1 Walker (80.). Millwall - Crewe 2–2 0-1 Lawrence (12.), 1-1 Laird (40.), 2-1 Frampton (45.), 2-2 Shelley (58.), Portsmouth - Bristol City 0–0 QPR - Burnley 0–0 Sheff Wed - Fulham 1–2 0-1 Johnson (12.), 1-1 Spurr (21.), 1-2 Johnson (88.). Sunderland - Bolton 2–1 1-0 Jones (57.), 2-0 Cisse (67.), 2-1 Smolarek (79.). Torquay - Blackpool 1–0 1-0 Green (32.). Watford - Scunthorpe 1–0 1-0 Rasiak (67.). West Brom - Peterborough 1–1 1-0 Olsson (64.), 1-1 Mackail-Smith (87.). West Ham - Barnsley 3–0 1-0 Ilunga (10.), 2-0 Noble (39, víti.), 3-0 Cole (68.). Preston - Liverpool 0–2 0-1 Alberto Riera (25.), 0-2 Fernando Torres (90.). Gillingham - Aston Villa 1–2 0-1 James Milner (13.), 1-1 Simeon Jackson (57.), 1-2 James Milner (79, víti.). Southampton - Man. United 0–3 0-1 Danny Welbeck (20.), 0-2 Nani (48, víti.), 0-3 Darron Gibson (81.). Drátturinn í fjórðu umferð enska bikarsins: Liverpool - Everton manchester united - Tottenham Hull/newcastle - millwall/Crewe Sunderland/Blyth - Blackburn Hartlepool - West Ham Leyton Orient/Sheff utd - Charlton/norwich Cardiff - arsenal Portsmouth/Bristol City - Histon/Swansea Chelsea/Southend - Ipswich Cheltenham/doncaster - aston Villa West Brom/Peterborough - QPr/Burnley Torquay - Coventry Kettering Town - Fulham Watford - Leicester/Crystal Palace derby County - nottingham Forest Birmingham City/ Wolves - middlesbrough Eiður mikilvÆgur Eiður Smári guðjohnsen var mikilvægur liði sínu Barcelona um helgina í spænsku knattspyrnunni. Forystusauðirnir frá Katalóníu lentu undir, 0-1, gegn mallorca á heimavelli þar sem þeir hafa ekki tapað leik í ár. Eftir sláarskot Eiðs Smára náði Thierry Henry að jafna metin en lítið gekk hjá Börsungum að koma boltanum í netið eftir leikhlé. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu að boltinn barst Eiði Smára inn fyrir vörnina og þegar allir bjuggust við skoti lagði Eiður boltann fyrir markið á andr- és Iniesta sem skoraði sitt fyrsta mark eftir meiðsli. YaYa Toure innsiglaði svo sigur Barcelona sem jók forystuna á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum. Eiður lék skínandi vel í leiknum sem hann kláraði en góð frammistaða er nokkuð sem hann þarf þar sem andrés Iniesta er að komast aftur í form. umSjón: TómaS Þór ÞórðarSOn, tomas@dv.is / SVEInn WaagE, swaage@dv.is Englandsmeistarar Manchester Un- ited stilltu upp nokkuð breyttu liði gegn Southampton. Cristiano Ron- aldo var hvíldur, Waine Rooney byrj- aði á bekknum og Gary Neville bar fyrirliðabandið. Hinn ungi og efni- legi Danny Welbeck byrjaði frammi ásamt Dimitar Berbatov. Southampt- on hefur gengið hræðilega á tímabil- inu, er sem stendur í næstsíðasta sæti 1. deildarinnar, en allt getur gerst í bikarnum og stuðningsmenn heima- manna stútfylltu leikvang St.Mary´s og báðu til hennar um kraftaverk. Viljugur Welbeck Leikurinn fór fremur rólega af stað en ljóst að Dýrlingarnir ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir voru strax sterk- ari en heimamenn reyndu að mæta þeim á hlaupum um allan völl. Berb- atov var allt í öllu í sókn United og gerði sig ítrekað líklegan og lagði upp á félaga sína. Sókn United þyngdist og á 20. mínútu skoraði Danny Welbeck af markteig eftir hornspyrnu Nani. Gestirnir réðu lögum og lofum eftir markið og komst Carrick nálægt því að skora skömmu eftir fyrsta mark- ið. Dómari leiksins Mike Riley ákvað síðan að klára leikinn snemma á 36. mínútu þegar hann rak Patterson af velli eftir brot á Nemanja Vidic. Vissu- lega brot en beint rautt spjald einfald- lega rangur dómur. 0-1 í hálfleik og heimamenn einum færri. Riley í ruglinu United þurfti ekki meiri hjálp en á 47. mínútu hélt Riley áfram að brill- era þegar hann dæmdi vitlausa víta- spyrnu á Southamton þegar hann taldi að aukaspyrna hefði hafnað í hönd í stað höfuðs varnarmanns. Nani skoraði örugglega úr vítinu. Heimamenn héldu áfram en baráttan var vonlaus enda United 12 á móti 10 á vellinum með Riley sem sinn besta mann. Rooney kom ferskur inn á og lagði upp þriðja markið fyrir Gibs- on á 81. mínútu. Skothríðin dundi á heimamönnum það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki. Villa vann á víti Þriðjudeildarliðið Gillingham stóð upp í hárinu á Aston Villa og voru liðsmenn félagsins nálægt því að tryggja sér annan leik á móti úrvals- deildarliðinu. Afmælisbarnið James Milner kom gestunum frá Birmingam yfir 0-1 á 13. mínútu eftir frábært ein- staklingsframtak og samspil við Pet- rov. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og börðust eins og ljón. Í seinni hálf- leik sklilaði eljan árangri þegar Sim- eon Jackson prjónaði sig í gegnum vörn Villa og skoraði með góðu skoti og heimamenn gengu af göflunum. Ekki urðu lætin minni þegar gestirn- ir fengu ódýra vítaspyrnu þegar að- eins tólf mínútutr lifðu leiks. Ashley Young sá um að fiska vítið og Milner hélt upp á afmælið með því að skora sitt seinna mark og enda bikardraum Gillingham. Spænskur sigur Segja má að leikur Preston North End og Liverpool hafi á margan hátt komið spánskt fyrir sjónir. Rafa Ben- itez var mættur aftur á hliðarlínuna og Fernando Torres var á bekknum. Rafa stillti upp sterku liði, getumunur liðanna afgerandi í fyrri hálfleik og Al- berto Riera skoraði gott mark. Robb- ie Keane leit út eins og viðvaningur í færunum en Gerrard kom ferskur úr grjótinu og spilaði vel. Preston mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik, skor- aði mark sem var réttilega dæmt af en Torres kom inn á um miðjan hálfleik og þakkaði fyrir sig með marki í lok- in sem Gerrard gaf honum á silfurfati. Auðveldur 0-2 sigur hjá Liverpool. Lukka í London Á Emirates skilaði Arsenal góðu dags- verki gegn 1. deildarliði Plymouth og sigraði örugglega 3-1. Van Persie skor- aði tvö mörk og Plymouth síðan skor- aði tvö, eitt í eigið mark, með stuttu millibili og úrslitin ráðin. Chelsea aft- ur á móti hikstaði allsvakalega heima á móti Southend sem leikur í 3. efstu deild. Heimamönnum tókst aðeins að skora einu sinni, Kalou á 31.mín- útu, og þegar allt leit út fyrir nauman sigur jafnaði Peter Clarke fyrir South- end í uppbótartíma við fádæma fögn- uð stuðningsmanna sem fá ann- an leik gegn Lundúnastórveldinu á heimavelli. Martröð í Manchester Eitthvað stórkostlegt þarf að gerast ef úrslitanna í leik Manchester City og Nottingham Forest verður ekki minnst sem háðulegustu útreiðar tímabilsins. Það er alþekkt í þessari rómuðu bikarkeppni að neðri deild- ar félög sigri stóru liðin stöku sinnum en að úrvalsdeildarlið tapi heima 0-3 gegn einu af botnliðum 1. deildar er fáheyrt. Ef Mark Hughes heldur starfi sínu eftir svona leik mun hann komast upp með bókstaflega allt nema morð. Leikmenn Forest eiga allan heiður skilið þeir skoruðu tvö í fyrri og bættu við marki í seinni hálfleik og unnu ör- ugglega án þess að fá á sig áminningu. Hughes sagðist reiður eftir leikinn en sá ekki ástæðu til að segja af sér frekar aðrir nú til dags. Þriðja umferð ensku bikarkeppninnar fór fram um helgina. Jafnt pípulagningamenn sem stórstjörnur stóðu í ströngu og sem fyrr varð enginn skortur á óvæntum úrslitum. Man.Utd og Aston Villa þurftu að hafa mismikið fyrir sigrum sínum í leikjum þar sem dómararnir spiluðu lykilhlutverk. Dramatík og DelluDómar SVeinn Waage blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Tvö mörk hjá James afmælisbarnið milner fær knús frá reo-Coker. Ungt og leikur sér danny Welbeck skorar fyrsta af þremur mörkum united. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.