Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Síða 6
mánudagur 5. janúar 20086 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Þrír lögfræðingar eru harðorð- ir þegar þeir eru spurðir um álit umboðsmanns Alþingis á þeirri ákvörðun Árna Mathiesen fjár- málaráðherra að veita Þorsteini Davíðssyni héraðsdómsembætti. Þrír umsækjendur voru metnir hæfari en Þorsteinn. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar og fyrr- verandi aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra. Björn vék sæti við skipun Þorsteins og skipaði Árni í emb- ættið sem settur ráðherra. Um- boðsmaður Alþingis birti álitið 30. desember. Ákvörðun Árna afar ámælisverð Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að álit umboðsmanns sé afar vel rökstutt. „Í álitinu felst sá dómur að ekki hafi verið nægilega vel að málsmeðferðinni staðið þegar Þor- steinn var skipaður. Almennt get- ur maður sagt að þegar svo skýrt og vel rökstutt álit kemur frá um- boðsmanni um að ekki hafi verið farið að lögum í einhverju af ráðu- neytum landsins hlýtur að felast í því áfellisdómur yfir embættis- færslu ráðuneytisins,“ segir Trausti Fannar. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir að miklu meiri þungi og alvara sé í áliti um- boðsmanns um skipun Þorsteins en yfirleitt gengur og gerist í slíkum álitum. „Mér finnst að í álitinu sæti þeir sem að málinu koma miklu meiri gagnrýni en mér hefur fund- ist út frá umfjöllun fjölmiðla. Það er augljóst að embætti umboðs- manns telur ákvörðun Árna afar ámælisverða. Álitið er ekkert ann- að en áfellisdómur yfir skipun Þor- steins í embættið,“ segir Ragnar. Eggert Óskarsson, héraðsdóm- ari og formaður Dómarafélagsins sem sat í nefndinni sem mat hæfi umsækjendanna um dómara- stöðuna, segir álit umboðsmanns staðfesta að annmarkar hafi ver- ið á ákvörðun ráðherrans að veita Þorsteini embættið. „Dómarafé- lagið hefur ályktað um þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu að Árni Mathiesen hafi ekki rökstutt val sitt á dómara nægilega vel. Umboðsmaður Alþingis kemst að sömu niðurstöðu,“ segir Eggert. Ekki hægt að ógilda ráðningu Þorsteins Aðspurður hvernig hægt sé að bregðast við áliti umboðsmanns segir Trausti Fannar að aðeins í undantekningartilfellum sé hægt að endurskoða ákvörðun eins og ráðningu í embætti héraðsdóm- ara. „Það þarf mjög sérstök tilvik til að svo slík embættisfærsla sé ógilt. Þó að álit umboðsmanns sé mjög afdráttarlaust, og hefði getað leitt til þess að ákvörðunin hefði ver- ið ógilt getur það ekki verið gert vegna hagsmuna þess sem val- inn var í embættið,“ segir Trausti Fannar. Ástæðan er sú að slík end- urskoðun á ákvörðuninni væri ósanngjörn gagnvart hagsmun- um þess sem hlotið hefur dómara- embættið, að sögn Trausta, því álit umboðsmanns snúist ekki um per- sónu Þorsteins Davíðssonar heldur um þá ákvörðun ráðherra að veita honum embættið. Ragnar segir að miðað við ís- lensk dómarafordæmi geti álit umboðsmanns ekki leitt til þess að ráðning Þorsteins verði ógilt en hins vegar geti ríkið hugsan- lega verið skaðabótaskylt gagnvart þeim umsækjendum sem gengið var framhjá. Einn af umsækjend- unum, Guðmundur Kristjánsson, sagði frá því í DV á laugardaginn að hann ætlaði í mál við íslenska ríkið vegna þess að gengið var framhjá honum þegar Þorsteinn var skip- aður. Vernda þarf sjálfstæði dómstóla Eggert segir álit umboðsmanns benda til að vinnubrögð við skip- un dómara eigi að vera vandaðri í framtíðinni. „Dómarafélagið benti á það í áliti sínu um málið fyr- ir tæpu ári að það væri mjög mik- ilvægt að vandað væri til vals á dómurum og að fyllsta hlutleysis væri gætt þannig að tryggt væri að hæfasti umsækjandinn fengi starf- ið því annars væri hætt við að graf- ið væri undan sjálfstæði dómstóla í landinu. Í áliti umboðsmanns er bent á að þetta hlutleysi sé mik- ilvæg forsenda fyrir sjálfstæðum dómstólum,“ segir Eggert. Ragnar segir að eina leiðin til að bregðast við áliti umboðsmanns sé að breyta því hvernig dómarar eru skipaðir hér á landi. „Hins vegar er ekki auðvelt að finna aðferð sem þorri manna getur sætt sig við en hana þurfum við að finna svo það sé öruggt að hæfustu umsækjend- urnir verði valdir,“ segir Ragnar. Ragnar telur að álit umboðsmanns muni auka mjög þrýstinginn á Al- þingi og stjórnvöld um að sam- þykkt verði ný lög um skipun dóm- ara hér á landi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef- ur DV ekki náð í Árna Mathiesen fjármálaráðherra til að spyrja hann út í álit umboðsmanns Alþingis og hvernig hann hyggist bregðast við því. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Árni hins veg- ar að hann hygðist ekki segja af sér vegna málsins. Þrír lögfræðingar segja álit umboðsmanns Alþingis staðfesta að annmarkar hafi verið á skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Lektor við laga- deild Háskóla Íslands og hæstaréttarlögmaður segja álit umboðsmanns Alþingis vera áfellisdóm. Formaður dómarafélagsins segir að slíkar embættisveitingar geti grafið undan sjálfstæði dómstóla í landinu. Endurskoða þarf hvernig skipað er í dómaraembætti í landinu segir hæstaréttarlögmaður. „almennt getur maður sagt að þegar svo skýrt og vel rökstutt álit kemur frá umboðsmanni alþingis um að ekki hafi verið farið að lögum í einhverju af ráðuneytum landsins hlýtur að fel- ast í því áfellisdómur...“ Áfellisdómur yfir Árna mathiesen Trausti Fannar Valsson Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir álit umboðsmanns alþingis vera áfellisdóm yfir þeirri ákvörðun að skipa Þorstein davíðsson sem héraðsdómara. Árni Mathiesen Hefur sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að skipa Þorstein davíðsson í embætti héraðsdómara. IngI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is ingibjörg í geislameðferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra fer í geislameð- ferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi á fimmtudag og verður frá vinnu í þrjá til fimm daga vegna þess. Samkvæmt yf- irlýsingu frá utanríkisráðuneyt- inu hefur Ingibjörg aðgang að tækjum á Karólínska sjúkrahús- inu sem ekki eru til hérlendis. Um er að ræða lokahnykk með- ferðar sem hófst í lok september síðastliðins þegar Ingibjörg fór í aðgerð til að láta fjarlægja heila- æxli eftir að hún hafði hnigið niður í New York. hjartahnoð eftir bílslys Hellisheiði varð flughál í gær eft- ir að þar kólnaði skyndilega og fimm umferðaróhöpp áttu sér stað. Veginum var í kjölfarið lokað fyrir umferð í nokkrar klukku- stundir. Tvær jeppabifreiðar óku út af í nágrenni skíðaskálans í Hveradölum. Ökumaður annarr- ar bifreiðarinnar var einn í bíln- um og slasaðist hann alvarlega en þó ekki talinn í lífshættu. Sjúkra- flutningamaður sem kom að slys- inu beitti hjartahnoði í tilraun til að bjarga manninum og var mað- urinn fluttur á slysadeild. Ferðaskrifstofa í hremmingum Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur Úrval-Útsýn, Sumar- ferðir og Plúsferðir, er í fjár- hagserfiðleikum og þurfti þess vegna að fresta flugi í gærmorgun. Verið er að end- urskipuleggja reksturinn og samkvæmt yfirlýsingum Þor- steins Guðjónssonar forstjóra vilja fjársterkir aðilar koma að rekstrinum. Viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar ættu ekki að þurfa að óttast að verða strandaglópar erlendis. Iðn- aðarráðuneytið hefur verið sett inn í málið og mun það tryggja heimflutning ferða- fólks ef eitthvað kemur upp á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.