Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Page 13
mánudagur 5. janúar 2008 13Fréttir Nýársheit ekki af hinu góða Nýársheit geta gert meiri skaða en gott. Þetta kemur fram í viðvör- un Minds, góðgerðarsamtaka um geðheilsu. Mind hvetur fólk til að ganga ekki inn í nýtt ár klyfjað ákvörðunum um sjálfsbetrun. Í viðvörun Minds segir að heit sem miða að því að léttast eða eru at- vinnutengd skapi neikvæða sjálfs- mynd og ef heitin gangi ekki eftir muni þau jafnvel valda því að fólki finnist það vera misheppnað og óhæft. Í stað nýársheita, að mati Minds, er betra að hugsa jákvætt til nýs árs og mælir Mind með því að fólk hreyfi sig, taki upp umhverfisvænt sjónarmið, læri eitthvað nýtt og gefi af sér til samfélagsins. Tekur lögin í eigin hendur Á nýársdag tók gildi ákvörðun Páfagarðs um að segja skilið við ítölsk lög. Lögfróðir innan veggja Páfagarðs segja að of mikið af ít- ölskum lögum sem varða borgara og glæpsamlegt athæfi brjóti í bága við gildi kirkjunnar. Samkvæmt ákvörðuninni hættir Páfagarður að taka sjálfkrafa upp lög sem samþykkt eru af ríkisstjórn Ítalíu. Ítalskar lagasetningar verða vegnar og metnar hver fyrir sig áður en þær verða teknar upp. Áttatíu ára samkomulag milli páf- ans og ítalska ríkisins, sem nú hef- ur runnið sitt skeið, kvað á um að ítölsk lög yrðu sjálfkrafa að lögum Páfagarðs. Gordon Brown upplýsti um eigið nýársheit og viðamikil áform: HiNir valdamesTu Í grein Newsweek, sem skrifuð er af Jon Meacham, er vitnað í frásögn Bar- acks Obama, verðandi forseta Banda- ríkjanna og valdamesta manni heims nú um stundir. Í frásögninni segir Obama frá því þegar hann sótti heim ónafngreindan framkvæmdastjóra á Manhattan einhvern tímann eftir for- setakosningarnar árið 2000. Viðskiptajöfurinn hafði verið ákaf- ur stuðningsmaður Al Gores, fyrrver- andi varaforseta Bandaríkjanna, sem þá hafði naumlega lotið í lægra haldi í forsetakosningunum fyrir George W. Bush. Erindi Gores var að kanna hvort viðskiptajöfurinn væri reiðubúinn að íhuga að fjárfesta í sjónvarpsævintýri. „Þetta var undarlegt,“ sagði fram- kvæmdastjórinn við Obama. „Hérna var hann, fyrrverandi varaforseti, maður sem hafði nokkrum mánuð- um fyrr verið við að verða valdamesti maður jarðarinnar. Á meðan kosn- ingabaráttan stóð yfir svaraði ég sím- tölum frá honum hvenær sem var sólarhringsins, hefði breytt áformum mínum hvenær sem hann vildi hitta mig. En skyndilega, eftir kosningarn- ar, þegar hann hitti mig gat ég ekki að því gert að finnast sem fundurinn væri óþægileg skylda.“ Að sögn framkvæmdastjórans líkt- ist Al Gore í engu fyrrverandi varafor- seta. „Hann var eingöngu einn hundr- aða manna sem daglega koma til mín í leit að fjármagni. Það gerði mér ljóst á hve háum bröttum kletti þið eruð,“ sagði hann við Obama. Frásögninni er ætlað að undir- strika þá staðreynd að því hærra sem þú ert því hærra verður fallið. Reynd- ar hóf Al Gore sig aftur til vegs og virð- ingar og hlaut friðarverðlaun Nóbels og nýtur hylli um víða veröld. Bera skarðan hlut frá borði Nú þegar í garð er gengið síðasta ár fyrsta áratugar 21. aldarinnar er óhætt að segja að margt hafi breyst í skipan heimsmála sem lengi vel hefur ein- kennst af ægivaldi Bandaríkjanna og nú um stundir af alþjóðlegri efna- hagskreppu. Þó verðandi forseti Bandaríkj- anna, Barack Obama, tróni í efsta sæti listans yfir valdamestu menn heims, kunna að vera blikur á lofti um yfir- burðastöðu Bandaríkjanna í heimin- um og, svo vitnað sé í Fareed Zakaria í grein í Newsweek frá maí á síðasta ári.: „Bandaríkjamenn sjá að ný ver- öld er í mótun, en óttast að sú mót- un eigi sér stað í fjarlægum löndum af hálfu útlendinga.“ Bandaríkin státa ekki lengur af hæstu byggingu heims, hana er að finna í Taípei. Stærsta flugvél heims var smíðuð í Evrópu. Stærsti fjárfest- ingasjóður veraldar er í Abu Dhabi og Hollywood hefur lotið í lægra haldi fyrir Bollywood Indlands í kvik- myndaiðnaði. Bandaríkjamenn bera skarðan hlut frá borði yfir tíu auðug- ustu menn heims, miðað við oft áður, stærstu verslanamiðstöðvar heims er ekki lengur að finna í Bandaríkjunum og svo mætti lengi telja. Vissulega er metingur um fyrr- nefnd atriði kjánalegur og völd á heimsvísu ekki undir þeim komin. En sýnu alvarlegra fyrir Bandaríkin er hve verulega hefur fallið á ímynd þeirra á alþjóðavettvangi. Stríðið í Írak virð- ist engan endi ætla að taka, fjármála- öngþveiti og skuggi kreppu hvílir yfir landinu og umdeilt stríð gegn hryðju- verkum hefur ekki gengið sem skyldi. Hvernig Barack Obama beitir sín- um völdum þegar á forsetastól er komið mun ekki aðeins hafa áhrif á Bandaríkin heldur heimsbyggðina alla og víst er að með kjöri hans kvikn- aði andvari bjartsýni og vonar víða um lönd. En spyrjum að leikslokum. Uppgangur hinna Að mörgu leyti stendur heimsbyggðin frammi fyrir nýrri skipan með tilliti til eðlis valds og eðlis hinna valdamiklu. Þetta nefnir Fareed Zakaria „uppgang hinna“ og skírskotar til uppgangs Kína, Indlands og Brasilíu. „Andlát risanna á Wall Street hef- ur ýtt undir skriffinna og stjórnmála- menn í Washington og Beijing og Brussel,“ segir Jon Meacham í grein sinni, og það er einmitt forseti Kína, Hu Jintao, sem vermir annað sæti list- ans. Hu Jintao tók við formennsku í kínverska kommúnistaflokknum árið 2002 og varð forseti árið 2003 þegar hann tók við af Jiang Zemin. Fljótlega leitaði hann bandamanna á breiðari vettvangi en forveri hans og leitaði hófanna hjá Venesúela, Íran, Kanada og Ástralíu. Umsvif Kínverja hafa einnig auk- ist verulega í Afríku þar sem hann hefur heitið aðstoð til fátækra ríkja. Flest afrísk ríki horfa með velþóknun til afstöðu Hus Jintao sem hefur ein- beitt sér að því að auka áhrif Kína í álfunni. Hu hefur beint sjónum sínnum til ríkja sem rík eru af náttúruauðlind- um, til dæmis Pakistan og Brasilíu, en hið síðarnefnda hefur átt örum vexti að fagna undanfarið, og má leiða líkur að því að auðlindir Afríku eigi mikinn þátt í áhuga kínverskra ráðamanna á álfunni. Vinur Bandaríkjamanna Forseti Frakklands, Nicolas Zarkozy, skýtur öðrum evrópskum þjóðarleið- togum ref fyrir rass og situr í þriðja sæti lista Newsweek. Óhætt er að segja að lítil logn- molla hafi einkennt þá sex mánuði sem hann hefur verið á forsetastóli í Frakklandi. Um Zarkozy hefur verið sagt „að hann búi yfir meiri orku en tromm- andi kanínan í sjónvarpinu“ og hann hefur látið til sín taka í málefnum Evr- ópu og heimsbyggðarinnar á áber- andi hátt. Einkamál Sarkozys hafa verið áberandi og þá ekki síst hjóna- band hans og fyrirsætunnar fyrrver- andi Cöru Bruni. Langt er síðan Bandaríkjamenn hafa átt slíkan Hauk í horni á valda- stóli í Frakklandi og víst er að hann mun verða vildarvinur nýrrar ríkis- stjórnar Baracks Obama í Evrópu. Á þeim sex mánuðum sem hann hefur verið forseti Frakklands miðlaði hann málum í deilu Rússa og Georg- íumanna vegna Suður-Ossetíu, lagði lóð sín á vogarskálarnar í sameigin- legum aðgerðum Evrópuríkja vegna efnahagslægðarinnar. Einnig gerði Sarkozy tilraun til að bæta samskipti Frakklands og Alsír, sem lengi hafa lit- ast af þeim tíma þegar Frakkar réðu þar lofum og lögum. „Í stríði eða friði, er hann leiðtogi sem vert er að reikna með,“ segir í Newsweek. Bankastjórnarþríeyki Í ljósi þeirrar efnahagskreppu sem nú ríkir í heiminum kemur kannski ekki á óvart að í 4. til 6. sæti listans er að finna einstaklinga sem lifa og hrærast í tölum og upphæðum sem hlaupa á milljörðum dala. Þeir eiga það sam- eiginlegt að vera skipaðir í ábyrgðar- stöður, en ekki kjörnir. Þeir eru gríð- arlega valdamiklir og það kann að vera undir þeim komið hvort tekst að forða efnahag heimsbyggðarinnar frá hörmungum. Þeir þrír sem um ræðir eru Ben Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, bankastjóri seðlabanka Evrópu, og Masaaki Shirakawa hjá seðlabanka Japans. Mikið mæddi á þessu þríeyki, sem og starfsbræðrum þeirra í Kína, á Ind- landi, í Brasilíu og víðar um lönd á ný- liðnu ári, og ljóst að þeirra bíður ær- inn starfi á því ári sem nú er gengið í garð. Hægt hefur á hagvexti á heims- vísu og nálgast hann nú kyrrstöðu og hagfræðingar Deutsche Bank spá því að hagvöxtur aukist um vesæl 0,2 pró- sent í ár, sem gerir árið það versta síð- an 1950. „Án meiri hagvaxtar getur fallið nærst á sjálfu sér og kveikt efnahgslega þjóðernishyggju,“ segir Robert J. Samuelson í Newsweek. Það er því ekki að undra að horft sé til þríeykis- ins og áhrifa þess og valda. Aðrir evrópskir leiðtogar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er í sjöunda sæti listans. Brown gerði heiðarlega tilraun til að taka að sér forystuhlutverk Evrópu- landa í aðgerðum vegna kreppunnar og óhætt að segja að hann hafi notið góðs af slæmum tímum. Skömmu eft- ir að hann tók við embætti varð hann þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera óvinsælasti forsætisráðherra landsins síðan í lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Síðan skall efnahagslegt öngþveiti á bresku þjóðinni og Brown blómstr- aði. Hann dældi fé í fallandi banka og fékk hátt skor víða um heim, en það kann að verða skammgóður vermir. Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum er varað við því að Bretland eigi eftir að fá stærri skell en fordæmi eru fyrir hjá þjóð sem búið hefur að þróuðu efnahagskerfi. Fast á hæla Browns kemur kansl- ari Þýskalands, Angela Merkel. Fáir þjóðarleiðtogar standa henni á sporði þegar til kastanna kemur vegna kreppunnar. Merkel er leiðtogi fjórða öflugasta efnahagskerfis heimsins og getur víða drepið niður fæti í viðleitni til að berjast gegn kreppunni. „Hægfara og stöðugur efnahagur Þýskalands kann að hafa virst leiði- gjarn á árum alþjóðlegrar hagvaxtar, en nú virðist land Merkel vera sjaldgæf eyja stöðugleika,“ segir í Newsweek. En senn líður að nýjum slag hjá Ang- elu Merkel því kosningar fara fram í Þýskalndi í september í ár. Forsætisráðherra Rússlands, Vlad- imír Pútín, vermir níunda sætið. Þrátt fyrir að hafa látið af forsetaembættinu í maí er hann enn álitinn valdamesti maður þjóðarinnar. Pútín hefur verið ólatur við að hnykla vöðvana og gera heimsbyggðinni ljóst að rússneski björninn er skriðinn úr híði sínu. Al- mennt virðist lítill vafi leika á því að hann muni setjast í forsetastól að nýju þegar kjörtímabili Dmitrys Med- vedev lýkur. Pútín virðist njóta mikilla vinsælda, enda hefur hagvöxtur Rúss- lands verið með miklum ágætum. „En gloppurnar í rússneska hagkerfinu eru að koma í ljós,“ segir í Newsweek og vinsældir Pútíns, sem og Medved- evs, hafa dvínað. Olía er völd og enginn stjórnar framboði eða verði á henni í meira mæli en konungur Sádi-Arabíu, Abd- ullah. Abdullah er í tíunda sæti, en ríki hans ræður yfir fjórðungi þess olíuforða sem vitað er um. Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, hefur lyft hulunni af áætlunum sem ætlað er að draga úr aukningu at- vinnuleysis í landinu. Markmiðið er að skapa 100.000 ný störf og í nýársviðtali við dagblaðið Guardian sagði Brown að ætlunin væri að fjárfesta í nýrri tækni og umhverfisvænum verkefnum. Að sögn Gordons Brown eru umhverfis- umbætur hluti lausnar efnahagslægð- arinnar. Á meðal þess sem fjárfesta á í eru græn verkefni á borð við rafmagnsbif- reiðar og beislun vind- og vatnsorku og munu þar skapast ný störf. Einnig er ætlunin að skapa 30.000 ný störf með viðgerðum og viðhaldi skólabygginga og með því reynt að aðstoða einkarekin byggingafyrirtæki sem hafa fengið skell í niðursveiflunni. Gordon Brown fullyrti að áform sín vörpuðu skugga á „New Green Deal“, margra milljarða dala áformum verð- andi forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama. „Við munum ekki standa að- gerðarlaus og leyfa að ekkert sé gert þegar fólk stendur frammi fyrir erfið- leikum,“ sagði Brown. Forsætisráðherrann sló á væntingar um frekari björgunaraðgerðir til handa bönkum og tiltók að það væri ekki efst á stefnuskránni, en staðfesti þó að ríkis- stjórnin leitaði leiða til að ýta undir lána- starfsemi þeirra og hét því að aðgerða þar að lútandi yrði ekki langt að bíða. Óhætt er að segja að Gordon Brown sé stórhuga og sjá margir líkindi með áformum hans og þeirri leið sem Roos- evelt, Bandaríkjaforseti fór á tímum kreppunnar 1930. Í nýársviðtalinu drap Brown víða niður fæti. Hann gaf til kynna andstöðu við að senda fleiri breska hermenn til Afganistan, og sagði að nú væri „sögu- legt tækifæri“ til að ná alþjóðlegu sam- komulagi varðandi loftslagsmál. Gordon Brown upplýsti aukinheld- ur um sitt eigið nýársheit, sem væri að fara að stunda skokk, og hefur feng- ið nafngiftina maraþonmaðurinn fyrir vikið. MaraþonMaðurinn Gordon Brown Forsætisráðherra Bretlands stórhuga í upphafi nýs árs. 1.: Barack Obama 2.: Hu jintao 3.: nicolas Sarkozy 4.-5.-6.: Efnahagsþríeykið 7.: gordon Brown 8.: angela merkel 9.: Vladimír Pútín 10.: abdullah bin abdulaziz al-Saud 11.: ayatollah ali Khamenei 12.: Kim jong Il 13.-14.: Clinton-hjónin 15.: Timothy geithner 16.: david Petraeus hershöfðingi 17.: Sonja gandhi 18.: Luiz Inácio Lula da Silva 19.: Warren Buffett 20.: ashfaq Parvez Kayani hershöfðingi 21.: nuri al-maliki 22.-23.: Bill og melinda gates 24.: nancy Pelosi 25.: Khalifa bin Zayed al nahyan 26.: mike duke 27.: rahm Emanuel 28.: Eric Schmidt 29.: jamie dimon 30.-31.: Vinir Baracks Obama, david axelrod og Valerie jarrett 32.: dominique Strauss- Kahn 33.: rex Tillerson 34.: Steve jobs 35.: john Lasseter 36.: michael Bloomberg 37.: Benedikt páfi XVI 38.: Katsuaki Watanabe 39.: rupert murdoch 40.: jeff Bezos 41.: Shahrukh Khan 42.: Osama bin Laden 43.: Hassan nasrallah 44.: dr. margaret Chan 45.: Carlos Slim Helú 46.: dalai Lama 47.: Oprah Winfrey 48.: amr Khaled 49.: E. a. adeboye 50.: jim rogers lisTi Newsweek Ben Bernanke Bankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna tilheyrir þríeykinu. Æðstiklerkur Írans Valdameiri en páfinn að mati newsweek. Sonja Gandhi Indlandi hefur vaxið fiskur um hrygg í efnahagslegu tilliti. Benedikt páfi XVI Ekki vert að draga völd hans í efa. Dalaí Lama andlegur leiðtogi tíbetsku þjóðarinnar. Nicolas Sarkozy Skýtur öðrum evrópsk- um leiðtogum ref fyrir rass þrátt fyrir skamma setu í forsetastóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.