Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Blaðsíða 22
mánudagur 5. janúar 200822 Fólkið Árið endaði vel hjá Búa Bendtsen, öðrum stjórnanda útvarpsþáttarins Capone á X- inu, en hann gekk að eiga unn- ustu sína, Brynju Sif Kaaber, 27. desember. Ef marka má Face- book-síðu rokkstjörnunnar var brúðkaupið hið glæsilegasta og var veislan haldin í Salahverfi í Kópavogi. Að henni lokinni var þeim ekið á brott í Porsche Cay- enne Turbo og beint á 101 hótel þar sem þau eyddu nóttinni á rósabeði. Búi fer fögrum orðum um konu sína en undir einni mynd má lesa: „Da Queen of my heart.“ Sigrún og Sindri við Stjórnvölinn „Þetta gekk bara vel og slysalaust fyrir sig,“ segir Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir, nýráðin dagskrágerðarkona á Stöð 2 og þáttarstjórnandi Íslands í dag. Sigrún stýrði sínum fyrsta þætti á föstudaginn var ásamt Sindra Sindrasyni sem mun stjórna þættin- um ásamt henni á nýju ári. „Við vorum með góða viðmæl- endur og skemmtilegt umræðuefni þannig að þetta gat varla klikkað,“ segir Sigrún en Sigurjón Kjartansson og Brynhildur Guðjónsdóttir voru gestir og var rætt um Áramótaskaup- ið. „Það er hægt að tala endalaust um Skaupið og sérstaklega svona frábært Skaup sem nánast öllum líkaði vel .“ Sigrún hefur töluverða reynslu úr sjónvarpi en hún stjórnaði þættinum @ á RÚV fyrir nokkrum árum. „Ég hef nú ekkert stefnt sérstaklega að því að snúa aftur í sjónvarp og hef hafnað nokkrum tilboðum í gegnum tíðina. Mér fannst þetta hins vegar vera rétti tíminn til þess að prófa þetta aftur enda virkilega skemmtilegt starf.“ Það hefur ýmislegt drifið á daga Sigrúnar síðan hún hætti hjá RÚV á sínum tíma. „Eftir að ég hætti flutti ég til Danmerkur og ætlaði að fara þar í háskóla en það datt svo upp fyrir. Síðan bjó ég í Perú í hálft ár og lærði spænsku. Þegar ég kom svo aftur heim hóf ég nám við Háskól- ann á Bifröst.“ Sigrún kláraði fyrir ári BA í svokölluðu HHS-námi sem er blanda af hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði. „Þegar ég kláraði námið tók ég svo við ritstjórn Skessu- hornsins og hef starfað við það þar til núna.“ Sigrún vann einnig um tíma sem blaða- maður á Fréttablað- inu en þar kynntist hún meðal annars Sindra. „Hann var að vinna þarna í næsta herbergi. Ég gæti ekki hafa valið mér betri sam- starfsmann. Hann er frábær strákur og við náum vel saman,“ segir Sigrún að lokum sem er á leiðinni á fund þar sem framtíð Íslands í dag og áherslur þáttarins verða ræddar. asgeir@dv.is Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, 28 ára Skagamær, hefur tekið við stjórnartaumunum á Ís- landi í dag á Stöð 2 ásamt Sindra Sindrasyni. Miklar mannabreytingar hafa orðið á þættinum og er enn verið að móta framtíð hans og áherslur. Söngkonan Klara Ósk Elíasdótt- ir í Nylon hefur komið fram með hljómsveitinni Skítamóral að und- anförnu og segir Gunnar Ólason, liðsmaður sveitarinnar, að aldrei sé að vita nema samstarfið haldi áfram. „Við fengum mjög góðar viðtökur og þetta samstarf heppn- aðist vel enda er hún alveg frábær söngkona,“ segir Gunnar. „Hver veit hvað nýtt ár ber í skauti sér?“ Í ár fagnar Skítamórall tuttugu ára starfsafmæli en sveitin hef- ur löngu stimplað sig inn sem ein farsælasta sveitaballahljómsveit þjóðarinnar. „Við stefnum að því að gera eitthvað afmælistengt í til- efni af tuttugu ára afmælinu okk- ar. Við erum með helling af hug- myndum í gangi sem við erum að vinna úr. Við erum búnir að vera að spila mikið fyrir hátíðirnar en svo lögðumst við í dvala og fórum að sinna fjölskyldulífinu en förum að detta aftur í gang.“ Gunnar viðurkennir að tím- inn hafi verið fljótur að líða. „Ekki eldri en við erum finnst okkur við vera ágætlega vel komnir til ára okkar. Tíminn er búinn að líða gríðarlega hratt.“ Aðspurður að lokum hvort hann hafi strengt einhver ára- mótaheit svarar Gunnar játandi. „Já, ég er með áramótaheit. Ég ætla að brosa meira og vera já- kvæðari. Þótt ég sé nú jákvæður fyrir er aldrei hægt að vera of já- kvæður.“ tuttugu ára afmæli Ísland Í dag: Erlendir fjölmiðlar keppast nú við að birta fréttir af því að tón- listarkonan Björk Guðmunds- dóttir sé að koma Íslandi til bjargar í efnahagskreppunni. Í öllum helstu fjölmiðlum í Kan- ada, Bandaríkjunum og Evrópu hafa undanfarna daga birst fjöl- margar greinar undir fyrirsögn- um á borð við: „Björk bjargar Íslandi“, „Björk hjálpar íslensku efnahagslífi“ og „Björk gerist áhættufjárfestir til að bjarga ís- lensku efnahagslífi“. Björk stofn- aði í samstarfi við Auði Capital fagfjárfestasjóðinn BJÖRK en sjóðnum er ætlað að fjárfesta í sprotafyrirtækjum á Íslandi. Björk Bjargar ÍSlandi SkÍtaMórall er Með ýMiSlegt afMæliStengt Í farteSkinu fyri r árið 2009: Á tónleikum í Háskólabíói Klara Ósk tók lagið með Skítamóral í Háskólabíói á dögunum og segir gunnar Ólason aldrei að vita með áframhaldandi samstarf. mynd RaKel ÓSK SiguRðaRdÓttiR Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Hefur starfað sem ritstjóri Skessuhornsins undanfarið ár.Búi BendtSen gifti Sig Sindri Sindrason Stjórnar Íslandi í dag ásamt Sigrúnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.