Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Side 20
mánudagur 5. janúar 200820 Fókus Aðdáendur Baz Luhrman hafa beðið óþreyjufullir eftir Ástralíu, enda hefur það tekið leikstjórann mörg ár að klára þessa mynd. Baz Luhrman á heiðurinn af mörgum mjög skemmtilegum myndum, svo sem Moulin Rouge, Rómeó og Júlíu ásamt Strictly Ballroom. Leikstjórinn notast mikið við ýkta liti, nánast gervilega liti í öll- um sínum myndum og er Ástralía engin undantekning. Áhorfendur fá að njóta stórbrotinnar náttúru og á sama tíma að kynnast menningu og hefðum frumbyggja landsins. Í raun má segja að myndin sé óður Baz Lurhman til heimalands síns. Þess má geta að allir aðalleik- arar myndarinnar eru ástralskir, en með aðalhlutverk fara Nicole Kid- man og Hugh Jackman. Sagan segir frá hefðarfrúnni Söruh Ashley sem flytur á búgarð í eigu eiginmanns síns í Darwin í Ástralíu þar sem hún lendir í æv- intýrum og hremmingum og þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga búgarðinum Ástralía er fyrst og fremst ástar- saga og er leikstórinn þekktur fyrir að segja skemmtilegar ástarsögur. Myndin hefði getað verið stórkost- leg, en hennar helsta vandamál er lengdin. Myndin er tæpir þrír tímar og áhorfandinn fær aðeins nokkr- ar mínútur til að upplifa ástar- sambandið milli Nicole og Hughs. Þessum stórleikurum tókst ekki vel til og það vantaði allan trúverðug- leika í sambandið. Ég keypti það að minnsta kosti ekki. Leikarinn Brandon Walters sem leikur frumbyggjadrenginn Nullah heldur gjörsamlega uppi mynd- inni. Söguþráðurinn um stolnu kynslóðina fallegur og í senn hrottalegur, en áratugum sam- an voru blönduð frumbyggjabörn tekin af foreldrum sínum og sett í nokkurs konar fóstur langt frá sinni menningu. Ástralska kvikmyndin Rabbit Proof Fence fjallar ítarlega um stolnu kynslóðina fyrir þá sem vilja kynna sér þennan smánarlega blett í ástralskri sögu. Plottið er frekar klisjukennt, en maður vissi það svo sem eftir að hafa séð sýnishorn úr myndinni. Baz Lurhman klikkaði í þetta sinn, held að þetta verkefni hafi orð- ið honum ofviða. En það er einnig margt gott við þessa mynd og marg- ar mjög skemmtilegar senur. Um- gjörðin er falleg og aukaleikararnir gjörsamlega bjarga myndinni. Hanna Eiríksdóttir á m á n u d e g i Blúskvöld á Rósenberg Hljómsveitin Riot sem skipuð er fremstu jazz og blues-tónlistarmönnum þjóðarinnar kemur fram á RósenbeRg á mánudagskvöldið, fimmta janúar. Sveitina mynda þeir Halldór Bragason, Björn Thoroddsen, Karl Olgeirsson, ásgeir Óskarsson og jón rafnsson. Hljómsveitarmeðlimir hafa það að markmiði að spila það sem þeim finnst skemmtilegast. útkoman verður jass og rokkskotið blues í hæsta gæðaflokki en mánudagskvöldið ætla þeir meðal annars að taka jólalögin í gamaldags anda sjöunda áratugarins. Tónleikarnir hefjast klukkan níu. AdRenAlín á eveRest Eins og það er ekki allra að ganga á Everest er það ekki allra að gera framúrskarandi heimildarþætti. BBC-menn eru á heimavelli þegar kemur að þessu síðarnefnda eins og sannaðist enn eina ferðina á þátt- unum tveimur um ferð sem hópur breskra lækna fór í upp á Everest, hæsta fjall heims, og sýndur var í Ríkissjónvarpinu yfir hátíðarn- ar. Tilgangurinn var í einfölduðu máli að rannsaka súrefnisnotk- un manna, meðal annars hvern- ig allur þessi fjöldi ofurhuga hefur komist á topp Everest þrátt fyrir að súrefnið sem þeim stendur til boða svo hátt yfir sjávarmáli er í það litlu magni að furðu sætir að þeir haldi lífi. Einhverjir hafa vissulega látist, til dæmis þeir sem halda göngunni áfram þrátt fyrir að vera komnir með heilabjúg af súrefnisþurrð. En flestir lifa þetta af. Ekki er annað hægt annað en að hefja þessa þætti um leiðangur læknanna upp til skýjanna. Helst hægt að finna að aðeins of mikilli endurtekningu. En spennan hvernig læknunum og öðrum fjallgöngu- görpum reiðir af var á köflum það mikil að aðeins verður jafnað við bestu spennumyndir. Adrenalínið flæddi af álíka afli um æðar mín- ar við áhorfið og þegar ég sá hina mögnuðu fjallgöngumynd Touching the Void um árið. Gott ef spenn- an var ekki bara á tímabili búin að koma súrefnisupptöku minni niður á lífshættulegt stig. Kristján Hrafn Guðmundsson einAR eR fRændi minn Það er aðeins einn hlutur á Íslandi sem gerðar eru meiri væntingar til heldur en karlalandsliðsins í hand- bolta og það er Áramótakaupið. Allir Íslendingar setja á sig gagnrýnisgler- augun og hafa sína skoðun á málinu. Ég er engin undantekning. Mér fannst Skaupið í ár hafa mjög sterka punkta en ég bjóst við því betra heilt yfir. Væntingarnar gríðarlegar hjá mér enda mikið af fersku fólki að koma inn. Þó að það sé hefð í Áramótaskuap- um þoli ég ekki söngvaatriði. Það er bara eitthvað sem ég ræð ekki við. Þrátt fyrir þessa óbeit mína á þeim fannst mér Bryndís Guðjónsdóttir gera mjög gott mót sem Rebekka í Merzedes Club. Það var of fyndið að Ilmur skyldi leika Gísla Martein í hnésíðum bux- um og innkoma Kjartans Guðjóns- sonar sem Ólafur F. var magic. Það sem stóð samt upp úr að mínu mati var hagfræðisketsinn með Þor- steini Bachman og Jóni Gnarr. Einar er frændi minn og Siggi labbi og allt það. Ísbjarnagrínið var ekki alveg að hitta í mark hjá mér og Jakob Frímann sem He-Man var allt of langur. Fínt Skaup og ég vona að þeir sem gerðu Skaupið núna fái annað tæki- færi að ári. Ekki besta Skaup sem ég hef séð en gott samt og verðskuldar annað tækifæri. Ásgeir Jónsson ástARsAgA ÓtRúveRðug ágætur Carrey sjónvarp EvErEst - Doctors In thE DEath ZonE í RíKissJónvaRpinu kvikmyndir australIa Leikstjóri: Baz Luhrman Aðalhlutverk: nicole Kidman, Hugh jackman, Bryan Brown og david Wenham Síðustu tvær myndir Jims Carrey voru hræðilegar. Talan 23 var ann- ars flokks sálfræðitryllir og Fun With Dick & Jane var öll skrifuð í kringum harðasprett sem leikarinn tekur á einum tímapunkti, hræðileg gamanmynd. Nú snýr Carrey aft- ur og í þetta skipti er það einhvers konar útþynning á Liar Liar. Carrey leikur lánafulltrúann og leiðindap- úkann Carl. Hann er í eilífðarást- arsorg og með leiðinlegt hugarfar gegn lífinu. Þar til gamall skólafé- lagi kynnir hann fyrir já-aðferð- inni, en þá neyðist hann til að játa öllu sem býðst í kringum hann. Carl finnur þannig líf sitt breytast til hins betra með nýja hugarfarinu. Hann kynnist stelpu, málin flækjast og allt það. Yes Man er ekkert Carrey-stór- virki, alls ekki. En þeir sem einfald- lega verða að sjá myndir kappans, bara til þess eins að sjá hann geifla á sér andlitið verða kátir. Hér er nóg af gúmmelaði og nánast öruggt að maður skelli upp úr að minnsta kosti nokkrum sinnum. Rhys Dar- by úr gamanþáttunum Flight of the Concords stendur sig frábærlega, gefa þeim manni fleiri hlutverk, ekki spurning. Carrey er bara orðinn svo miklu meira en bara gamanleikari, hann er stofnun. Og það er leiðin- legt. Gaman væri að sjá hann djóka í kvikmyndum eins og Me, Myself & Irene aftur, en hann má víst ekki verða of klúr. Yes Man er hæfilega poppuð, hæfilega skemmtileg. Hún er hæfilega allt, en stórfenglega ekki neitt. En þannig er það víst í níu af hverjum tíu skiptum sem maður fer í bíó, þýðir ekki að væla. Dóri Dna kvikmyndir YEs Man Leikstjóri: Peyton reed Aðalhlutverk: jim Carrey, Zooey deschanel, Bradley Cooper. Ótrúverðug nicole Kidman og Hugh jackman eru ekki sannfær- andi sem ástfangið par. SH-0631-42-18_2.jpg Áramótaskaupið RÚV HHH-þrjár stjörnur Ásgeir Jónsson sjónvarp ÁraMÓtasKauPIÐ í RíKissJónvaRpinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.