Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2009, Qupperneq 4
Ritskoðun á Mogganum Agnes Bragadóttir ljóstraði því upp í Sunnudagblaði Morgun- blaðsins að hún hafi með af- gerandi hætti verið ritskoðuð á síðustu mánuðum forsætisráð- herratíðar Þorsteins Pálssonar, núverandi ritstjóra Fréttablaðs- ins. Blaðamaðurinn tók þá ára- mótaviðtal við forsætisráðherr- ann og segist í greininni hafa spurt „nokkuð aðgangsharðra og ganrýninna spurninga“. Viðtalið fékk Þorsteinn sent til yfirlestrar og hafnaði því á þeim grundvelli að það væri of neikvætt. Var það ákvörðun Agnesar og ritstjór- anna, Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar, að eyða viðtalinu, en þó birtist fyrir mistök tilvísun í það í efnisyf- irliti. Björgólfur eignalaus Bandaríska viðskiptaritið Forbes setur Björgólf Guðmundsson í fjórða sæti yfir þá auðmenn sem töpuðu mestu á síðasta ári. Blaðið segir að allar eignir hans sé uppurnar og fellur hann því úr því að vera metinn á 1,1 millj- arð dollara fyrir tæpu ári niður í það að eiga engar eignir. Forbes segir að eftir að Landsbankinn féll hafi auður hans þurrkast út og fjárfestingafélag hans, Hansa, hafi óskað eftir greiðslustöðvun. Hann leitar nú að kaupanda að breska knattspyrnuliðinu West Ham. mánudagur 5. janúar 20084 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr „Við vitum ekkert hve miklar kröf- ur verða gerðar í prófinu því það er ekki til. Það heimsækja okkur marg- ir áhyggjufullir útlendingar út af þessu prófi en við höfum ekki nein svör. Eina sem við reynum að gera er að halda uppi þeim áróðri að prófið verði að vera mjög auðvelt, sérstak- lega lestrar- og ritunarparturinn, til að mismuna ekki hópum útlendinga,“ segir Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri íslenskukennslu hjá Alþjóðahúsinu. Samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar eiga allir sem sækja um að fá ís- lenskan ríkisborgararétt að fara í próf. Í reglugerðinni er aðeins rætt um ís- lensku en ekkert um innihald prófsins. Það er ekkert sem segir að útlendingar þurfi að vita neitt um íslenskt samfé- lag, það er bara talað um tungumálið. Í prófinu á að vera tal, lestur og ritun en það stendur ekki hve mikið. „Það eru engar undanþágur fyrir fatlaða, lesblinda eða ólæsa. Þótt þú sért áttatíu ára gamall og ólæs þarftu samt að sýna lestrar- og ritfærni. Það er algjörlega óraunhæft,“ segir Ingi- björg. „Ef það eru miklar kröfur til mál- fræðikunnáttu myndi fólk frá Aust- ur-Asíu ekki ná þessu prófi. Pólverjar geta lært íslenska málfræði en Ví- etnamar og Taílendingar eiga mjög erfitt með það þannig að ef prófið er miðað við getu Litháa eða Pólverja er búið að útiloka ansi stóran hóp. Ég er hrædd við þetta próf út af þessu,“ segir Ingibjörg sem finnst mun snið- ugra að halda sérstök námskeið til að fræða útlendinga um íslenskt samfé- lag ásamt því að kenna þeim íslenskt mál. „Ég stakk upp á því að við héld- um námskeið fyrir alla útlendinga um íslenskt samfélag og í aðlagaðri íslensku. Þá yrði kennt auðveld ís- lenska og helstu hugtök þannig að þeir sem ná því kunna mikla íslensku og geta fúnkerað í landinu. En í þessu prófi er mælikvarðinn í raun háður dyntum þeirra sem semja prófið og á þessum síðustu og verstu tímum viljum við lítið vera háð dyntum ein- hverra einstaklinga.“ liljakatrin@dv.is Þurfa að taka próf sem er ekki til Hræðsla meðal útlendinga Fjölmargir útlendingar hafa heim- sótt alþjóðahúsið upp á síðkastið og kvíða prófinu sem ekki er til. MYND StefáN KarlSSoN DV20739280408 Lottó 06.jpg Týndur á húsbíl Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitaði í gærkvöldi að bif- reiðinni UZ-654 , Volswagen Transporter árgerð 1994. Ótt- ast er um eiganda bifreiðarinn- ar en vitað er síðast um ferðir hans á nýársdag. Þeir sem vita um ferðir bifreiðarinnar eru beðnir um að hringja í lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100. 55 milljónir í næsta lottói Enginn var með allar tölurnar réttar í lottói laugardagsins sem þýðir að næsti pottur verður sexfaldur og stefnir hann í 55 milljónir króna. Fjórir voru með bónusvinninginn sem hljóðaði upp á tæpar 150 þúsund krónur. Þrír voru svo með 2. vinninginn í jókernum og fékk hver um sig 100 þúsund krónur. Gunnar Ingi árnason, sjómaður á slysabótum, mætir á fimmtudaginn fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra. Nýi Glitnir hefur höfðað gjaldþrotamál á hendur Gunnari sem segist hafa borgað af lánum sínum eftir að bankinn hafnaði samningstilboði hans. „Ég bauð þeim að ég myndi borga þeim framvegis 150 þúsund krónur á mánuði. Tilboðið var sent suður en þaðan kom þvert nei. Síðan fór bank- inn á hausinn,“ segir Akureyringurinn Gunnar Ingi Árnason. Á fimmtudaginn fer fram gjald- þrotamál Nýja Glitnis ehf. gegn Gunnari en nýju bankarnir hafa, eftir því sem næst verður komist, ekki fyrr höfðað gjaldþrotamál gegn einstakl- ingum. aðgerðir í þágu heimilanna Eftir bankahrunið kynnti ríkisstjórn- in svokallaðar aðgerðir í þágu heim- ilanna. Þar var þeim tilmælum beint til allra ráðuneyta og stofnana ríkis- ins að innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum skyldu mildaðar eins og frekast væri kostur. Þá ætti að stilla saman greiðslugetu og greiðslubyrði, sem fæli í sér lengingu lána eða nið- urfellingu á kröfum að hluta eða öllu leyti. Markmið þessara aðgerða var að hindra að einstaklingar og heimilin lentu í þroti. Gunnar var með rekstur sem fór í þrot 2007. Hann rak netkaffihús og tölvuviðgerðir í sama húsi auk vefhýs- ingar. Hann segir að eftir að Akureyr- arbær hafi opnað tölvuver, þar sem boðið er upp á ókeypis netþjónustu, hafi stoðunum verið kippt undan rekstrinum. Hann hafi, ásamt konu sinni, verið ábyrgur fyrir skuldum fyr- irtækisins og því hafi þær fallið á þau. Ekki hafi verið um annað að ræða en að taka við skuldunum en það mark- aði upphafið að þeim greiðsluerfið- leikum sem leiddu til þeirrar stöðu sem hann er í nú en hann skuldar að eigin sögn um 40 milljónir. tilboðum hafnað Gunnar segist hafa boðið Glitni að borga 150 þúsund krónur á mánuði. Því var synjað, eins og áður sagði. „Mér fannst ég gera þeim gott tilboð. Ég bauð þeim að taka húsið og von- aðist til að fá að leigja það af þeim til vorsins, þegar ég stefni á að flytja suður á bóginn, þar sem börnin mín búa flest,“ segir hann en yngsta barn- ið hans lýkur grunnskólanámi í vor. Því var hafnað en húsið hefur verið á sölu í hálft annað ár. „Ég hefði haldið að þeir kæmu betur út úr því að leigja mér húsið en að reyna að selja það sjálfir í þessu árferði. Reyndar sagði mér lögfræðingur, sem ég ráðfærði mig við, að það virtist vera prins- ipp hjá þeim að hafna samningstil- boðum. Hann sagðist hafa farið með nokkur samningstilboð til bankanna fyrir einstaklinga en þeim var öllum synjað,“ segir hann. Hætti að borga Gunnar ákvað, eftir að tilboðinu hafði verið hafnað, að hætta að borga af lánunum. „Staðan var orðin þannig að fyrst bankinn vildi ekki semja hætti ég að borga. Þetta var orðin slík upp- hæð að það skipti litlu þótt maður setti einhverja hundraðþúsundkalla inn,“ segir hann. Í byrjun nóvember var Gunnari til- kynnt að húsið yrði tekið eignarnámi. „Það var svo á föstudaginn sem Nýi Glitnir eignaðist húsið formlega,“ seg- ir Gunnar en hann er að jafna sig eft- ir vinnuslys. „Ég er núna á slysabót- um þar sem ég varð fyrir vinnuslysi í ágúst,“ segir Gunnar sem síðasta árið vann fyrir sér á sjó. Skilnaður fylgdi fjárhagsvanda Hann segir að fjárhagsvandræð- in hafi tekið sinn toll af fjölskyldu- lífinu. „Fjárhagurinn á nú sinn þátt í því að við konan skildum. Þetta ferli gekk frá hjónabandinu. Hún er öryrki og er einnig ábyrg fyrir einhverju af skuldunum. Hún getur auðvitað lít- illa tekna aflað,“ segir Gunnar en tek- ur fram að þau séu góðir vinir. Hann er fyrst og fremst ósáttur við bankann. „Miðað við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu finnst mér þetta dá- lítið harkaleg vinnubrögð hjá bankan- um,“ segir hann. Atli Gíslason, lögmaður og alþing- ismaður, tekur í svipaðan streng þeg- ar hann er spurður um þá staðreynd að nýju bankarnir skuli sækja gjald- þrotamál gegn einstaklingum: „Þetta sýnir bara ranga forgangsröðun. Mað- ur hefði kosið að sjá auðmennina dregna til ábyrgðar. Þeir ættu frekar að sækja þessa 30 eða 40 manns, sem settu Ísland á hausinn, til saka,“ seg- ir hann. litlar aðrar eignir Gunnar á litlar sem engar aðrar eign- ir en húsið. „Við fyrrverandi eigum sitt hvorn 200 þúsund króna bílinn. Hennar er á lánum en minn ekki. Fleira eigum við ekki,“ segir hann sem er farinn að horfa í kringum sig á leigumarkaðnum. „Ég var nú að von- ast til að fá að vera í húsinu til vorsins en eftir því sem ég kemst næst fer út- burður fram fjórum vikum eftir eign- arnám.“ Gunnar segir að honum hafi ein- faldlega fallist hendur. „Ég reyndi allt sem ég gat gegn þessu apparati. Ég veit sjálfur að ég gat ekkert gert meira eða betur. Auðvitað er þetta áfall en maður verður bara að sætta sig við þetta,“ segir hann að lokum. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir að bankinn geti ekki tjáð sig um einstök mál. „Svona mál eru alltaf erfið og eiga sér oft langan aðdraganda. Bankinn vinnur mikið með sínum viðskiptavinum og beit- ir fleiri úrræðum nú en áður til að koma til móts við viðskiptavininn, til að reyna að fleyta okkur í gegn- um þetta tímabundna ástand sem nú ríkir.“ „Ég Reyndi allT“ BalDUr GUÐMUNDSSoN blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fjárhagurinn á nú sinn þátt í því að við konan skildum. Þetta ferli gekk frá hjónabandinu.“ Gunnar Ingi árnason Segist hafa reynt allt til að leysa úr fjárhagsvanda sínum en nýi glitnir hafnaði tilboði hans. KárI faNNar lárUSSoN Útlendingar þurfa að standast próf í íslensku til að fá íslenskan ríkisborgararétt:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.