Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Blaðsíða 2
þriðjudagur 6. janúar 20092 Fréttir
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs-
ins, var rekið með um 570 milljóna
króna halla á nýliðnu ári en það jafn-
gildir um 48 milljónum króna á mán-
uði. Félagið rær lífróður og hefur það
ásamt Glitni, viðskiptabanka sínum,
kynnt áhugasömum fjárfestum tillög-
ur um 270 milljóna króna rekstraraf-
gang á þessu ári. Þetta jafngildir 840
milljóna króna umskiptum frá tap-
inu í fyrra sem er það mesta sem orð-
ið hefur í sögu félagsins á síðari árum.
Félagið þarfnast 1.000 milljóna króna
í nýtt hlutafé sem Glitnir reynir nú að
selja fjárfestum. Auk þess er lausafjár-
staða útgáfunnar afar þröng og tal-
in brýn þörf á 450 milljónum króna í
lausafé nú þegar.
Beggja vegna borðs
Samkvæmt trúnaðargögnum, sem DV
hefur undir höndum, nema skuldir
Árvakurs nú hartnær 4,5 milljörðum
króna. Þar af nema skuldir útgáfunn-
ar við Glitni liðlega 3,5 milljörðum
króna. Athygli vekur að Landsbank-
inn hefur veitt Árvakri tæplega 900
milljóna króna fjárfestinga- og rekstr-
arlán án veðtrygginga en með ábyrgð
eignarhaldsfélaga í eigu hluthafanna.
Lánið var veitt meðan Björgólfur
Guðmundsson var í senn aðaleigandi
Landsbankans og Árvakurs en hlutafé
hans í báðum félögunum hefur verið
þurrkað út.
Stærst eru lánin hjá Glitni vegna
prentsmiðju Morgunblaðsins í Há-
degismóum, nærri 2,8 milljarðar
króna, en það hefur verið veitt með
veði í prentsmiðjunni sjálfri.
Harðnar í ári
Áætlanir Árvakurs fyrir nýliðið ár
gerðu ráð fyrir því að rekstrarafgang-
ur útgáfunnar yrði 340 milljónir króna
fyrir skatta, afskriftir og vaxtagjöld.
Þessar áætlanir stóðust engan veginn.
Niðurstaðan var 570 milljóna króna
halli eins og áður segir sem er því um
900 milljónum króna lakari afkoma en
áætlunin gerði upphaflega ráð fyrir.
Í gögnunum, sem lögð eru til grund-
vallar í viðleitni forráðamanna Ár-
vakurs til að endurfjármagna félagið,
er tapið rakið til hruns á auglýsinga-
markaði sem var mikið og hastarlegt
í fyrra. Af gögnum Árvakurs má ráða
að í góðærinu hafi auglýsingatekjur
félagsins numið allt að 2 milljörðum
króna á ári en hafi skyndilega lækk-
að um að minnsta kosti 600 milljónir
króna á ári.
Þá bar Árvakur launakostnað
og annan kostnað af fríblaðinu 24
stundum allt árið í fyrra en út-
gáfu þess var hætt í október.
Forsvarsmenn Árvak-
urs telja að tekjur félagsins
geti orðið liðlega 4,3 milljarð-
ar króna á þessu ári en þær
námu aðeins 3,7 milljörðum
króna á nýliðnu ári. Lagt er til
grundvallar að auglýsinga-
markaðurinn nái sér aftur á
strik og að tekjur vefmiðilsins mbl.is
haldi áfram að vaxa. Fyrirheit eru um
að stjórnunarkostnaður verði lækkað-
ur enn meira á þessu ári og næsta.
5 milljarða tekjur árið 2013
Mögulegir fjárfestar í Árvakri á þreng-
ingartímum eru upplýstir um að
miðlar þess nái til 85 prósenta lands-
manna í hverri viku. Morgunblaðið
sé virtasta dagblað landsins og lang-
stærsta áskriftarblaðið. Áskrifendur
eru sagðir 43 þúsund talsins og standi
undir 60 prósentum af tekjum félags-
ins. Veikustu þættir útgáfunnar hafi
verið lagðir niður og starfsmönnum
hafi verið fækkað um 80 eða 28 pró-
sent af starfsmannafjölda. Fríblaða-
reksturinn hafi verið blaðinu þungur
í skauti en hann hafi nú verið lagður
af. Með samningum við útgefendur
Fréttablaðsins um prentun og dreif-
ingu megi afla frekari tekna, en gert er
ráð fyrir því að 60 prósent tekna prent-
smiðjunnar verði aflað með prent-
un annarra prentmiðla en Morgun-
blaðsins. Að þessu samanlögðu megi
gera ráð fyrir snöggum umskiptum á
þessu ári og því næsta í rekstri Morg-
unblaðsins og mbl.is. Þannig er gert
ráð fyrir að rekstrarafgangur blaðsins
verði 330 milljónir króna fyrir skatta,
afskriftir og önnur gjöld. Reynd-
ar er gert ráð fyrir að tekj-
ur félagsins hækki úr
3,7 milljörðum króna
á síðasta ári í nærri
5 milljarða króna
árið 2013, en það
ár áætla forsvars-
menn félagsins að
rekstrarafgangur
verði ekki minni en
800 milljónir króna.
Lausafjárþurrð
Árvakurs
Í yfirlýsingu frá Árvakri hf. í
lok nóvember síðastliðnum
var upplýst að Árvakur og Nýi
Glitnir hefðu sammælst um að
vinna að framtíðar-
lausn á fjár-
málum
Ár-
Landsbankinn lánaði Árvakri, útgáfufé-
lagi Morgunblaðsins, 900 milljónir króna
án veðtrygginga meðan Björgólfur Guð-
mundsson var ráðandi eigandi bankans
og útgáfunnar. Í trúnaðargögnum segja
Árvakursmenn við mögulega fjárfesta að
unnt sé að snúa við 570 milljóna króna
rekstrartapi í fyrra í 270 milljóna króna
rekstrarafgang á þessu ári. Tafist hefur að
safna einum milljarði króna í nýtt hlutafé,
sem talið er að þurfi til að tryggja áfram-
haldandi rekstur.
Björgólfur lánaði Mogga 900 Milljónir
Beggja vegna borðs Eitt fé-
lag Björgólfs lánaði öðru félagi í
hans eigu án veðtrygginga.
Þór Sigfússon Forsvarsmenn Árvakurs
töldu fyrir fimm vikum að unnt yrði að
leysa vanda útgáfunnar á einni viku.
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is