Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Qupperneq 8
miðvikudagur 6. janúar 20098 Fréttir
Atli Már GylfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Skammbyssan sem hinn sextán
ára drengur gekk með síðastliðið
föstudagskvöld var í ólæstri hirslu
á heimili föður hans. Þetta staðfesti
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
maður rannsóknardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri skotvopn eru skráð á föð-
urinn sem er fyrrverandi lögreglu-
maður í Reykjavík en rannsókn
málsins er á lokastigi. Málið er síð-
ur en svo einsdæmi hér á landi því
svo virðist sem fjölmargir Íslend-
ingar virði ekki lög um geymslu
skotvopna sem eru talin vera á bil-
inu sextíu til sjötíu þúsund. Má
telja mildi að enginn skaði hlaust
þegar drengurinn komst yfir skot-
vopn föður síns en ekki eru allir svo
lánsamir. Aðeins fjögur ár eru síð-
an tólf ára drengur lést á Selfossi
eftir slysaskot úr óskráðri Ruger-
skammbyssu sem hann og vinur
hans komust í.
skaut á leikskóla
Sextán ára byssumaðurinn, sem
allt tiltækt lögreglulið og sérsveit
ríkislögreglustjóra leitaði að á
föstudagskvöldið, hleypti af einu
skoti áður en hann var handtek-
inn. Kúlan hæfði leikskólann Jörfa
í Hæðargarði en þar fann lögreglan
byssukúluna í leikfangakassa barn-
anna. Kúlan fór í gegnum vegg leik-
skólans svo mikill var krafturinn í
skammbyssunni sem nú er á borði
lögreglu. Samkvæmt heimildum
DV er þetta mikill harmleikur og
áfall fyrir fjölskyldu piltsins en að
sögn aðstandanda var hann kom-
inn á ystu nöf. Pilturinn er þó kom-
inn í réttar hendur en hann gaf sig
fram við lögreglu og var handtekinn
mótþróalaust og án nokkurra vand-
ræða.
Alvarlegt mál
„Það sem er alvarlegast í þessu
leiðindaatviki um helgina er að
þetta er fyrrverandi lögreglumaður
sem á byssuna og því hlýtur mað-
ur að gera meiri kröfur til hans um
að læsa skotvopnin inni á góðum
stað,“ segir Sigmar
B. Hauksson, formaður Skotveiði-
félags Íslands – Landssamtaka um
skynsamlega skotveiði.
„Við hjá Skotveiðifélagi Íslands
höfum svar á reiðum höndum við
þessu. Allir sem eiga skotvopn eiga
að geyma það í læstri hirslu, þó svo
þú eigir bara eitt,“ segir Sigmar og
vísar til laga um meðferð skotvopna
en í þeim lögum er kveðið á um að
þeim sem eiga þrjú skotvopn eða
fleiri er skylt að læsa þau inni í þar
til gerðum byssuskáp. Ef þú átt eitt
eða tvö skotvopn er læst „hirsla“
nóg.
„Það er bara út í hróa hött. Ef
þú átt eina byssu áttu að eiga læst-
an byssuskáp. Ein byssa er alveg
jafnhættuleg og þrjár,“ segir Sigmar
sem vill hert lög um geymslu skot-
vopna.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu eru yfir fimmtíu þúsund
skotvopn á skrá en þar af eru 2.312
skammbyssur. Rétt er að taka það
mjög skýrt fram að þarna er um að
ræða allar skráðar skammbyssur
hvort sem þær eru til nota vegna
vinnu, eins og til dæmis fjárbyssur
bænda og dýralækna, eða iðkunar
á skotfimi.
Börn í hættu
„Það er alvarlegt mál hvernig frá-
gangi skotvopna er háttað hér á
landi,“ segir Margrét María Sigurð-
ardóttir, umboðsmaður barna.
„Ég varð vör við það í mínu fyrra
starfi sem fulltrúi sýslumanns. Oft
var ábótavant hvernig skotvopnin
voru geymd,“ segir Margrét María
sem hefur af þessu áhyggjur. Börn
eru í hættu og þá sérstaklega ung-
ir drengir sem oftar en ekki dreym-
ir um að halda á skotvopni eins og í
bíómyndunum.
„Það þarf að brýna ábyrgð-
ina sem fylgir því að
eiga skotvopn, það er alveg ljóst,“
segir Margrét.
„Strákar hafa óendanleg-
an áhuga á byssum, rakettum og
sprengingum, það er bara í gen-
um stráka,“ segir Sigmar sem sjálf-
ur hefur brýnt það fyrir börnum að
skotvopn eru ekki neitt til að leika
sér með.
„Þetta er náttúrlega rosalega
freistandi og kannski eðlilegt að
þeir freisti þess að fara með vopnið
og skjóta af því. Langhættulegasta
vopnið í því sambandi er skamm-
byssa,“ segir Sigmar.
Þúsundir óskráðra skotvopna
Fréttaskýringarþátturinn Komp-
ás fjallaði um óskráð skotvopn hér
á landi í kjölfar voðaskotsins á Sel-
fossi en í þeirri umfjöllun kom í
ljós að fjöldi slíkra vopna er í þús-
undum talinn. Kompás hvatti Ís-
lendinga með óskráðar byssur að
skila þeim inn og til að gera langa
sögu stutta voru þær ekki margar
sem skiluðu sér. Sigmar segir þá fé-
laga hjá Skotvís hafa gert óformlega
könnun á óskráðum skotvopnum
meðal landsmanna fyrir nokkrum
árum og töldu þeir þá að eitthvað
á bilinu tíu til tuttugu þúsund skot-
vopn væru óskráð hér á landi. Hvar
þær byssur eru niðurkomnar er
ómögulegt að segja en aftur á móti
er hægt að útskýra að einhverju leyti
af hverju svo margar byssur eru ekki
til á neinum pappír.
„Fyrir svona fimmtán árum var
verð á skotvopnum hér á landi mjög
hátt vegna til dæmis vörugjalda.
Á sama tíma var að hefjast mikill
innflutningur á bílum frá Ameríku
og þá var talsverðu af skotvopn-
um smyglað til landsins. Eitthvað
af þeim skotvopnum hefur verið
skráð,“ segir Sigmar.
„Núorðið er litlu smyglað af skot-
vopnum hingað til lands því þau
eru tiltölulega ódýr á Íslandi miðað
við annars staðar í heiminum. Þetta
eru þá aðallega skammbyssur sem
í flestum tilvikum er smyglað með
skipum sem hingað koma.“
svartur markaður
Samkvæmt heimildum DV
er töluvert um svartamark-
aðsbrask með skotvopn en
þau viðskipti eru þó í lang-
flestum tilvikum tengd
undirheimum og fíkni-
efnum. Skammbyssur, af-
sagaðar haglabyssur, rifflar,
skotfæri og aukahlutir eins
og hljóðdeyfar ganga því
,,Ef þú átt eina byssu
áttu að eiga læstan
byssuskáp. Ein byssa
er alveg jafnhættuleg
og þrjár.“
Talið er að 70 þúsund skráð og óskráð skotvopn séu til í land-
inu. Það þýðir að hægt væri að vopna þriðja hvern landsmann
sem náð hefur 20 ára aldri. sigmar B. Hauksson, formaður
Skotvís, vill hertari reglur um geymslu skotvopna og segir
skammbyssumálið um helgina grafalvarlegt.
BYSSA Á ÞRIÐJA HVERN ÍSLENDING
Hættuleg vopn Skammbyssur
eru stórhættulegar en slík vopn
á ávallt að geyma í læstri hirslu
eða þar til gerðum byssuskáp.
Umboðsmaður barna margrét
maría Sigurðardóttir vill brýna
ábyrgðina fyrir eigendum skotvopna.