Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Blaðsíða 13
þriðjudagur 6. janúar 2009 13Fréttir
Lán og ólán
Donald Peters og eiginkona hans,
Charlotte, höfðu ekki brugðið út
af vana sínum í yfir tuttugu ár og
keypt lottómiða. Ekki báru þau
mikið úr býtum og aðeins einu
sinni hafði tuttugu dala vinningur
fallið þeim í skaut.
En lánið var innan seilingar og í
síðasta skipti sem þau keyptu lottó-
miða unnu þau tíu milljónir dala.
En Donald var ekki ætlað að njóta
vinningsins, því þremur tímum fyr-
ir útdráttinn fékk hann hjartaslag
og dó.
„Það er gott að maðurinn minn
hafði kímnigáfu. Og ef hann sæi
mig nú myndi hann segja „dæmi-
gert“ og brosa,“ sagði Charlotte
Peters.
Staður til að læra á – ekki skóli
Richard Caborn, þingmaður fyrir
Sheffield á Englandi, er ekki sátt-
ur við ákvörðun skólayfirvalda
forskólans Watercliffe Meadow.
Ákveðið hefur verið að fella niður
orðið „skóli“ og verður Watercliffe
Keadow „staður til að læra á“ í stað
„forskóla“. Yfirkennari „staðarins
til að læra á“, Linda Kingdon, sagði
að orðið „skóli“ hefði „neikvæða
merkingu“ og ákvörðunin væri
hluti af nýrri nálgun til náms.
Caborn sagðist ávallt hafa ver-
ið hlynntur nýjum hugmyndum,
en hefði ekki gert ráð fyrir að fella
niður orðið „skóli“. „Ég veit ekki til
hvers þau gerðu það,“ sagði Cab-
orn.
Kínversk stjórnvöld skera upp herör gegn „klúrum“ vefsíðum:
DAUÐI, HUNGUR OG HATUR
Varnarmálaráðherra Ísraels, Ehud
Barak, sagði í gær að þrátt fyrir að
Hamas-samtökin hefðu orðið fyr-
ir „gríðarlegu áfalli“ myndi aðgerð-
um ísraelska hersins fram haldið.
„Við höfum ekki enn náð markmið-
um okkar,“ sagði Barak. Ehud Bar-
ak beindi orðum sínum til ísraelskra
þingmanna og sagði að árásum hers-
ins yrði ekki hætt fyrr en búið væri
að tryggja „frið og ró“ fyrir ísraelska
borgara og skírskotaði til þeirra ísra-
elsku bæja sem sætt höfðu eldflauga-
árásum vígamanna.
Árásir Ísraelshers hafa staðið yfir
linnulaust síðan 27. desember og
hafa þarlend stjórnvöld skellt skolla-
eyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins
um vopnahlé. Tölur látinna á Gaza
hafa farið síhækkandi og að sögn pal-
estínskra lækna hafa yfir fimm hundr-
uð manns látið lífið og yfir tvö þúsund
og fimm hundruð manns særst. Erfitt
hefur reynst að fá þessar tölur stað-
festar enda engum erlendum frétta-
mönnum hleypt inn á átakasvæðið.
Landhernaður
Í kjölfar loftárásanna réðst land-
her Ísraels inn á Gaza um helgina og
samkvæmt ísraelskum heimildum
voru um fjögur þúsund hermenn inn-
an Gaza-svæðisins í gær og njóta þar
stuðnings skriðdrekasveita.
Að sögn fréttaritara BBC í Jerúsal-
em, Mikes Sergeant, virtist sem land-
hernaður ísraelska hersins beindist
sérstaklega að svæðum á norðurhluta
Gaza. Ísraelskir hermenn hafa barist
við liðsmenn Hamas í grennd við Beit
Hanoun og Jabaliya. Gaza, sem liggur
aðeins sunnar, hefur verið umkringt.
Samkvæmt fréttum er ekkert lát á
straumi særðra á sjúkrahúsin sem nú
þegar eru yfirfull, og heimildir herma
að að minnsta kosti tuttugu og þrír
óbreyttir borgarar hafi látið lífið í næt-
urárásum í fyrrinótt, þar af nokkur
börn.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði að öll sjúkrahús Gaza berðust
við að sinna þeim hundruðum særðra
Palestínumanna sem hefðu streymt
að síðustu fimm daga og að sjúkra-
húsin hefðu verið án landrafmagns
og hefðu þurft að treysta á rafala sem
væru við það að gefa sig.
Í gærmorgun laust í fyrsta skipti
saman hermönnum Ísraels og Ham-
as-liðum í Gaza. Þá fóru Ísraelar hús
úr húsi í leit að liðsmönnum Hamas.
Bardagarnir hófust þegar Ísraelsher
hafði náð stjórn á stórum hluta Gaza-
ræmunnar, skipt svæðinu í tvennt og
með því neytt þúsundir manna til að
flýja heimili sín undir stöðugri stór-
skotaliðsárás.
Engan bilbug að
finna hjá Hamas
Mahmoud Zahhar, háttsettur leið-
togi Hamas á Gaza-svæðinu, sagði
að stefnt væri að „sigri“ gegn Ísrael. Í
útsendingu al-Aqsa-sjónvarpsstöðv-
arinnar, sem rekin er af Hamas, lof-
aði Zahhar þá sem berjast fyrir Ham-
as og gaf í skyn að samtökin íhuguðu
að ráðast á ísraelsk skotmörk erlend-
is. Zahhar hvatti Hamas-liða til að
„mylja óvininn“. Hann telur að Ísrael-
ar hafi „löghelgað dráp á fólki þeirra
hvar sem er í heiminum þegar þeir
drápu okkar fólk“.
Það er því fátt sem bendir til þess
að Ísrael og Hamas hyggi á vopnahlé.
Reyndar hafa leiðtogar Hamas verið í
felum síðan árásir Ísraels hófust í lok
síðasta árs og ekki er vitað hvort ræða
Mahmouds Zahhar hafi verið upp-
taka eða bein útsending.
Að sögn ísraelska hersins skutu
Hamas-samtökin tuttugu eldflaug-
um inn í suðurhluta Ísraels á mánu-
daginn.
Síversnandi ástand
Fyrir íbúa Gaza fara aðstæður hríð-
versnandi og sagði Christopher
Gunness, talsmaður stofnunar Sam-
einuðu þjóðanna um málefni Palest-
ínu, að mikil þörf væri á matvælum
og að fólk stæði frammi fyrir „alvar-
legu hungri“.
„Ein milljón manns er án raf-
magns. Sjúkrahús Gaza eru knú-
in með neyðarrafölum. Samkvæmt
mínum bókum jafnast það á við
neyðarástand,“ sagði Gunness í við-
tali við BBC.
Á sama tíma og tala látinna hækk-
ar og aðstæðum á Gaza hrakar virðist
sem alþjóðasamfélagið sé að vakna
til meðvitundar og ráðamenn víða að
úr heiminum huga að leiðum til að
miðla málum og koma á vopnahléi.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
mun skjótast til Egyptalands til við-
ræðna vegna átakanna, hann mun
einnig fara til Jerúsalem þar sem
hann ræðir við forsætisráðherra Ísr-
aels, Ehud Olmert, og Ramallah á
Vesturbakkanum og Sýrlands.
Sendinefnd á vegum Evrópusam-
bandsins hefur nú þegar verið í Ka-
író í Egyptalandi, þar sem rætt var
við forsætisráðherra Egyptalands og
hvatti nefndin í kjölfarið bæði Ísra-
elsher og Hamas-samtökin til að láta
af árásum.
Í gær ýttu kínversk stjórnvöld úr vör
herferð gegn „klúrum“ vefsíðum,
þeirra á meðal Google og fremstu
leitarsíðu landsins, Baidu.
Embættismenn tilgreindu nítján
síður sem höfðu látið undir höfuð
leggjast að ritskoða óviðeigandi
efni þrátt fyrir viðvaranir um að
gera slíkt eða höfðu ekki haft nægi-
lega snör handtök. Sökum þeirr-
ar handvammar hafði líkamleg og
andleg heilsa ungs fólks „skaðast“.
Í sjónvarpsumfjöllun hins op-
inbera mátti sjá embættismenn
leggja hald á tölvubúnað einhverr-
ar skrifstofu og skýrt var frá því að
ráðuneyti almannaöryggis, ásamt
öðrum ríkisstofnunum, hefði til-
kynnt um herferðina.
Samkvæmt tilkynningu frá mið-
stöð stjórnvalda, þar sem hægt er
að tilkynna um ólöglegt netefni,
fundust of margar tengingar á
Google og Baidu við dónalegar eða
klámfengnar síður.
Google og Baidu berjast um hit-
una í Kína og hefur Baidu vinning-
inn, með um tvo þriðju hluta not-
enda stærsta samfélags netnotenda
heims. Google er í öðru sæti.
Á meðal þeirra vefsíðna sem kín-
versk stjórnvöld beina spjótum sín-
um að eru nokkrar vinsælustu vef-
síður landsins; Sina, Sohu, Netease
og Tianya. Herferð af þessum toga
er ekki nýtt fyrirbæri í Kína því oft
og tíðum beita stjórnvöld ritskoðun
til að ráðast gegn klámi, netsvindli
og gagnrýni á stjórnvöld. Að þessu
sinni heita stjórnvöld því að hinir
brotlegu hljóti „harða refsingu“.
Klám er bannað með lögum í
Kína en ku vera aðgengilegt víða í
landinu, engu að síður.
Google á svörtum lista
Verndar dóttur sína Ísraelsk móðir
hlífir dóttur sinni undir borði á
veitingastað við samyrkjubú í Ísrael.
Ísraelskur skriðdreki
Á eftirlitsferð við
landamæri Ísraels og
gaza.
© GRAPHIC NEWSHeimild: fréttaþjónustur, Sameinuðu þjóðirnar
Með stuðningi 150 skriðdreka hafa þúsundir ísraelskra hermanna - þeirra á meðal
Golani- og Givati-stórfylkin, fallhlífahermenn og Sayeret
Matkal-sérsveitirnar – umkringt stærstu borg Gaza í sérstakri aðgerð
sem miðaði að því að einangra liðsstyrk Hamas frá suðri.
Sufa
Kissum
Karni
Nahal Oz
Erez
Rafah-
landam.st. Khan Yunis
Fórnarlömb
Palestínu:
Fórnarlömb Ísrael:
Fjórir borgarar og
tveir hermenn látnir,
32 slasaðir
Yr 500 látnir,
um 2.500
slasaðir
Gaza-borg: Umkringd
af fótgönguliði Ísraels
Skriðdrekar sækja fram
til að umkringja
Khan Yunis
220 eldaugum skotið
inn í Ísrael í síðustu viku
Göng sem
notuð eru til að smygla
vopnum frá Egyptalandi
Tugir þúsunda varaliðsmanna og
hundruð skriðdreka safnaðist
saman við landamærin reiðubúin
til landhernaðar
Einangrun sjóhers
útvíkkuð í 37 km
50 km
30 mílur
Vestur-
bakkinn
Gaza-
strönd
Jerúsalem
ÍSRAEL
Í S R A E L
GAZA-
SVÆÐIÐEGYPTALAND
SÝRLAND
Hamas: Talin hafa um
15.000 þjálfaða vopnfæra
menn
8km
MIÐJARÐARHAFIÐ
5 mílur
ÍSRAELAR REYNA AÐ NÁ LYKILSVÆÐUM Á GAZA
UMSAGNIR VEGNA ÁtAKANNA
n Shimon Peres, forseti Ísraels: „Við ætlum okkur hvorki að hernema gaza né mylja Hamas, heldur mylja ógn. Og Hamas
þarfnast lexíunnar. nú fá þau hana.“
n Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels: „Við leitum friðar. Við höfum hamið okkur í langan tíma, en nú er tími kominn
til að gera það sem þarf að gera.“
n Ismail Radwan, yfirmaður í Hamas: „gaza verður engin lautarferð. gaza verður grafreitur ykkar.“
n Benedikt XVI páfi: „Stríð og hatur eru engin lausn á vandamálum.“
n Utanríkisráðuneyti Frakklands: „Frakkland fordæmir landhernað Ísraelshers á gaza líkt og það fordæmir áframhaldandi
eldflaugaárásir.“
n Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands: „Ég get skilið vandamál Palestínumanna á gaza – að þeir þurfi neyðarað-
stoð – en Ísraelar verða að hafa tryggingu fyrir því að Ísrael verði ekki fyrir eldflaugaárásum.“
n Talsmaður Baracks Obama, verðandi Bandaríkjaforseta: „Verðandi forseti fylgist grannt með alþjóðlegum málum, þar
með talið ástandinu á gaza.“
Google í Kína
Ekki með öllu þóknanleg
kínverskum stjórnvöldum.