Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 19
þriðjudagur 6. janúar 2009 19Sviðsljós
Ótrúlegasta fólk í Hollywood eyðir tíma saman. Það vita all-
ir að Jennifer Aniston er mikil stórvinkona hjónanna Courtn-
ey Cox-Arquette og Davids Arquette, en þau flugu til Cabo San
Lucas til þess að eyða áramótunum saman. Með í för var kær-
asti Jennifer, John Mayer.
Söngkonan Sheryl Crow flaug einnig til Mexíkó til að hitta
Jennifer og Courtney en allar eru þær miklar vinkonur. Síðan
bættust hjónin Laura Dern og Ben Harper í hópinn.
Pörin létu fara vel um sig á ströndinni. Strákarnir voru þó
fljótir að láta sig hverfa úr sólinni á meðan stúlkurnar spókuðu
sig undir regnbogalitum sólhlífum.
Jennifer Aniston, Courtney Cox og Sheryl Crow í Mexíkó:
Stjörnuvinir
í Sólbaði
Ber á sig sólarvörn
Leikkonan Laura dern ber
á sig sólarvörn. Á
ströndinni liggja jennifer
aniston, Courtney Cox-
arquette og Sheryl Crow.
Leikaraparið Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal skemmti sér vel
saman á leik í NBA-deildinni á sunnudagskvöldið. Kærustuparið sat
við leikvöllinn á leik Portland Trail Blazers á móti Los Angeles Lakers
en Jake er mikill Lakers-aðdáandi. Hingað til hefur hann farið á Lak-
ers-leiki með besta vini sínum, leikaranum Austin Nicholos, en er nú
farinn að bjóða kærustunni með í staðinn og var ekki annað að sjá en
að skötuhjúin væru hæstánægð og skellihlæjandi saman á leiknum
enda fór þeirra lið með sigur af hólmi.
Kát á Körfu-
boltaaleiK
Sólarsæla
jennifer
aniston eyddi
áramótunum í
Mexíkó.
Góðir vinir
Hér sjást jennifer aniston,
Courtney Cox-arquette, david
arquette og dóttir þeirra Coco.
Skvísa
Söngkonan Sheryl Crow
naut sín í Mexíkó.
Góður matur á ströndinni
Vinahópurinn fékk flotta
þjónustu á ströndinni.
Flott mamma
Courtney Cox-
arquette í
fjólubláu bikiníi.
Það er álíka líklegt að sjá fljúgandi fönix og að sjá Ditu Von
Teese ósnyrtilega til fara. Hér er daman á leiðinni í ræktina og
glæsileg að vanda. Meðan flestar konur hefðu látið sér nægja
íþróttabuxur og þægilega peysu klæðist Dita aðsniðinni svartri
ullarkápu með hlébarðaklút. Í fullum herklæðum eins og ein-
hverjir myndu kalla það og stífmáluð.
Undir kápunni var Dita ekki síður glæsileg og flestar konur
myndu prísa sig sælar að vera svo fínt klæddar úti á lífinu. Dita
var á leiðinni í pílates þegar þessar myndir náðust af henni.
Dita starfar sem burlesque-dansari og þarf að vera í sína besta
formi enda yfirleitt fáklædd á sviði.
Dita Von Teese er alltaf glæsileg til fara:
Það eru eflaust ekki allir jafnánægðir með að Amy Winehouse sé fá-
klædd á ströndinni eins og hún sjálf virðist vera. Amy lítur yfirleitt
út fyrir að vera grannur maður með hárkollu en hún virðist þó vera
farin að taka sig á. Söngkonan með röddina fallegu hefur bætt að-
eins á sig og virðist ekki vera að reykja krakk í augnablikinu. Amy
sást daðra við karlmann á ströndinni í St. Lucia í Karíbahafinu en
það er spurning hvort það hafi reynst henni gott að hætta með Blake
Wood.
Hamingja á
Ströndinni
glerfín í
ræKtina
Dita Von Teese
Fer í því sem
margir myndu
kalla „sparifötun-
um“ í ræktina.