Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Page 20
þriðjudagur 6. janúar 200920 Fókus
Mér hefur löngum fundist að kvik-
myndagagnrýnendur setji sig oft í
rangar stellingar þegar þeir dæma
kvikmyndir. Auk þess búa fáir yfir
þeirri víðsýni og nógu fjölbreyttum
smekk til þess að geta dæmt allar
myndir. Sem dæmi er vita vonlaust
fyrir mig að gagnrýna af viti róm-
antískar gamanmyndir, sem höfða
lítið til mín, á meðan margar konur
sem ég þekki gleyma stað og stund
yfir mismunandi útgáfum af sömu
sögunni. Ekkert að því. Skyldi það
vera tilviljun að á sama tíma og yf-
irgnæfandi meirihluti kvikmynda-
gagnrýnenda eru karlkyns fá þessar
„kvenna-myndir“ undantekninga-
lítið dapra dóma?
Ég myndi telja sjálfan mig mikinn
og kröfuharðan kvikmyndaáhuga-
mann. Aftur á móti get ég skemmt
mér ágætlega yfir innihaldsrýru
efni við og við alveg eins og ég get
fílað 80´s metal við einstaka tæki-
færi. Með þessu hugarfari horfði ég
á hina evrópskættuðu Transporter
3, vitandi mæta vel að þar yrði ekki
um verðlaunamynd að ræða. Bílar,
slagsmál og töffaraskapur a la Jason
Statham var á matseðlinum. Sem
sagt meira djúsí þynnkumatur en
nautasteik og rauðvín.
Myndin rúllar af stað. Svartur
urrandi BMW er hundeltur af lögg-
unni og öllum. Ágætt. Bíllinn end-
ar með því að fara í gegnum vegg
og inn í stofuna hjá Transportern-
um Jason Statham sem bregst við
eins og ekkert sé eðlilegra í heimin-
um. Bílstjóri Bimmans fuðrar upp í
sjúkrabílnum vegna þess að hann er
með armband sem springur ef það
fjarlægist bílinn. Þegar allir eru farn-
ir finnur flutningsmaðurinn konu
í bílnum!? Hún er líka með arm-
band frá vondu köllunum, Transinn
fær líka armband, tvenn jakkaföt og
sinn eigin bíl („I have one condition.
I drive my own car“) til að rúnta um
Evrópu, annars deyja allir og allt
springur, eða svo gott sem.
Söguþráður og öll framvinda er
fáránleg. Á tímabili finnst manni
eins og verið sé að gera manni lang-
sóttan hrekk, sem hefði virkað sem
slíkur, en svo er ekki. Enginn á von
á gæðahandriti í svona mynd en það
er lágmark að maður fari ekki hjá
sér. Og talandi um það. Maður hefði
haldið að hægt væri að finna sæmi-
legan áhættuökumann í heimalandi
rallý-meistarans Sebastians Loeb
í stað þess að nota „fast-forward-
takkann“ í klippingunni á ökuatrið-
unum. Við erum að tala um atriði
eins og úr þöglu myndunum, gott
fólk.
En ef það er eitthvað sem slær
út brellurnar er það leikurinn í
myndinni sem þætti tæpur í ódýrri
klámmynd. Ég hef ekki fengið ann-
an eins kjánahroll síðan djamm-
þættirnir í árdaga Skjás eins og
Sirkuss þóttu boðlegir í sjónvarpi.
Aðalkvenhlutverkið er í höndum
Natalyu Rudakovu og er mér stór-
lega til efs að önnur eins hörm-
ungarleikkona hafi birst á stóra
tjaldinu undanfarna áratugi, enda
hefur hún hvorki leikið fyrr né síð-
ar í bíómynd. Þetta er leikkona
sem lætur Madonnu líta út eins og
Meryl Streep ( í öllu nema Mamma
Mia!).
Hasarhausinn Jason Statham
leikur nokkurn veginn sama hlut-
verkið í öllum myndum og gerir það
yfirleitt ágætlega. Hann átti mjög
góða spretti í myndum Guy Ritchie
og nýverið í hinni stórgóðu „Bank
Job“ en í þriðja skammti af Trans-
porter er hann álíka sorglegur og
restin.
Ítrekað skutust spurningar upp
í huga mér yfir þessum hamförum:
Hvað er Statham að spá? Gerir hann
engar kröfur? Hvernig gat hann
haldið andlitinu gegn Rudakovu? Á
hvaða eiturlyfjum var leikstjórinn?
Hvernig í andskotanum fer ég að því
að þola þessa mynd til enda?
Og niðurstaðan er þessi. Aðeins
tíu ára strákum sem svindla sér
inn og fólki haldið kvalalosta mun
finnast þessi mynd góð. Statham
á kannski eina stjörnu skilið fyrir
kúlið en allt annað er svo fádæma
ömurlegt að það eyðir henni upp
og gott betur. Versta mynd ársins
kom snemma í ár. Paris Hilton get-
ur andað rólega.
Sveinn Waage
á þ r i ð j u d e g i
Óbreytt á toppnum
Engin breyting varð á fjórum efstu sætum aðsóknarlista kvikmyndahúsanna um
helgina sem leið. jim Carrey myndin Yes Man er á toppnum aðra helgina í röð en
tæplega tuttugu og sjö þúsund manns hafa séð hana það sem af er. Teiknimynd-
in Bolt fylgir fast á eftir og í þriðja sæti er svo australia með þeim nicole
Kidman og Hugh jackman. nýjar á lista eru transporter 3 sem er í fimmta sæti
og the spirit tveimur sætum neðar.
dubbeldusch
aftur í sýningar
Sýningar á Dubbeldusch eftir Björn
Hlyn Haraldsson, sem sýnt var fyrir
fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar
á síðasta leikári, eru að hefjast að
nýju. Að þessu sinni fara sýning-
ar fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu,
sú fyrsta 10. janúar. Einkasonurinn
kemur í sumarbústað fjölskyldunnar
og kynnir nýja unnustu fyrir foreldr-
um sínum. Smátt og smátt rennur
upp fyrir föðurnum að með komu
stúlkunnar knýr fortíðin dyra, þrjátíu
ára gamalt leyndarmál sem hann
hefur reynt að gleyma. Björn Hlynur
er einnig leikstjóri verksins en með
aðalhlutverk fara Hilmar Jónsson,
Harpa Arnardóttir og Davíð Guð-
brandsson.
jÓlin kvödd
Jólunum lýkur í dag, á þrettándan-
um, og alvaran tekur við þó segja
megi að hún hafi ekkert tekið sér
frí þessi jólin. Ætla má að jólin
verði kvödd með miklum mynd-
ugleika víða um bæi og borg. Á
Ásvöllum í Hafnarfirði verða þau
að minnsta kosti kvödd með álfa-
dansi og söng á glæsilegri hátíð.
Dagskráin hefst klukkan 18.30
og heyrst hefur að álfar, púkar og
jólasveinar verði á svæðinu og taki
þátt í gleðinni. Dagskránni lýkur
klukkutíma síðar með glæsilegri
flugeldasýningu.
kristín sýnir í
artÓteki
Í Artóteki stendur nú yfir sýning á
verkum Kristínar Geirsdóttur. Lista-
konan hefur aðallega unnið með
málverk og á sýningunni eru olíu-
málverk unnin á masónít og pappír.
Kristín lærði myndlist í Myndlista-
og handíðaskóla Íslands 1985 til ´89,
var bæjarlistamaður Kópavogs árið
1995 og staðarlistamaður í Skálholti
árið 2002. Artótekið er á Reykjavíkur-
torgi á 1. hæð Borgarbókasafnsins við
Tryggvagötu og stendur sýningin til
31. janúar.
Ekki halda að þú sért að fara að
kaupa boxleik þegar þú fjárfest-
ir í FaceBreaker. K.O. Party á Nin-
tendo Wii. Þetta er einfaldlega
slagsmálaleikur. Menn eru kannski
með boxhanska en það sem gerist
inni í hringnum á fátt skylt við box.
Leikurinn fékk hræðilega dóma á
X360 og PS3 en hann er öllu skárri
á Wii.
Í X360- og PS3-útgáfunum var
kvartað mikið undan stýrikerf-
inu og var það sá sem gat ham-
ast meira á tökkunum sem vann.
Þetta er aðeins öðruvísi á Wii. Þar
er maður að sveifla Wii-fjarstýr-
ingunum til þess að lumbra á and-
stæðingnum. Þetta er skemmtileg-
ur kostur þegar verið er að keppa
við félagana. Það er fínt stuð í því
að hittast nokkrir vinir, lumbra að-
eins á hver öðrum og svitna smá í
leiðinni.
Vissulega verður helvíti þreytt
að standa einn og sveifla út í loftið
og þessi leikur er kannski ekki al-
veg málið ef þú ætlar bara að spila
hann einn. Ef þú vilt flókna leiki
og miklar pælingar er FaceBreaker
ekki málið. En ef þú vilt bara berja
einhvern og upplifa smá hasar er
um að gera að prófa.
Ásgeir Jónsson
Brothögg í grímuna
tölvuleikir
FaceBreaker.
k.O. Party
Tegund: Slagsmálaleikur
Spilast á: nintendo Wii
kvikmyndir
transPOrter 3
Leikstjóri: Olivier Megaton
Aðalhlutverk: jason Statham,
Francois Berleand, natalya rudakova,
robert Knepper
Brjóttu andlit það er
lítið mál í FaceBreaker.
sú versta kom
snemma í ár Ekki góð „aðeins tíu ára strákum sem svindla sér inn og fólki haldið kvalalosta mun finnast þessi mynd góð.“
MYND CoMiNgSooN.NET