Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 10
sem neytendur telja á sér brotið.
Þannig sagði Vísir.is frá konu sem
hafði ætlað að kaupa bómullarbol
og rúllukragapeysu í tískuverslun-
inni Zöru. Þegar betur var að gáð
reyndist afslátturinn af bolnum
mun minni en auglýst hafði ver-
ið og þegar efsti verðmiðinn var
kroppaður af kom í ljós að peysan
var með afslætti á hærra verði en
upprunalega.
Bloggarar hafa ekki látið sitt
eftir liggja þegar kemur að verð-
eftirliti. Þannig segir Sigurbjörn
Sveinsson læknir frá verslunarferð
í Smáralindina á bloggsíðu sinni. Í
ónefndri verslun var flík auglýst á
30 prósenta afslætti þar sem upp-
haflega verðið átti að hafa verið 12
þúsund krónur. „Þetta hefði verið í
góðu lagi, ef flíkin hefði ekki kost-
að krónur 9.900 fyrir jól og áður en
útsölurnar byrjuðu,“ ritar Sigur-
björn.
Rúmfatalagerinn
og Húsasmiðjan
Guðmundur Karl Karlsson heldur
uppi gagnagrunni sem safnar sjálf-
virkt verðupplýsingum frá nokkrum
vefverslunum landsins. Á bloggsíðu
sinni, bargain.blog.is, segir hann frá
gervitilboðum í Rúmfatalagernum. Í
Fréttablaðinu hafi sófi verið auglýst-
ur á 69 þúsund krónur þar sem fram
kom að hann hefði áður kostað 99
þúsund. „Samkvæmt mínum gögn-
um þá kostaði þessi sófi 79.900,-
23.11.2008 til 7.1.2009 en kvöldið eft-
ir sá ég að hann hafi verið hækkaður
í 99.900,-,“ ritar hann. Því sé tilboðið
aðeins 10 þúsund en ekki 30, eins og
hermt er í auglýsingunni. Hann tekur
svipað dæmi úr Húsasmiðjunni en
slær í báðum tilvikum þann varnagla
að hann ábyrgist ekki þessi verð, þau
séu hins vegar eftir bestu vitund.
Þórunn Anna hjá Neytendastofu
sagði að stofnunin hefði einmitt
fylgst með þessum málum og væri
með þau til athugunar.
Annar verðmiði undir
Fleiri dæmi eru um grunsam-
lega viðskiptahætti. Viðskiptavin-
ur Intersport samband við DV og
sagði farir sínar ekki sléttar. Hann
hafði keypt stuttbuxur með 30 pró-
senta afslætti í Intersport á Bílds-
höfða. Upphaflegt verð var sagt
2.990 krónur en með afslætti feng-
ust buxurnar á 2.093 krónur. Þegar
heim var komið veitti viðskiptavin-
urinn því athygli að undir verðmið-
anum var annar. Þegar efri miðinn
var kroppaður af kom í ljós miði
þar sem á stóð 1.990 krónur. Það er
því 103 krónum lægra verð en með
afslættinum.
Þó svona dæmi séu mýmörg er
ekki sjálfgefið að um svindl sé að
ræða. Í það minnsta ekki ef marka
má Gunnar Guðmundsson, versl-
unarstjóra Intersport á Bíldshöfða.
Hann segist hafa farið yfir sölusögu
þessarar tilteknu tegundar stutt-
buxnana. „Þessi vara var fyrst seld
þann 18. júlí á 2.990 krónur. Hún
hafði hvorkið hækkað né lækkað
í verði þar til hún fór á útsölu nú
í janúar. Ég skoðaði þær stuttbux-
ur sem eftir eru og þær hafa aðeins
eina verðmerkingu; 2.990 krónur,“
segir hann sem telur aðspurður
að þeim sem verðmerkti buxurn-
ar hafi orðið á þau mistök að verð-
merkja buxurnar rangt í fyrstu til-
raun. Því hafi sá sett nýjan miða
yfir hinn.
Óvandaðar ábendingar
Þórunn hvetur fólk til að láta Neyt-
endastofu vita ef það telur að versl-
anir hafi rangt við. Það megi til
dæmis gera inn á neytendastofu.
is. Hún hvetur fólk þó til að vanda
sig. „Við höfum svolítið verið að
lenda í því að fá mjög góðar en
nafnlausar ábendingar. Til dæmis
fengum við senda ábendingu frá
manni sem hafði ætlað að kaupa
sófa, fylgdist með verðinu og beið
svo eftir útsölunum. Við fengum
allar upplýsingar um verðbreyt-
ingar og dagsetningar, þær voru
til fyrirmyndar. Hins vegar vantaði
heitið á sófanum. Ábendingin var
nafnlaus svo við gátum ekki haft
upp á þeim sem lét vita. Því gátum
við lítið gert,“ útskýrir Þórunn.
Miðvikudagur 14. janúar 200910 Neytendur
Dísilolía
el
d
sn
ey
t
i Grafarvogi verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 165,8 kr.
Skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr.
Akranesi verð á lítra 141,1 kr. verð á lítra 165,8 kr.
bensín
Neskaupstað verð á lítra 137,7 kr. verð á lítra 162,1 kr.
Barðastöðum verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr.
Eyrarbakka verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 164,2 kr.
Skógarseli verð á lítra 139,9 kr. verð á lítra 164,3 kr.
uMsjón: Baldur guðMundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Neytendasamtökin og Neytendastofa hafa undanfarnar vikur fengið margar ábending-
ar um að verslanir hafi haft rangt við á útsölum. Þórunn Anna Árnadóttir hjá Neyt-
endastofu segir að verslanir verði að hafa selt vöruna á því verði sem afslátturinn er tek-
inn af. Neytendur hafa í fjölmiðlum og á bloggsíðum bent á mýmörg dæmi um svik á
útsölum. Ekki er þó alltaf um svik að ræða, ef marka má verslunarstjóra Intersport.
Svik á útSölum
„Við gerum kröfu um að varan hafi
verið seld í einhverjum eintökum á
verðinu fyrir afsláttinn,“ segir Þór-
unn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neyt-
endaréttarsviðs Neytendastofu, spurð
um gildandi reglur um afslætti og út-
sölur.
Um útsölur og tilboð er fjallað í
lögum frá 2005. Þar kemur skýrt fram
að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna
útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er
á lækkuðu verði, nema því aðeins að
um raunverulega verðlækkun sé að
ræða. Í lögunum segir einnig að verð-
merkingin þurfi greinilega að sýna
hvert upprunalegt verð vörunnar var.
Verðlagning er frjáls
Þórunn segir að Neytendastofu berist
töluvert af ábendingum vegna gruns
um að verslanir hafi rangt við þegar
kemur að útsölum. Þær komi ýmist í
gegn um símtöl, tölvupósta eða á raf-
rænu formi sem finna megi á heima-
síðunni, neytendastofa.is. Hún seg-
ir að stofnunin geri mikið að því að
senda fyrirtækjum fyrirspurnir eft-
ir að hafa fengið þess háttar ábend-
ingar. „Við erum á fullu í þessu núna.
Við höfum ekki fengið svör frá öllum
verslunum en gefum alla jafna viku til
að svara,“ segir Þórunn en tekur fram
að afar sjaldgæft sé að verslanir gerist
brotlegar við lögin. „Í fyrra vor feng-
um við margar ábendingar en eng-
in þeirra verslana sem þar um ræddi
hafði brotið lögin.
Yfirleitt höfðu vörurnar hækkað
undanfarna tvo eða þrjá mánuði á
undan. Þá getum við lítið gert þar sem
verðlagning í landinu er frjáls,“ seg-
ir hún en bendir á að sterkasta vopn
neytenda sé einfaldlega að beina við-
skiptum sínum annað, telji það versl-
anir hafa hækkað vöruverð um of.
Hjá Neytendasamtökunum feng-
ust þær upplýsingar að samtökunum
hefðu borist nokkur fjöldi ábendinga
um að verslanir hafi haft rangt við.
Bloggarar upplýsa um svik
Í fréttum og á bloggsíðum hefur
undanfarið mátt finna dæmi þar
ÆrAN vErNduð
á BloGGSíðum
„Talsmaður neytenda hefur sent
tilmæli til mbl.is um að tryggt sé
að rétthafi bloggs sé rétt skráður
og að unnt sé að fá upp gefið nafn
þess sem bloggar undir nafn-
leynd ef sýnt er fram á lögvarða
hagsmuni af því.“ Þetta segir á
heimasíðu Talsmanns neytenda.
Með þessu vill hann stuðla að
raunhæfri æruvernd á blogginu
en hann segir að misbrestur hafi
orðið á því. Með þessu verð-
ur þó ekki komið í veg fyrir að
menn bloggi undir nafnleynd eða
dulnefnum. Hægt sé að krefjast
rétts nafns bloggara ef til dæmis
ærumeiðandi ummæli hafi verið
viðhöfð.
dýrASt hjá
SpAriSjóðum
SPRON og Byr bjóða einstakl-
ingum hæstu vextina af yfirdrátt-
arlánum. Hjá Byr eru almennir
vextir af yfirdráttarlánum 26,95
prósent samkvæmt vaxtatöflu
bankans. Það þýðir að sá sem er
með eina milljón króna í yfirdrátt
borgar á heilu ári 269.500 krónur
í vexti. SPRON fylgir fast á eftir
en þar eru vextirnir 26,9 prósent.
Nýi Glitnir og Nýi Landsbankinn
bjóða 25 prósent vexti en Nýja
Kaupþing býður best, 24,9 pró-
senta vexti fyrir einstaklinga.
n Lastið fær 365 fyrir að
búa til nýtt gjald. Áður
kost-aði 495 krónur á
mánuði að hafa auka
myndlykil á
heimilinu. Viðskipta-
vinur sagðist hafa
fengið blað inn um lúguna í gær
þar sem við hafði bæst
„Áskriftargjald fyrir aukalykil“
upp á 590 krónur.
n Lofið fær Já - 118. Viðskiptavinur
lýsti yfir ánægju sinni með þá
þjónustu sem hann fékk þegar
hann villtist í Lindahverfi á
dögunum. Sú sem upphaflega
svaraði í símann var ekki alveg
með staðarhætti á hreinu svo
hún sendi símann á þá næstu.
Sú gat leiðbeint þeim
villta nákvæmlega.
sEndið loF Eða lasT Á nEYTEndur@dv.is
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Bloggarar hafa ekki lát-
ið sitt eftir liggja þegar
kemur að verðeftirliti.
Gott verð? dæmi um að vörur hafi hækkað
mikið rétt fyrir útsölur eru mýmörg. Ekki er þó
víst að verslunareigendur hafi alltaf haft rangt
við. LjÓSMyNDARi KRiStiNN MAGNúSSON
Stuttbuxur á 30% afslætti í intersport undir verðmiðanum var annar þar sem
varan kostaði 1000 krónum minna.