Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 9
Miðvikudagur 14. janúar 2009 9Fréttir Bankarnir eiga Bíla fyrir milljarð asta Lexus-bílinn af öllum ríkisbönk- unum en sá er af gerðinni LS600H og var keyptur í enda árs 2007. Lexus- inn kostar ekki nema rúmar tuttugu milljónir króna. Samkvæmt heim- ildum DV hefur Landsbankinn ekki reynt að selja neinn þessara bíla. DV sendi fyrirspurnir á alla bankana um bílaeign þeirra og hverjir nytu bíla- fríðinda bankans og er beðið eftir svari frá Landsbankanum. Landsbankinn á fimmtíu og einn bíl en þar af eru nokkrir bílar merkt- ir Landsbankanum og þar af leiðandi notaðir alfarið í starfsemi bankans. Audi í uppáhaldi Kaupþingsmenn voru í góðærinu hrifnir af dýrustu jeppunum frá Audi en bankinn á til að mynda þrjá Audi Q7 jeppa en stykkið kostar þrettán milljónir úr kassanum. Fyrirspurn um bílaflota Kaupþings var svar- að seinnipartinn í gær en Þórður Pálsson, talsmaður bankans, tjáði blaðamanni að hjá Nýja Kaupþingi yrðu engin bifreiðahlunnindi eftir 1. febrúar. „Bílarnir verða seldir. Þeir starfs- menn sem hafa hætt og höfðu afnot af bíl hjá gamla bankanum hafa allir skilað þeim,“ segir Þórður. Ef litið er á kaupverð tuttugu dýrustu lúxusbíla Kaupþings má reikna út að bankinn hefði auðveld- lega getað sparað í kringum hundrað og þrjátíu milljónir en því miður voru ódýrir bílar ekki í tísku í góðærinu. Kaupþing á flesta bíla, eða fimm- tíu og sjö, en þó ber að geta að nokkr- ir þeirra eru, eins og hjá hinum bönkunum, notaðir beint í starfsemi bankans eins og til dæmis Volkswag- en-bílar sem notaðir eru í ýmsa flutn- inga. Þamba bensín Flestar þessar glæsikerrur eru þekktar fyrir allt annað en að vera sparneytn- ar en sumar þeirra „þamba“ bensín eins og einn fróður bílaáhugamað- ur sagði við blaðamann DV. Tölurnar sem birtar eru í umfjölluninni eru því aðeins áætlað kaupverð bílanna en ekki rekstrarkostnaðurinn. Sá kostn- aður getur hlaupið á tugum milljóna enda þarf að tryggja bílana. Lands- bankinn hefur ekki svarað fyrirspurn DV um framtíð bílanna en á meðan borgar almenningur bensínið. Dýrt ævintýri Bankarnir spöruðu hvergi í góðærinu og nú sitja ríkisbankarnir uppi með glæsikerrur af ýmsum stærðum og gerðum. Glitnir n BMW M5 Árgerð 2008 508 hestöfl Verð: 20+ milljónir n BMW 7 Verð: 20+ milljónir stykkið n Porsche Cayenne Verð: 15+ milljónir n BMW X5 Verð: 12+ milljónir stykkið n BMW 5 Verð: 10+ milljónir stykkið n Aðrar tegundir: audi a4 - Ford Explorer - Toyota Land Cruiser 100 - Toyota Land Cruiser 120 - Lexus rX350 - Land rover discovery 3 n BMW X3 Verð: 10+ milljónir stykkið landsbankinn kaupþinG n Toyota Land Cruiser 200VX Árgerð: 2008 289 hestöfl Verð: 13+ milljónir n Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið n BMW X5 Verð: 12+ milljónir stykkið n Land Rover Discovery 3 Verð: 12+ milljónir stykkið n Aðrar tegundir: Mercedes Benz g - Mitsubishi Outlander - Toyota Land Cruiser 100 - Mitsubishi Pajero - Ford Expedition - dodge ram 2500 - Chevrolet Suburban n Toyota Land Cruiser 120 Verð: 7+ milljónir stykkið n Porsche Cayenne Turbo S Árgerð 2006 522 hestöfl Verð: 20+ milljónir n Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið n Toyota Land Cruiser 200 Verð: 13+ milljónir stykkið n Audi Q7 Verð: 13+ milljónir stykkið n Aðrar tegundir: Mercedes Benz 313Cdi - Mercedes Benz S - Ford Explorer Sport Trac - nissan Pathfinder - Toyota rav4 - Land rover discovery 3 - Land rover range rover n Toyota Land Cruiser 120 Verð: 7+ milljónir stykkið n Lexus LS600H Verð: 20+ milljónir n Mercedes Benz ML Verð: 13+ milljónir stykkið n Porsche Cayenne Turbo Verð: 10+ milljónir stykkið n Range Rover Sport Verð: 10+ milljónir n Lexus RX400H Verð: 9+ milljónir stykkið n Mercedes Benz ML Verð: 12+ milljónir stykkið Flottustu bílar bankanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.