Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. janúar 2009 13Fréttir Besta starf í heimi Atvinnulausir gætu gert margt verra en að hafa samband við ferðamálaráð Ástralíu. Það leit- ar nú að starfsmanni til að fóðra skjaldbökur, fylgjast með hvölum og halda utan um póst sem berst á Hamilton-eyju. Launin eru litlar ellefu milljónir fyrir sex mánaða tímabil, en þess ber að geta að vinna þarf tólf tíma á mánuði. Áhugasamir geta sent 60 sekúndna langt myndband til Tourism Queensland þar sem þeir útskýra hví þeir ættu að hreppa hnossið og er lofað að ekki fylgi nokkur böggull skammrifi og ekk- ert smátt letur. Umsóknarfrestur rennur út 22. febrúar. Át eigin augu Dauðadæmdur morðingi, Andre Thomas, er ekki aðgerðarlaus á meðan hann bíður þess að dómn- um verði fullnægt. Andre, sem er bandarískur, plokkaði úr sér ann- að augað og át það. Þess ber að geta að áður en réttarhöldum yfir honum lauk hafði hann plokkað úr sér hitt augað og étið. Andre Thomas gengur senni- lega ekki alveg heill til skógar. Fyrir fjórum árum myrti hann fyrrverandi eiginkonu sína og þrettán mánaða barn þeirra, en það er ekki fyrr en nú sem hann var sendur í meðferð vegna geð- rænna vandamála. Betra er seint en aldrei. Prinsinn af Wales kallar asískan vin sinn umdeildu viðurnefni: Fólk í Þýskalandi rak upp stór augu þegar það las fyrirsagnir dagblaða sem seld voru hjá blaðasölum í gær og fyrradag, reyndar voru fyr- irsagnirnar úreltar og hafa senni- lega vakið upp misjöfn viðbrögð almennings. „Hitler kanslari Ríkisins“ var forsíðufrétt Der Angriff og ef les- endur velktust í vafa um mikilvægi fréttarinnar gátu þeir lesið frekar uppskrúfaða fréttaskýringu eftir Jósef Göbbels. Eftirprentun á dagblöðum nas- istatímans í Þýskalandi er hug- mynd bresks útgefanda og verða blöðin til sölu um gervallt Þýska- land. Vikuskammtur kostar tæp- ar fjórar evrur og til að byrja með verður upplagið þrjú hundruð þúsund eintök. Samkvæmt upp- lýsingum frá söluturnum í Berlín hefur salan verið góð. Áhrif kreppunnar Í seinni tíð hefur orðið vart auk- ins áhuga á bæklingum þjóðernis- sósíalista í Þýskalandi. Daglegar vangaveltur um að kreppan mikla sé komin aftur hefur kveikt áhuga á fjórða áratug síðustu aldar og ein- læga forvitni á ástæðum þess að eldri kynslóðir gleyptu við áróðri nasista. „Frá og með deginum í dag færðu einstakt tækifæri til að kom- ast að hvaða upplýsingar voru að- gengilegar foreldrum þínum og foreldrum þeirra,“ sagði Sandra Paweronschitz, sagnfræðingur og ritstjóri útgáfunnar. Útgefandinn, Peter McGee, er ekki alls ókunnugur verkefni af þess- um toga, því hann ýtti úr vör með svipað verkefni í Austurríki með góð- um árangri. Að hans mati er útgáfan, Zeitungszeugen, umræðuvettvangur fyrir Þjóðverja. „Þetta ætti að lesast af fólki sem myndi aldrei lesa bók um samtímasögu, en kann eigi að síður að meta greiningu upplýsinganna,“ sagði McGee. Brotin bönn Útgáfufyrirtæki Peters McGee, Al- bertas sem staðsett er í Lundúnum, nýtur aðstoðar og ráðgjafar leiðandi þýskra sagnfræðinga og sérfræðinga í sögu Þriðja ríkisins. Þeirra á meðal er Wolfgang Benz, yfirmaður mið- stöðvar fyrir rannsóknir á gyðinga- andúð í Berlín. Miðstöðin er hluti tíu aðila ráðgjafarnefndar sem sett var á laggirnar til að koma í veg fyrir grun- semdir um að endurprentun dag- blaða nasistatímans sé runnin und- an rifjum hægri öfgaafla. Við fyrstu sýn má telja að endur- prentunin höfði til þýsku þjóðarinn- ar vegna þess að með henni eru brot- in bönn sem hafa verið í gildi í yfir sextíu ár. Í hillum bókaverslana í landinu eru bækur sem skarta hakakrossin- um ekki vel séðar og fjarlægðar úr hillunum, og kveðja að sið nasista er með öllu bönnuð. Peter McGee hef- ur fengið sérstaka undanþágu til að endurútgefa áróður nasista ásamt meðfylgjandi táknum sökum sögu- legs gildis efnisins. Róðurinn mun þyngjast Ljóst er að útgáfan mun mælast misjafnlega vel fyrir og útgáfan sem blasti við þýskum almenningi í fyrradag, var frá 30. janúar 1933, þegar Adolf Hitler komst til valda. Þrjú dagblöð eru endurútgefin; Der Angriff (Árásin), dagblað nasista stofnað af Jósef Göbbels, Deutsche Allgemeine Zeitung, þjóðernis- sinnað íhaldsblað, og Der Kämpfer (Baráttumaðurinn), aðalmálgagn þýska kommúnistaflokksins. Með hverju blaði er fylgirit þar sem er að finna umsögn og greiningu frá áður- nefndri ráðgjafarnefnd. Með þessum hætti hefur útgáfu- fyrirtækið reynt að bægja frá sér mögulegri gagnrýni um að ætlunin sé að fylla nýjar kynslóðir nasista- áróðri. Það kann að vera að útgef- andi hafi erindi sem erfiði fyrst um sinn, en róðurinn mun þyngjast þegar fram í sækir. Ætlunin er að endurprenta að fullu 150 dagblöð allt til ársins 1945. Þegar nær dregur 1945 verður erf- itt að gæta innbyrðis jafnvægis því nasistar ritskoðuðu grimmt allt rit- að og talað orð og lokuðu dagblöð- um andstöðunnar og andgyðingleg napuryrði og gyðingahatur draup af síðum dagblaða á borð við Der Stürmer. Slæm tímasetning Ralph Giordano, rithöfundur og einn þeirra sem átti því láni að fagna að lifa af helförina, sagði við blaðamann BBC að hann hefði efa- semdir um áhrif þessarar útgáfu. „Það sem ég get sagt er að Hitler, og allt það sem hann stendur fyrir, kann að hafa verið sigrað á vígvell- inum, en ekki vitsmunalega,“ sagði hann. Háttsettur, ónafngreindur ein- staklingur innan samfélags gyðinga í Berlín var einnig bölsýnn vegna góðrar sölu á dagblöðum nasista. „Við erum öll eilítið taugaveikluð. Ástandið á Gaza veldur því að þús- undir streyma út á göturnar, hróp- andi slagorð gegn Ísrael – þetta er ekki góður tími til að auglýsa Jósef Göbbels,“ sagði hann. Eplið fellur ekki langt frá eplatrénu. Í kjölfar upplýsinganna um orð- bragð Harrys prins hefur komið upp saga af svipuðum toga um föð- ur Harrys, Karl prins, erfingja krún- unnar. Karl prins af Wales hefur kallað asískan vin sinn Sótugan (e. Sooty) um árabil og notar orðið sem „hlý- legt viðurnefni“. Það er mikið að gera hjá húsráð- endum í Clarence House þessa dag- ana vegna Harrys og þar á bæ hafa menn neitað að tjá sig um fullyrð- ingarnar varðandi Karl, en sögðu að allar dylgjur um að Karl væri rasisti væru „fullkomlega fáránlegar“. Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur Harry prins beðist velvirð- ingar á þeim ummælum sem hann viðhafði gagnvart félögum sínum í hernum og ekki gert ráð fyrir því að eftirmálar verði miklir. Ónafngreindur meðlimur í Ciren- cester-pólóklúbbnum í Glouchesterskíri sem BBC ræddi við sagði að viðurnefnið sem fest hefði við Kuldip Singh Dhillon hefði ekki valdið neinu hugarangri. „Ég veit að prinsinn kallar hann Sótugan. Því hafa ekki fylgt nein vandræði,“ sagði áðurnefndur meðlimur við BBC. Talsmaður Clarence House hefur sem fyrr segir neitað að tjá sig um mál- ið. „Að gefa í skyn að prinsinn af Wales sé rasisti er fullkomlega fáránlegt. Lítið á vinnu hans hér heima og erlendis. Hann hefur unnið að meira umburðarlyndi og skilningi óslitið í þrjátíu ár,“ sagði tals- maðurinn. Talsmaður Cirencester-póló- klúbbsins hefur líkt og húsráðendur í Clarence House neitað að tjá sig um málið. Kallar vin sinn Sótugan Der Stürmer gyðingahatur draup af síðum dagblaðsins. Jósef Göbbels Bækur voru brenndar vegna ritskoðunar. Nýtt dagBlað, gömul frétt Sitt sýnist hverjum í Þýskalandi og ekki hugnast öllum endurprentun dagblaða frá tíma nasism- ans. Útgefandinn hefur fengið undanþágu vegna sögulegs gildis dagblaðanna og áhugi á fjórða áratug síðustu aldar hefur aukist vegna kreppunnar nú. Svipuð útgáfa gekk vel í Austurríki og útlit er fyrir að sú verði einnig raunin í Þýskalandi. Áróður gegn gyðingum „gyðingar eru ógæfa okkar“ stendur neðst á forsíðunni. Prinsinn í póló kallar pólófélaga sinn og vin Sótugan. Jósef Göbbels Bækur voru brenndar vegna ritskoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.